Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 1
Þetta er áminning fyrir
okkur sem samfélag.
Guðbjörg Páls-
dóttir formaður
Félags íslenskra
hjúkrunarfræð-
inga
2 2 0 . T Ö L U B L A Ð 2 2 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s Þ R I Ð J U D A G U R 4 . O K T Ó B E R 2 0 2 2
Tungumálið og
vídeólistin
Natan missti
aldrei trúna
Menning ➤ 14 Lífið ➤ 16
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur
Allt að 544 km drægni (WLTP) Fæst einnig fjórhjóladrifinn!
Enyaq iV
Alrafmagnaður
Áb. Sigurður Gunnlaugsson löggiltur fasteignasali
520 9595
Við styrkjum Bleiku slaufuna
Álag í starfi og launakjör eru
meginástæða þess að mikill
meirihluti starfandi hjúkr-
unarfræðinga hefur íhugað
að hætta störfum á síðustu
tveimur árum.
ser@frettabladid.is
KJARAMÁL Tveir af hverjum þremur
starfandi hjúkrunarfræðingum hér
á landi hafa íhugað af alvöru að
hætta störfum á síðustu tveimur
árum, samkvæmt nýrri og viða-
mikilli könnun Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, en svör bár-
ust frá hátt í tvö þúsund félags-
mönnum.
„Það sem vekur athygli í þessari
könnun er að yfir sextíu prósent
segjast almennt ánægð í starfi, en
samt hafa svo margir hugleitt að
láta gott heita,“ segir Guðbjörg Páls-
dóttir, formaður félagsins. „Fólki er
hlýtt til fagsins, en aðstæður eru að
buga það,“ bætir hún við.
Alls voru 2.080 félagsmenn
spurðir í könnuninni og þar af
bárust svör frá 1.904, en 176, eða
8,5 prósent, svöruðu ekki. Af þeim
sem svöruðu kváðust 1.272, eða
66,8 prósent, hafa íhugað af alvöru
að hætta í starfi á síðustu tveimur
árum, en 632 sögðust ekki hafa gert
það, eða 33,2 prósent.
Meginástæða þess að hjúkrunar-
fræðingar íhuga að hætta störfum
er álag í starfi, en 42 prósent af
Sjötíu prósent hjúkrunarfræðinga
hafa íhugað að hætta störfum
þeim hópi nefndu það. Ívið færri,
eða 33,7 prósent, sögðu að til-
drögin mætti rekja til launakjara,
11,1 prósent bar við bágum stjórn-
unarháttum.
Þá vekur athygli að 75 manns,
eða 5,9 prósent, sögðu að ógn við
öryggi þeirra á vinnustað hefði
vakið upp fyrrgreindar hugmyndir
um að láta af störfum.
„Könnunin af hjúpar aðstæður
fagfólksins,“ segir Guðbjörg. „Yfir
fimmtíu prósent svarenda segja að
þau hafi sjaldan, stundum eða aldr-
ei talið sig geta tryggt lágmarks-
öryggi sjúklinga í upphafi vaktar.
Þetta er áminning fyrir okkur sem
samfélag,“ segir Guðbjörg Páls-
dóttir. n
LÖGREGLUMÁL Maður á fimmtugs-
aldri lést eftir árás með eggvopni á
Ólafsfirði í fyrrinótt. Lögreglan á
Norðurlandi eystra handtók fjóra
vegna málsins og fór fram á gæslu-
varðhald yfir þremur þeirra.
Bæjarbúar á Ólafsfirði segja hinn
látna hafa verið gestkomandi í hús-
inu og hafa tengst hinum handteknu.
„Við erum harmi slegin öll sem
eitt,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir
bæjarstjóri Fjallabyggðar. SJÁ SÍÐU 4
Manndráp
á Ólafsfirði
Við erum harmi slegin
öll sem eitt.
Sigríður Ingvarsdóttir,
bæjarstjóri Fjallabyggðar
Kyrrðarstund fór fram í Ólafsfjarðarkirkju í gærkvöldi vegna manndrápsins í fyrrinótt. Samfélagið á Ólafsfirði, sem telur aðeins á áttunda hundrað íbúa, er slegið vegna málsins. MYND/HELGI JÓNSSON