Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 2
Salan hjá ÁTVR var 1.273 lítrar fyrstu níu mánuði ársins. HAMRABORG 20 - SÍMI 578-9888 Fyrir pilta 13 – 16 ára 26. júlí - 2. ágúst 2023 NÁNAR Á VISITOR.IS Nasistaskjölum skilað til Þjóðverja Fulltrúar Þjóðskjalasafnsins tóku á móti Michael Hollmann, forseta Sambandsskjalasafns Þýskalands, í gær til að skila gömlum opinberum skjölum aftur til heimalandsins. Um er að ræða skjöl sem Werner Gerlach, ræðismaður Þjóðverja á Íslandi frá 1939 til 1940, hafði undir höndum. Þar sem Gerlach var sann- færður nasisti kann innihald skjalanna að vera miður fallegt, en meðal þeirra er kvittun fyrir blómakaupum á afmælisdegi Hitlers. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Bikarsigur Víkinga á laugardag var litaður af ljótri hegðun áhorfenda sem kveiktu á blysum, hlupu inn á völlinn og voru með svívirðingar gagnvart sjálfboðaliðum sem sinntu gæslu. Hegðunin verður tekin fyrir á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og má félagið eiga von á þungri sekt. benediktboas@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Eftirlitsmaður KSÍ á bik- arúrslitaleiknum um helgina skilaði af sér skýrslu til sambandsins í gær og mun aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurða í dag um skrílslæti Víkinga. Búast má við að félagið fái sekt en kveikt var á blysum í stúkunni og einstaklingur hljóp inn á völlinn. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið harmar mjög framkomu einstakra stuðnings- manna sem settu ljótan svip á leik- inn. Öll gæsla á leiknum var í höndum KSÍ og komu félögin þar hvergi nálægt. Magnús Kristinsson, sem var í gæslunni á leiknum sem sjálf- boðaliði fyrir björgunarsveitirnar, skrifaði færslu á Facebook sem hefur farið víða og var meðal annars deilt inn í hverfasíðu 108, heimahverfi Víkinga. Þar segir Magnús að hann muni ekki taka þátt í gæslu á fleiri bikar- leikjum meðan öryggi gæslufólks verði ekki betur tryggt af KSÍ. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að þó langflestir hafi verið að skemmta sér vel og fallega hafi skemmdu eplin verið of mörg. „Ég er ekki tilbúinn að taka að mér svona á meðan öryggi mitt og minna félaga er ekki tryggt. Ég upplifði mig ekki öruggan. Úrskurðað um skrílslætin í Laugardal á fundi KSÍ í dag Slys og sektir Öll notkun blysa er strang- lega bönnuð á leikvöngum á Íslandi. Árið 2013 slasaðist ungur áhorfandi á leik í neðri deild eftir að stuðn- ingsmaður kveikti á blysi í áhorfendastæði. Þá skrifaði KSÍ yfirlýsingu þar sem sagði að slysið sýndi hversu mikil hætta getur skapast í námunda við blysin. Marek Czeski þurfti að greiða Stjörnunni rúmlega 1,2 milljónir króna vegna atviks á leik liðsins gegn Lech Poznan árið 2014. Marek hljóp þá inn á völlinn en var hent út skömmu síðar. Stjarnan fékk sekt frá UEFA upp á 1,2 millj- ónir fyrir atvikið. Víkingur sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem félagið harmar mjög fram- komu einstakra stuðningsmanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Ég var samt ekki í verstu aðstæð- unum. Félagar mínir sem voru uppi í stúkunni voru í verri málum en ég,“ bætir Magnús við. Hann segir að rusl og svívirðingar hafi f logið yfir gæsluliðið með reglulega milli- bili. Kveikt hafi verið á blysum og hlaupið inn á völlinn. „Það var umræða eftir leik um að hegðun á þessum úrslitaleikjum sé að fara versnandi. Séu myndirnar skoðaðar má sjá lítil börn í þessum hóp. Ég spyr hreinlega hvar foreldrarnir voru.“ Hann bendir á að flestir á leiknum hafi verið þarna til að hvetja sitt lið og skemmta sér. „En þau sitja eftir þessi skemmdu epli.“ Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, vildi lítið bæta við yfirlýsinguna. „Það er auðvitað óásættanlegt að haga sér svona gagnvart fólki sem er að sinna sjálfboðaliðastörfum.“ n bth@frettabladid.is NEYTENDUR Áfengissala hjá ÁTVR var 1.273 lítrar fyrstu níu mánuði ársins, 10 prósentum minni en fyrstu níu mánuði ársins 2021 þegar hún var 1.420.000 alkóhóllítrar. Þetta staðfestir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, í samtali við Fréttablaðið. Um óbirtar tölur er að ræða. Athygli vekur að samdrátturinn á sér stað á sama tíma og metfjöldi ferðamanna hefur heimsótt Ísland. Hlutur þeirra  í neyslunni  liggur þó ekki fyrir  að sögn Sigrúnar. Hún segist ekki hafa aðrar skýringar á samdrættinum en þær að margir Íslendingar fóru í ferðalög út fyrir landsteinana á þessu ári og hafi þá ekki keypt áfengi innanlands á meðan. Þá hafi Covid-árin hér á landi verið mikil drykkjuár. Fríhöfnin var meira og minna lokuð í Covid. Áætluð markaðshlut- deild hennar er um 14 prósent. n Áfengissala minnkaði um tíu prósent milli ára Nýir bílar seljast eins og heitar lummur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ser@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Sala nýrra fólks- bíla hefur aukist um ríflega þrjátíu prósent fyrstu níu mánuði ársins samanborið við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í samantekt Bílgreinasambandsins. Þar kemur fram að í ár hafa selst yfir þrettán þúsund nýir fólksbílar samanborið við tæplega tíu þúsund fólksbíla í fyrra. Sala fólksbíla hélt áfram að aukast í nýliðnum september, en þá voru tæplega tólf hundruð nýir bílar skráðir á götuna. n Sala fólksbíla eykst hratt Tæplega 1.200 nýir bílar voru skráðir í september. 2 Fréttir 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.