Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.09.2022, Blaðsíða 20
Ég legg áherslu á gott garn þegar prjónuð eru ungbarnaföt og að þau séu mjúk og hlý. Dauðhreinsaðir klútar sem henta vel í meðferð barna frá þriggja mánaða aldri við óþægindum í augum. Kvefuð augu? Fæst í öllum apótekum 4 kynningarblað 16. september 2022 FÖSTUDAGURFYRSTU ÁRIN Hjördís Björg Andrésdóttir textílkennari á tvö barna- börn og von er á því þriðja í vetur. Þegar hún vissi að von var á fyrsta barnabarninu fór hún að prjóna barnaföt og „prinsateppi“ sem hún segir að sé afburða fallegt teppi. svavajons@simnet.is „Uppskriftin að prinsateppinu þekur heilar tvær blaðsíður og er engin umferð eins. Með tilhlökkun yfir því að taka á móti ungbarni inn í fjölskylduna var prinsateppi prjónað af kappi auk þess sem ég prjónaði heimferðarsett og annað teppi. Lítil stúlka kom svo í heiminn og var allt tilbúið fyrir dömuna,“ segir Hjördís. Þremur árum seinna var annað barn á leiðinni og þá fékk amman að prjóna blátt. „Ég var komin í æfingu með prinsateppið og auðvitað átti drengurinn að fá eins teppi, nema blátt. Kapp var lagt á að prjóna heimferðarsett og voru tvö stykki í mismunandi stærð prjónuð ásamt aukateppi.“ Ætlaði sko ekki að prjóna Og í dag, tveimur árum seinna, er aftur lítil stúlka á leiðinni sem á að fæðast í byrjun nóvember. „Amman er orðin dálítið þreytt á að prjóna prinsateppið góða. Mér finnst það vera seinlegt; en hvað gerir amma ekki fyrir ömmu- börnin sín? Hún skellir í prinsa- teppi en nú er það bleikt á litinn. Þetta er prjónað á methraða, enda komin í þjálfun, ásamt bara einu heimferðarsetti. Allt er bleikt á litinn. Tvær stærðir af húfum eru prjónaðar svona til öryggis. Auka- teppið er ekki komið enn en verður kannski bara í jólapakkanum,“ segir Hjördís frá. Það eina sem er eftir áður en ömmugullið kemur í heiminn er að þvo og slétta og bæta við tölum á heimferðarsettið. En á hvað leggur Hjördís áherslu þegar hún prjónar á barnabörnin? „Ég legg áherslu á gott garn þegar prjónuð eru ungbarnaföt og að þau séu mjúk og hlý. Minn grundvöllur að prjóna- og saumaskap er upp- eldið sem ég fékk. Amma mín, sem ól mig upp, kenndi mér allt sem viðkemur handavinnu. Ég byrjaði seint að læra textíl í skóla eða um tólf ára gömul og mér gekk bara alls ekki vel í fyrsta prjónaverkefn- inu mínu sem voru ullarvettlingar á fimm prjóna. Annar varð dúkku- vettlingur og hinn á fullorðinn karlmann. Og ég ætlaði sko alls ekki að prjóna í framtíðinni, enda leið langur tími þar til prjónar voru teknir upp aftur. Saumavélin hennar ömmu fékk svo engan frið. Þessa græna, gamla saumavél vekur ávallt hlýjar minningar.“ n Prjónar prinsateppi fyrir nýfædd ömmugull sín Prjónaskapur leikur í höndum textílkennarans Hjördísar Bjargar Andrésdóttur sem byrjaði að prjóna teppi og barnaföt þegar hún vissi að hún væri að verða amma. Síðan hefur ömmubörnunum fjölgað og nú er tilbúið bleikt prinsateppi, heimferðarsett og tvær stærðir af húfum, svona til öryggis, handa ófæddri ömmuprinsessu sem er von á í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hér má sjá bleikt prinsateppi sem Hjördís prjónaði en líka bleika prjónasmekki, peysu og húfu í stíl, trefil og hvítröndótt peysusett. Allt hlýtt og mjúkt fyrir krílið. Hægt er að vinna markvisst að því að barn læri góða siði í umgengni við mat og minnka líkur á mat- vendni en til þess þarf einbeittan vilja og þeir sem annast barnið verða að vera samtaka í því verk- efni. Mikilvægt er að muna að börn eru ólík að eðlisfari og það sem hentar einum þarf ekki að henta öðrum. Foreldrar þurfa að læra á börnin sín og vinna með þeim út frá þeirra sérkennum en vera vel meðvitaðir um að: Fullorðnir ráða: Hvað er í matinn og hvenær er borðað. Börnin ráða: Hvort þau borða og hversu mikið þau borða. Börn þurfa tíma til að venjast nýjum fæðutegundum. Best er að bera þær fram nokkur skipti í röð, þá er líklegt að barnið fari smám saman að vilja borða þær. Góð leið er að byrja á að láta barnið smakka smá og leyfa því að venjast nýrri fæðutegund. Það getur tekið allt upp í tíu skipti að venjast nýrri fæðutegund. Einfaldir réttir og fáar tegundir falla best að smekk flestra barna. Þannig eru hinir dæmigerðu barnadiskar með þremur hólfum í raun alveg eftir þeirra höfði. Kart- öflur eða kornmeti á einum stað, kjöt eða fiskur á þeim næsta og loks grænmeti eða ávextir á þeim þriðja. Það er líka í samræmi við góða og fjölbreytta máltíð og auðvitað má gera það sama á venjulegum diski. Pottréttir og kássur höfða síður til barna, þau vilja flest skipulag á disknum þar sem ólíkar fæðu- tegundir mega jafnvel ekki snertast. Litir og lögun skipta líka máli þannig að í stað blandaðs græn- metis gæti verið betra að gular baunir séu aðskildar frá grænum og gulrætur skornar í langar ræmur en ekki rifnar. Hugmyndaflugið er kannski best í þeim efnum ásamt því að þekkja barnið og kenjar þess. Heimild: heilsuvera.is n Góð ráð við matvendni Hakk og spagettí er uppáhalds- matur margra barna, en það er samt fullorðna fólkið sem ræður hvað er í matinn. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.