Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 30

Fréttablaðið - 16.09.2022, Side 30
Fólk er virkilega hrifið af maríuerlunni sem meðal annars endurspeglast í vinsælum mannanöfnum. Brynja Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Fuglavernd Það er flókið líf að vera sveppur, miklu flóknara en maður myndi halda. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson, líffræðingur Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Eðvarð Ingólfsson Jötnaborgum 6, Reykjavík, lést sunnudaginn 11. september. Útför hans fer fram frá Guðríðarkirkju þriðjudaginn 20. september kl. 13.00. Svanhildur María Ólafsdóttir Ólafur Páll Eðvarðsson Jóna Hlín Guðjónsdóttir Aðalheiður María Sigmarsdóttir Daníel Jónsson Emelía Rán Sigmarsdóttir Gunnsteinn Lárusson Sigmar Þór, Daníel Bergur og Lárus 1508 Ferja sekkur á Ölfusá með tugi manna og farast yfir 30 manns á leið frá messu í Kaldaðarnesi í Flóa. 1810 Mexíkó lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni. 1940 Tvö íslensk skip, Arinbjörn hersir og Snorri goði, bjarga um 400 manns af franska flutningaskipinu Asca sem ferst á Írlandshafi eftir árás þýskrar flug- vélar. 1963 Lyndon B. Johnson, varaforseti Bandaríkj- anna, kemur til Íslands í opinbera heimsókn. 1970 Hussein, konungur Jórdaníu, setur herlög í landinu til að hindra palestínska uppreisnarmenn í að ná þar völdum. 1979 Minnisvarði er af- hjúpaður á Hólmavík um Hermann Jónasson ráðherra, sem í ára- raðir var þingmaður Strandamanna og Vestfirðinga. 1989 Erró, Guðmundur Guðmundsson listmálari, gefur Reykjavíkurborg tvö þúsund listaverk eftir sig og er þeim komið fyrir á Korpúlfsstöðum. Merkisatburðir Franska rannsóknarskipið Pourquoi-pas? lagði úr höfn í Reykjavík í blíðviðri þann 15. september 1936. Skipstjóri þess var vísindamaðurinn Jean-Baptiste Charcot sem siglt hafði á nokkrum skipum sama nafns í fjölmörgum rann- sóknarleiðöngrum sínum. Þegar skipið var komið út af Reykjanesi lenti það í ofsa- veðri og hraktist alla leið í Borgarfjörð þar sem það strand- aði á skerinu Hnokka. Allir fjörutíu skipverjar létu lífið utan einn sem lifði slysið af. Það sem eftir er af flakinu liggur enn í sjónum á tólf metra dýpi en margir munir hafa fundist úr því við leit kafara. Í Þekkingarsetri Suðurnesja er að finna sýninguna Heimskautin heilla þar sem ljósi er varpað á ævi og starf Charcots og slysið. n Þetta gerðist: 16. september 1936 Pourquoi-Pas? ferst undan Mýrum í Borgarfirði Boðið verður upp á sveppagöngu í Grasagarðinum í dag, á Degi íslenskrar náttúru. Líffræðingur segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri en á síðustu árum. arnartomas@frettabladid.is Í tilefni af degi íslenskrar náttúru fer fram sveppaskoðun í Grasagarði Reykja- víkur í hádeginu í dag. Þar mun Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson líffræðingur fræða gesti um lifnaðarhætti og fjöl- breytileika sveppa í stuttri göngu. „Við ætlum að tala um sveppi í alls konar formum og líka um það hvernig það er að vera sveppur,“ segir Jóhannes. „Ef sveppir gætu hugsað, hvað væru þeir að hugsa? Hver eru þeirra markmið og hverjar eru þeirra áskoranir í lífinu? Það er ef til vill eitthvað sem við getum spegl- að okkur í og annað sem við tengjum engan veginn við.“ Tilvistarhyggja á þannig stærri hlut í göngunni en í fyrstu mætti halda. En hvernig myndi maður þá hugsa ef maður væri sveppur? „Sveppir eiga í mjög f lóknum sam- skiptum hverjir við aðra. Þeir eru flestir samlífisverur og lifa ekki í tómarúmi heldur í samstarfi við aðrar tegundir,“ segir Jóhannes. „Þeir eru mjög pólitísk- ar verur og þurfa að vinna með réttum aðilum og stinga þá jafnvel stundum í bakið. Það er f lókið líf að vera sveppur, miklu flóknara en maður myndi halda.