Merkúr - 01.09.1939, Page 66

Merkúr - 01.09.1939, Page 66
64 hjer völ á allskonar skólum. En hið opinbera getur ekki gert betur en gefa mönnum kost á að nema þar; það er alveg undir manni sjálfum komið, hvort hann vill færa sjer það í nyt. Á skólaárunum má maður ekki slá slöku við, heldur læra eins mikið og unt er. Menn geta líka aflað sjer sjálfsmentunar. Menn geta notað kvöldin til þess, þótt þeir hafi allan daginn unnið í verksmiðju, í húð eða skrifstofu. En það vil jeg brýna fyrir þjer, að læra fvrsl tungumál, einkum ensku og þýsku. Helgaðu því námi, þótt ekki sje meira en 10 mínútur á dag. Þótt þú lærir lítið í senn, þá safnast þegar saman kemur. Það klingir oft við: Gerðu Möllers-æfingar í 10 mínútur á hverjum degi. Jeg vil bæta við: Lestu framandi tungumál í 10 mínútur á hverjum degi. Það er alveg ótrúlegt, hvað menn geta lært mikið á þann liátt. Hafðu altaf litla kenslubók í vasa þínum og líttu í liana i hvert sinn, sem þú hefir tima til. Og komdu þjer svo í kynni við útlend- inga, og talaðu þeirra mál við þá. Kærðu þig ekkert um það, þótt þú talir ambögulega. Ef iilegið er að þjer, þá ldæ þú líka. Útlendingum þjTkir altaf vænt um að mega tala sitt eigið tungumál, og þeir munu leiðrjetta þig. Hverj - um útlending þykir vænt um hvern þann, sem metur þjóð hans svo mikils, að vilja læra mál hennar. Og áður en þú veist af, ertu farinn að taia málið sæmilega. Ef þú rekst á eitthvað í námi þínu, sem þjer finst þjer ofvaxið, þá sýndu það að þú hefir fullan vilja á því, að gefast aldrei upp. Maður á aldrei að hætta við hálfnað verk. Einu sinni hafði jeg skrifað ljelegan stíl, en kennari minn skrifaði neðan á hann þennan málshátt úr sans- krít: „Að byrja ekki á einhverju er lnnn f}Trsti vísdómur, en hafi maður byrjað á einhverju, þá að ljúka því, það er hinn annar vísdómur“. Ef þjer finst að þú getir ekki lært eitthvað, þá minstu orða Grants hershöfðingja: „Get ekki, það finst ekki í orðabók minni.“ Vertu iðinn við námið, og eins við starf þitt seinna í lifinu. Geymdu aldrei til morguns það, sem þú getur gert

x

Merkúr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Merkúr
https://timarit.is/publication/1691

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.