Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 28
Eldhúsverkin eru skemmtilegri þegar skipulagið er gott. thordisg@frettabladid.is Reglubundin tiltekt og þrif í eld- húsinu auka ánægju og vellíðan íbúanna. Af og til þarf að taka til í eldhússkápunum og henda því sem er fallið á tíma, þvo það sem safnað hefur fitu og ryki, og losa sig við tæki og tól sem eru aldrei notuð, því það er óþarfa eyðsla á skápaplássi. Komum þeim frekar á betri stað þar sem þau nýtast einhverjum. Geymum einungis áhöld og tæki á borðinu sem notuð eru daglega. Geymum borðbúnað og áhöld nálægt þar sem það er notað. Skurðarbretti, hnífa og f lysjara nálægt ruslafötunni. Glös nálægt ísskápnum og svo fram- vegis. Hlutir sem notaðir eru einu sinni á ári, svo sem í jólabakstur, ættu að vera geymdir í geymslu. Munum að merkja innihald. Setjum plastfilmu á efri skápa sem ná ekki upp í loft. Þá þarf ekki að skrúbba fituna af heldur einfaldlega skipta um plastfilmu öðru hvoru. Notum innanverðar skápa- hurðir til að hengja upp áhöld með festingum eða krókum. Sumir skápar nýtast illa því það er of langt á milli hillna en hægt er að kaupa hilluefni og setja auka- hillur í skápa. n HEIMILD: LEIDBEININGASTOD.IS Fínt í eldhúsinu sandragudrun@frettabladid.is Fljótleg aðferð til að skera út fal- lega jafna kartöflubáta er að nota eplaskera. Byrjið á að skera aðeins af enda kartöflunnar til að hún standi betur á borðinu. Svo er bara að þrýsta eplaskeranum í gegnum kartöfluna. Ef deigið hefast illa þegar þú ert að baka, er sniðugt að skella því inn í ofn, en ekki kveikja á ofninum. Til að fá hita í ofninn er gott að setja pott með sjóðandi vatni á neðstu grindina og deigið á næstu grind fyrir ofan. Deigið ætti að hefast hraðar. Til að forða ísnum frá að bráðna ef leiðin heim úr búðinni er löng, má vefja ísdollunni inn í bólu- plast og ísinn helst frosinn í marga klukkutíma. En ekki henda bólu- plastinu, endurnýtið það aftur og aftur. n Eldhúsráð  Fallegt eldhús er mikil heimilisprýði. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Áður en ráðist er í að skipta út eld- húsinu þarf að taka margar ákvarð- anir. Fólk þarf að gefa sér tíma til að skoða mismunandi birgja og fá inn- blástur, jafnvel þótt fjárhagsáætl- unin leyfi ekki mjög dýra innrétt- ingu. Oft skipta smáatriðin mestu máli og þess vegna er gott að hafa innanhússhönnuð með sér í skipu- laginu. Einnig er gott að setja þarfir sínar á blað, hvað er það sem ég vil hafa í kringum mig í eldhúsinu? Eldhúsið þarf að hugsa til fram- tíðar. Innréttingin þarf að duga næstu áratugina. Gott vinnupláss er mikilvægt og sömuleiðis að hafa ekki langt á milli eldavélar og vasks- ins. Það þarf að vera góður skápur fyrir potta og pönnur, sömuleiðis fyrir endurvinnslutunnur. Þegar litur er valinn getur verið flókið að velja. Einnig hvernig útlit höfðar til manns, á að vera sveitarómantík í loftinu eða mínímalskur stíll? Ekki ætti þó að hlaupa eftir tískustraumum. Taktu með þér sýnishorn heim og skoðaðu hvernig liturinn hentar birtunni á heimil- inu. Grár litur getur til dæmis verið öðruvísi í stórri verslun en í litlu eldhúsi. Hann gæti allt eins litið út sem blár þegar komið er heim. Góð lýsing í eldhúsinu er nauðsynleg. Á meðan unnið er í eldhúsinu þarf sterkt vinnuljós en þegar hægist um er gott að hafa kósí lýsingu með dimmer. n Þegar skipt er um eldhúsinnréttingu Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. Virka daga 10–17 Laugardaga 11-15 20% afsláttur af öllum innréttingum út október. H j a r t a h e i m i l i s i n s Við hönnum innréttingar að þínum þörfum. 8 kynningarblað 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURELDÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.