“ Flestir sveppir treysta að einhverju leyti á plöntur og er samlífi þeirra oft báðum í hag. „Sveppirnir gefa plöntunum þá vatn, steinefni og annað, en plönturnar ljós- tillífa og geta gefið sveppunum sykur og hitaeiningar til baka. Þetta er gott sam- starf.“ Þá hafa sumir sveppir farið í gegnum Hápólitískar samlífisverur Leitin að fugli ársins fór fram í annað skipti í ár þar sem Íslend- ingum bauðst að velja þann fugl sem þeim fannst eiga titilinn skilið. Niðurstöður liggja nú fyrir og ljóst er að maríuerlan er fugl ársins 2022. arnartomas@frettabladid.is Alls kepptu sjö fuglategundir um titil- inn í keppninni í ár sem Fuglavernd stendur fyrir og tóku um 2.100 manns þátt í kosningu á vefnum. Þar hlaut maríuerlan 21 prósent atkvæða en á eftir henni fylgdu himbrimi og auðnu- tittlingur með 14 prósent atkvæða hvor um sig. Maríuerlan er lítill og fallegur spör- fugl, grá á baki með svartan koll og bringu en hvít á kviðinn. Hún er farfugl og f lýgur til Vestur-Afríku á haustin en hér á landi má oft finna hana í kringum mannabústaði um vor og sumur. Þótt maríuerlan sér ekki eiginlegur ránfugl þá er hún í rauninni veiðidýr því hún tínir fiðrildalirfur, köngulær og önnur smákvikindi og er því mikilvæg í görðunum okkar til að halda góðu jafn- vægi í lífríkinu. „Fólk er virkilega hrifið af maríuerl- unni sem meðal annars endurspeglast í vinsælum mannanöfnum,“ segir Brynja Davíðsdóttir, verkefnastjóri hjá Fugla- vernd. „Persónulega þá vinn ég sjálf við keramik með handmáluðum fugla- myndum og þá koma oft bæði kvenna- og karlahópar og oftar en ekki er haft orð á því þegar maríuerlan kemur heim á hlað hjá þeim á vorin. Þær eru oft bara ein eða tvær, verpa í grennd og verða oft staðarfugl fólks.“ Maríuerlunni virðist Ísland ansi kært en Brynja segir að sem farfugl komi fuglinn tiltölulega snemma árs aftur til landsins og fari seint. „Það er enn þá Maríuerlan er fugl ársins Maríuerlan bar sigur úr býtum í vefkosningunni. MYND/INGI STEINAR GUNNLAUGSSON Markmið og áskoranir sveppa verða í brennidepli í Grasagarð- inum í dag. MYND/AÐSEND landbúnaðarbyltinguna, rétt eins og mennirnir. „Í staðinn fyrir að leita sér að trjám sem eru tilbúin að hýsa þá, þá fanga þeir litla þörunga sjálfir og nota í eigin landbúnaði. Þeir stýra hvernig þeir geta vaxið og éta allt sem kemur frá þeim. Sveppirnir eru frekar sniðugir.“ Jóhannes segir að áhugi Íslendinga á sveppum hafi aldrei verið jafnmikill og á síðustu árum. „Það eru ekki mörg ár síðan almenn- ingur fór fyrir alvöru að pæla í sveppa- tínslu sem einhverju sem fólk gerði áður fyrr ótilneytt,“ segir hann. „Í dag eru mörg þúsund manns á sveppahópum á Facebook og ég held að það mætti segja að fyrsta kynslóð af borgaravísinda- sveppafræðingum sé að verða klár í slaginn.“ Sveppagangan hefst klukkan 12 við aðalinngang Grasagarðsins og þátttaka er ókeypis. n stöku maríuerla trítlandi um í kringum hjá mér, sem mér þykir mjög vænt um að sjá,“ segir hún. Góð þátttaka í vef kosningunni bendir til þess að Íslendingar séu ágæt- lega mikið fuglafólk. „Ég held það séu kannski tveir hópar af fuglaáhugafólki á Íslandi. Annars vegar er fólk sem hefur mikinn áhuga á fuglum og þekkir til og svo hins vegar hópurinn sem hefur áhuga en hefur ekki fengið mikla fræðslu og veit ekki alveg hvar hann ætti að fá frekari upp- lýsingar til að verða færara í að þekkja algengustu fuglana,“ segir Brynja. „Við höfum verið að reyna að mat- reiða þetta á aðeins aðgengilegri hátt á heimasíðunni okkar hjá Fuglavernd heldur en bara hávísindalega og tókum fyrir tuttugu tegundir til að byrja með á fuglavernd.is.“ n TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 16. september 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.