Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 36
Ég sem ekki lög nema þau séu persónuleg. Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM með og án rafmagns lyftibúnaði Komið og skoðið úrvalið Hvað er að frétta af Idol? Þóra Björg Clausen dagskrárstjóri Stöðvar 2 „Þetta er búið að ganga alveg rosa- lega vel,“ segir Þóra Clausen, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Dómarar eru þau Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst, Bríet og Herra Hnetusmjör. „Við fengum gríðarlega mikið af innsendingum þar sem fólk sendi okkur sína prufu. Svo fórum við hringferð um landið og fengum fólk í prufu, svo það gekk rosalega vel að finna hæfileikana. Í síðustu viku vorum við með fyrstu upptökur með dómurum. Þar fékk fólkið sem komst í gegn- um fyrstu síuna að hitta dómarana og þar með hófust formlega tökur. Því stigi er núna lokið og kepp- endur mæta næst í prufu í Salinn í Kópavogi nú í nóvember. Svo fara þættirnir í sýningu 25. nóvember. Við munum sýna fjóra þætti fyrir jól og höldum áfram. Við vonum auðvitað bara að fjölskyldan sam- einist yfir þessum þáttum!“ segir Þóra. Hún segir aðspurð nokkur hundruð manns hafa tekið þátt í prufunum. „Svo voru það svona um hundrað manns sem komust í gegnum fyrstu síuna og voru boð- aðir í gegnum dómaraprufu. Svo þegar niðurskurðinum í Salnum er lokið fer hópurinn áfram sem mun keppa í beinni útsendingu.“ Þóra segir ekki leyndarmál hvar úrslitin verða tekin upp og sýnd í beinni, þó það verði ekki Vetrargarðurinn í Smáralind eins og síðustu ár. „Það er stúdíóið í Gufunesi. Við tókum upp Allir geta dansað þar og Eurovision hefur verið tekið upp þar, þannig það er hægt að gera flott show þar.“ n Hundruð vilja vera næsta Idol-stjarna Íslands n Lykilspurningin Natan Dagur Benediktsson hefur gefið út nýja smáskífu, með laginu Holding on. Um er að ræða hans annað frum- samda lag síðan hann sló í gegn í Noregi í fyrra. odduraevar@frettabladid.is „Ég sem ekki lög nema þau séu per- sónuleg,“ segir Natan Dagur um nýja lagið sitt, Holding on. Um er að ræða annað lagið sem Natan gefur út og er frumsamið af honum en í mars síðastliðnum gaf hann út lagið Stuck in Time. Natan Dagur er búsettur í Noregi og vakti mikla athygli í fyrra þegar hann tók þátt í norsku raunveru- leikaþáttunum The Voice. Hann segist hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð við nýjasta laginu sínu og fer ekki í grafgötur um að þar opni hann sig upp á gátt. „Það er í raun það sem mig hefur alltaf langað að gera. Að skrifa um mikilvægar tilfinningar og hugsanir sem ég hef haft,“ útskýrir Natan. Hann segir nýja lagið tengjast því gamla órjúfanlegum böndum. „Í fyrra laginu syng ég um tilfinn- ingu sem ég hef fundið mjög lengi og sem hefur haft mjög mikil áhrif á mig sem persónu og líf mitt. Að líða eins og maður sé alltaf í sama spori og að maður komist ekki neitt. Að fara að sofa og vakna og gera nákvæmlega það sama og upplifa að maður hafi í raun engan tilgang,“ segir Natan Dagur einlægur. „Holding on er í raun, ef svo má segja, svarið við þeirri tilfinningu. Þó mér hafi liðið eins og ég væri allt- af á vitlausum stað þá hélt ég samt fast í trúna, jafnvel þó að á tímabili hafi mig ekki einu sinni langað að reyna. Ég minnti mig á hvað ég hafði verið stutt í sársaukanum miðað við mína lífstíð og þess vegna þurfti ég bara að halda fast í vonina og trúna um að hlutirnir yrðu betri á end- anum.“ Draumur Faðir Natans hefur áður rifjað upp í blaðinu hvernig Natani var strítt fyrir sönginn og hvernig hann lagði sönginn á hilluna í langan tíma eftir þá upplifun. Nú vinnur hann við sönginn og spurður um hvernig tilfinning það sé, stendur ekki á svörum. „Þetta er bara draumur. Ég er með fullt af skemmtilegum verkefnum í pípunum og svo stefnir maður á að gefa út plötu á næsta ári,“ segir Natan Dagur sem segir sýn sína á tónlistarheiminn hafa breyst eftir að hafa slegið í gegn. „Þetta er dálítið eins og að vera hrifinn af galdrabrögðum og fá svo að vita hvernig þau eru gerð,“ segir hann hlæjandi. „Þetta er svona með flest,“ segir Natan sem segist þó alls ekki við það að fá nóg af tónlistinni. „Nei, það er ég ekki. Þetta snýst um hvernig þú sinnir þessu. Ég skrifa bara lög þegar ég faktískt finn fyrir einhverju, af því að ef þú ert bara inni í stúdíói til að vera inni í stúdíói þá missirðu náttúrulega bara gleðina.“ n Natan missti aldrei trúna á að hlutirnir yrðu betri Natan starfar nú við að gera það sem hann elskar: að syngja og semja tónlist. MYND/AÐSEND 16 Lífið 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.