Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, „Við þjónustum bæði einstaklinga og verktaka með innréttingar í íbúðarhúsnæði, sumarbústaði sem og opinberar stofnanir,“ segir Guðrún Ýr Erlingsdóttir, tækni- teiknari og innréttingaráðgjafi hjá BYKO og JKE. JKE innréttingarnar eru fram- leiddar úr timbri sem kemur allt úr sjálfbærum evrópskum skógum og 96% af þeim viði eru vottuð. Því eru innréttingarnar afar umhverf- isvænn kostur. „Innréttingarnar eru í stöðluð- um stærðum en við bjóðum einnig sérsmíðaða skápa eftir málum. Það er hægt að aðstoða fólk með hvaða rými sem er og eftir þess þörfum,“ segir Guðrún „Það er líka mjög mikill kostur að innréttingarnar koma sam- settar, það er að viðskiptavinurinn þarf ekki að byrja á því að setja skápana saman. Þeir fara einfald- lega strax upp. Afhendingartími er frekar stuttur miðað við sérsmíð- aðar innréttingar,“ segir Guðrún Ýr en afgreiðslutíminn er 6–10 vikur frá pöntun. Fellur vel að umhverfisstefnu „Þegar kemur að umhverfismálum þá passar JKE líka upp á að allt ferlið sé eins umhverfisvænt og mögulegt er. Rafmagnið sem notað er við framleiðslu er til að mynda fengið frá vindmyllum. Þessi aðferðafræði fellur vel að umhverf- isstefnu BYKO,“ segir Guðrún Ýr en þess má geta að hnífaparabakk- arnir í eldhúsinnréttingunum eru úr 78% trefjum sem unnar eru úr plöntum, þar á meðal hampi. Spurð hvað sé það nýjasta hjá JKE segir Guðrún: „Það nýjasta hjá þeim er aukið úrval innréttinga sem nota má í hús sem eru vottuð af Svaninum og líka BREEAM sem er eitt elsta og þekktasta vistvottunarkerfi í heimi fyrir byggingar. Það eru líka komnir nýir litir í sprautulökkuðu Trend-línunni og þess má líka geta að viðskipta- vinir geta pantað innréttingar í f lestum litum í RAL-litakerfinu og því verður innréttingin þín auðveldlega einstök. Einnig má nefna línu sem heitir Woodland, eikarspónlögð innrétting sem búið er að fræsa í óreglulega til að ná fram fjölbreytileika skógarins, sem einnig er innblástur línunnar sem varð til með samstarfi arkitekta- stofunnar Njordrum og JKE.“ Flott útlit á hlýjum litum með mjúku yfirbragði. Hér blöndum við Nordic Silk Greige við Nordic One Linoleum ásamt reyktri eik. MYNDIR/AÐSENDAR Nýr litur í sprautulökkuðu trend-línunni. Hann heitir Varmgra og má fara inn í hús sem vottuð eru af Svaninum og BREEAM. Hér er Nordic Woodlands-lín- an í náttúrulegri eik og svartri eik ásamt því að hafa háu skápana klædda með linoleum. Hnífapara- bakkarnir í eldhúsinnrétt- ingunum eru úr 78% trefjum sem unnar eru úr plöntum, þar á meðal hampi. Nordic Craft í náttúrulegri eik inn á baðherbergi með gler- skáp klæddum með eikarspóni og hlýrri lýsingu. Finnum fyrir trausti fólks „Það er ótrúlega skemmtilegt að fá fólk hingað til okkar og fá að hjálpa því að hanna sitt eldhús eða baðherbergi. Það eru stórar ákvarðanir í lífi fólks að breyta eld- húsinu sem oftar en ekki er hjarta heimilisins. Við finnum fyrir trausti fólks til að gera þetta sem er frábært og gefandi,“ segir Guðrún og bætir við: „Það besta við það að kaupa inn- réttinguna í BYKO er að hjá okkur færðu allt annað sem þú þarft til að klára framkvæmdirnar, svo sem gólfefni, málningu, lýsingu, blönd- unartæki og jafnvel borðbúnað- inn. Við teiknum og hönnum fyrir fólk bæði í tvívídd og þrívídd og við getum jafnvel sett inn gólfefnið þannig að fólk sjái þetta í réttu ljósi, sem hjálpar klárlega við það að taka ákvörðun um framhaldið. Svo er einfalt mál að panta tíma í innréttingaráðgjöf á byko.is ásamt því að við bjóðum líka upp á lita- og framkvæmdaráðgjöf,“ segir Guðrún Ýr. n 2 kynningarblað 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURELDHÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.