Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Þannig er fjöl- skyldum skilað aftur út í sam- félagið sem betri ein- staklingum og þéttari einingu. Verst er þó að gjalda- hækkan- irnar koma harðast niður á tekjulægri heimilum sem verja hæstu hlut- falli tekna sinna til neyslu. Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Sam- fylkingarinnar Mánaðarleg útgjöld fjölskyldu með tvö börn sem býr í eigin húsnæði og er með 50 milljóna króna lán hefur hækkað um 128.607 krónur á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá verðlags- eftirliti ASÍ þar sem lagt er mat á áhrif verðbólgu og vaxtahækkana eftir heimilisgerð. Kaupmáttur rýrnar, hlutfall þeirra sem búa við íþyngjandi hús- næðiskostnað fer hækkandi og ójöfnuður vex milli ára. Það er undir þessum kringumstæðum sem ríkis- stjórn Katrínar Jakobsdóttur ætlar að láta opin- beran stuðning við barnafólk og skuldsett heimili rýrna að raunvirði og hækka f löt krónutölugjöld á almenning miklu meira en venjan er. Þarftu að keyra til og frá vinnu? Ertu í veitingarekstri? Notarðu neftóbak? Þá ætlar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að hækka gjöldin þín. Gallinn við þessa nálgun í glímu við verðbólgu er sá að í fyrstu leka gjaldahækkanirnar beint út í verð- lagið og hækka vísitölu neysluverðs, þvert á það sem að er stefnt. Verst er þó að gjaldahækkanirnar koma harðast niður á tekjulægri heimilum sem verja hæstu hlutfalli tekna sinna til neyslu. Þannig eru sömu hóparnir og finna sárast fyrir verðbólgunni líka látnir bera allan herkostnaðinn af baráttunni gegn henni. Philip Lane, aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, hefur lagt til að ríkisstjórnir skattleggi frekar stöndugustu fyrirtækin og efnamesta fólkið. Þannig megi skapa svigrúm í hagkerfinu til að skýla tekjulægri hópum fyrir áhrifum verðbólgunnar. Þetta er leiðin sem við í Samfylkingunni leggjum til að verði farin í þingsályktunartillögu okkar um samstöðuaðgerðir á verðbólgutímum; að vaxta- og barnabótakerfinu verði beitt með markvissum hætti til að styðja við heimili sem þurfa á stuðningi að halda og að unnið verði gegn þenslu með sann- gjörnum sköttum á hæstu tekjur og hvalrekagróða. Það er góð velferðarpólitík og góð hagstjórn. n Herkostnaðurinn lendir á hinum tekjulægri KAUPUM BLEIKU SLAUFUNA Sýnum lit á bleikaslaufan.is og á sölustöðum um allt land 1. – 20. október LíFIÐ E AÐ VERÐA BUMBULT Á JÓLUNUM Við rótgróna íbúðagötu í bænum stendur reisulegt Sigvaldahús og virðist að utan ekki ólíkt öðrum fjölskylduhúsum í borginni. Innan veggja er þó ekki alveg hefðbundið heimilishald. Húsið, sem kallað er Mánaberg, er úrræði Barnaverndar Reykjavíkur fyrir börn á aldrinum 0 til 12 ára sem eiga ekki í önnur hús að venda. Ástæður dvalar þessara barna eru erf- iðar aðstæður heima fyrir og getur dvölin verið allt frá einum sólarhring upp í nokkra mánuði. Allt að sjö börn dvelja í húsinu hverju sinni og að dvöl lokinni fara þau heim til sín, til ættingja eða í fóstur, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Í fullkomnum heimi væri slíkt heimili ekki til – þess væri ekki þörf – en í okkar ófullkomna en ágæta heimi finnast slík úrræði um allt. Þú, lesandi, hefur heyrt um þau, lesið eða séð í kvikmyndum en færri hafa upplifað þau á eigin skinni. Undanfarinn áratug hefur Mánaberg þó haft ákveðna sérstöðu, því að í um helmingi tilvika dvelur foreldri þar ásamt barni sínu eða börnum í svokallaðri greiningar- og leiðbeining- arvistun sem stendur almennt í sex til átta vikur. Foreldrið fær þar stuðning til að gera betur, það fær fræðslu í uppeldisfærni og fjölskyldunni er hjálpað við að efla tengslin sín á milli. Þannig er fjölskyldum skilað aftur út í samfélagið sem betri einstaklingum og þéttari einingu. Í helgarblaði Fréttablaðsins um liðna helgi mátti lesa sögu Ásdísar Laxdal Jóhannesdóttur sem dvaldi í Mánabergi ásamt ungum sonum sínum í fjóra mánuði. Saga Ásdísar er lituð fíkn og sorgum, hún er saga konu sem átt hefur erfitt með að fóta sig í lífinu, en líka saga móður sem elskar börnin sín og vill gera betur. Með dvöl í Mánabergi fékk hún tækifæri til þess. Hún fékk handleiðslu, aðstoð og verkfæri til að verða hæfari manneskja og þannig hæfari móðir. Árið 2021 bárust Barnavernd 4.954 tilkynn- ingar. Árið 2021 dvöldu 83 einstaklingar í Mána- bergi og er bæði starfsemi og húsnæði komið að þolmörkum. Undirbúningur að byggingu nýs húsnæðis sem betur hentar fyrir starfsemina er hafinn en samkvæmt ársskýrslu síðasta árs fór kostnaður Barnaverndar 487 milljónir yfir áætlun. Það er því ljóst að á brattann verður að sækja með slíkar framkvæmdir en meginskýr- ing frávika í rekstri Barnaverndar er kostnaður sem hlýst af vistun barna utan heimilis í ýmiss konar úrræðum. Það er því beinlínis þjóðhagslega hagkvæmt að verja meiri fjármunum í þennan málaflokk og skila einstaklingum hæfari út í samfélagið, með sterkari stoðir og tilbúnari í áskoranir lífsins. n Verndarar barna benediktboas@frettabladid.is bth@frettabladid.is Bensínbílar búnir Landsmenn virðast frekar kaupa sér rafmagnsbíl en gamla góða og trausta bensínhákinn. Þó eru enn 13,3 prósent þeirra sem hafa keypt sér nýjan bíl í ár sem ákváðu að velja sér bensínbíl. Í tilkynningu Bílgreinasambands- ins segir að hlutfall rafmagnsbíla sé hæst þegar heildarsala eftir orkugjöfum er skoðuð, eða 27,8 prósent. Tengiltvinnbílar koma þar á eftir með 24,24 prósent, hybrid er 19,14 prósent, dísil- bílar 15,49 prósent og bensín rekur lestina með fyrrnefnd 13,3 prósent. Lasin heima Skrifstofa Ríkislögmanns er opin alla daga frá 8.30 til 16. Svo segir símsvari stofnunarinnar ef hringt er. Verra er að eftir skila- boðin rofnar símtalið. Þótt aftur sé hringt rofnar sambandið jafn- harðan á ný. Sú er að minnsta kosti raunin þegar blaðamenn á Fréttablaðinu hringja í stofnun- ina. Einnig er bagalegt að starfs- maður segi Ríkislögmann lasinn heima, sama dag og til hennar spyrst við að halda erindi á fundi úti í bæ. Vonandi telur Ríkislög- maður að stofnanir ríkisins geti ekki endalaust vikið sér undan upplýsingagjöf til almennings. Það er nefnilega almenningur sem greiðir laun starfsmanna Ríkislögmanns. n SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.