Fréttablaðið - 16.09.2022, Page 8

Fréttablaðið - 16.09.2022, Page 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Ég treysti því að hér verði allt aftur stór­ kostlegt ef við bara borgum aðeins meira fyrir bjór dósina. Með nýjustu embætta­ veitingum núverandi ríkisstjórn­ ar hefur fjölda ein­ staklinga verið hafnað fyrir fram. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is Fyrirsögnin gæti verið einkunnarorð ríkisstjórnar- flokkanna. Síðustu afrek þeirra á þessu sviði eru dæmalausar embættaveitingar og fjölgun ráðuneyta að því er virðist til þess eins að koma sínu fólki að sem víðast. Tilgangurinn með útþenslu ríkisbáknsins helgar meðalið að koma flokksfólki í góðar stöður. Lítið fer fyrir slagorði Sjálfstæðisflokksins um „báknið burt“ og yfirgengileg fjölgun ráðuneyta gerist að hans frumkvæði. Einn þeirra sem nú gegnir hárri stöðu í anda ein- kunnarorða ríkisstjórnarinnar „ég á það, ég má það“, innmúraður og innvígður flokksmaður, skrifaði sögu- lega skáldsögu á síðasta ári þar sem er m.a. greint frá hremmingum vel menntaðs Íslendings sem eftir nám erlendis sækist eftir störfum heima en er hafnað. Tilvitnunin hér á eftir er beint orðaval hins inn- múraða og innvígða flokksmanns sem, síðan hann skrifaði söguna, hefur landað góðri stöðu fyrir sjálfan sig, stöðu sem ekki var auglýst. „Í fyrsta sinn fann ég fyrir því sjálfur að málefnaleg sjónarmið ráða ekki alltaf för þegar skipað er í emb- ætti því ég vissi að þekking mín og hæfni var miklu meiri en þeirra sem hlutu þær stöður sem ég sóttist eftir.“ Og síðar: „Sjálfur brenndi hann sig á klíkuskapnum […] Annar umsækjandi með lægri starfsaldur en handgengnari þeirri elítu sem þá réð ríkjum var ráðinn.“ Þessar tilvitnanir eru á bls. 100 og 151 í bókinni Læknirinn í englaverksmiðjunni, sem kom út hjá Veröld 2021. Með nýjustu embættaveitingum núverandi ríkis- stjórnar hefur fjölda einstaklinga verið hafnað fyrir fram og þeim gert ókleift að sýna fram á hæfni sína vegna þess að störfin voru ýmist búin til eða tekin frá fyrir flokksmenn. Í sögulegu skáldsögunni sem gerist fyrir um 140 árum síðan þykir þetta hneykslunarefni en svo virðist sem þegar maður sjálfur á í hlut, líkt og höfundur skáldsögunnar, þá sé þetta greinilega allt saman í góðu lagi því flokkurinn „á það og má það“. – Ef eitthvað þá hefur samfélaginu farið aftur því fyrir 140 árum voru embættin auglýst þó „elítan“ réði síðan þá innmúruðu. Nú er ekki einu sinni auglýst. ■ Ég á það og ég má það Bolli Héðinsson hagfræðingur Það gengur svo blússandi vel hjá okkur,“ sagði ráðherrann í sjón- varpinu um leið og hann skellti 90 milljarða hallarekstri fjárlaga- frumvarpsins á eldhúsborðið. Nýbúinn að fá auka 100 milljarða, sem enginn sá fyrir, inn á tékkheftið. „Vá, þetta er eins og að fá fimm rétta og bónustölu í lottóinu,“ hugsaði ég um leið og ég skolaði spánnýjum 15 milljarða vaxtakostnaðinum niður með glasi af veg- gjöldum. Sáttur og þakklátur. Við erum á siglingu. Blússandi siglingu. Rík af auðlindum og taprekstri. Ónæm fyrir auknum tekjum. Löðrandi í lífsins lukku. Hvað um það þótt báknið blási út? Hvað um það þótt fjárfestingum sé slegið á frest? Hvað um það þótt sveitarfélög tapi millj- örðum? Hér eru allir í blússandi gír og sólin skín. Ráðherrann sagði það. Ekki láta ykkur detta í hug að hlusta á úrtöluraddir þeirra sem muldra ofan í hálsmálið á sér að þjóð með slíkan happ- drættisvinning upp á arminn eigi að geta rekið sig réttum megin við núllið. Þið vitið betur. Ekki gera ykkur þann óleik að hlusta á síbyljurausið um að leiðin út úr efnahags- ástandinu sé að draga úr umsvifum hins opinbera. Þetta er bara eitthvert tuð í fólki sem lifir í hálftómu glasi. Þau finna ekki meðbyrinn sem við finnum. Sjá ekki dýrðina. Þau munu aldrei skilja að hér drjúpa opinberir starfshópar af hverju strái. Að við lifum í landi allsnægta og aukinna skulda. Enda mega þessir tuðandi pésar líka bara eiga sig. Við hin erum fyrst og fremst þakk- lát. Og sammála ráðherra sem er svo sann- færandi að hann getur jöfnum höndum selt okkur hamingjuna og hulið hallarekstur í opinberum sykurmassa. Ég veit ekki með ykkur en ég treysti því að hér verði allt aftur stórkostlegt ef við bara borgum aðeins meira fyrir bjórdósina. Mér finnst trúverðugt að allt verði eins og best verður á kosið ef við bara tökum aftur upp gjaldskyldu í gegnum Hvalfjarðar- göngin. Rétt eins og ég veit að sólin mun hækka á lofti ef við bara ráðum aðeins f leiri f lokksgæðinga inn í ráðuneytin og stækkum yfirbygginguna. Þess vegna stend ég upp, klappa og segi takk. Takk fyrir allt sem er blússandi. ■ Blússandi Fréttablaðið í Bónus gar@frettabladid.is Stóru spurningarnar Alþingismenn eru nú mættir á sinn stað við Austurvöll og byrj- aðir að rökræða hver þeirra sé langvitlausastur og augljóst að langt er í að botn fáist í það mál. Sumir taka þó aðeins óbeint þátt í þeim vangaveltum og láta nægja að útlista hversu vel lukkaðir þeir eru sjálfir. Þar ber auðvitað hæst stjórnarliða sem bera ábyrgð á gangi mála. Það ágæta fólk þarf að draga upp þá mynd að vera bæði ráðagott og óskeikult á meðan stjórnarand- stæðingar halda því linnulaust fram að verr áttaðan mannskap sé vart að finna á byggðu bóli. Vanagangur og vígaslóð Á meðan þingmenn skeggræða sín hjartans mál á þingi heldur lífið áfram sinn vanagang á heimilum landsmanna með tilheyrandi reikningasúpu sem sífellt bætist í eins og fyrir töfra enda stígur verðbólgan villtan og gamalkunnan dans. Þetta má mest þakka þjóð í fjarlægu landi sem orðin er svo óalandi og óferjandi að hinn siðmenntaði hluti heimsins hefur sett hana í skammarkrókinn í von um að ráðamenn þar sjái að sér og hægt sé að taka upp eðlilegt viðskipta- líf að nýju. En jafnvel þótt hin vondu öfl bakki inn í sína eigin skel er hægt að reikna með að þau eigi ekki upp á pallborðið í fyrir- sjáanlegri framtíð. ■ SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.