Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 16
Starri Freyr Jónsson starri @frettabladid.is Nýlega lauk María Péturs- dóttir miklum breytingum á eldhúsi sínu. Svarti liturinn fær heldur betur að njóta sín og rýmið er núna meira í stíl við hæðina. María Pétursdóttir frá Vest- mannaeyjum lifir og hrærist í heimilispælingum og hönnun að eigin sögn. Nýlega fór hún, ásamt eiginmanni sínum, í miklar fram- kvæmdir í eldhúsinu en hjónin keyptu húsið árið 2007. „Við eigum stórt hús á þremur hæðum sem er um 420 fermetrar plús ris. Þegar við keyptum húsið var allt eins og það leggur sig rifið út enda hafði lítið verið gert frá því það var byggt um 1943. Sem dæmi var eldhúsið lokað rými með einni hurð. Á þeim tíma settum við upp hvíta háglans eld- húsinnréttingu frá Kvik. Þetta var vönduð og góð innrétt- ing sem hefur staðið í eldhúsinu í fimmtán á og er enn í 100% standi. Mig langaði samt að skipta yfir í dekkri innréttingu í stíl við afganginn af hæðinni.“ Eldri innrétting nýtt Hún segist vera nýtin og því hafi ekki komið til greina að henda út eldri innréttingunni. „Enda var hún í fullkomnu lagi og skúffur og skápar alveg eins og þeir eiga að vera. Ég vildi láta filma hana með svartri viðarfilmu og lét fag- fólk um verkið því þetta var ekki hugsað sem bráðabirgðalausn.“ Hjónin tengdu gegnheila hnotu- borðplötu við eyjuna sem var fyrir í eldhúsinu sem áður gegndi hlut- verki borðstofuborðs. „Hún var pússuð upp og olíuborin og leit þá út eins og ný. Auk þess létum við sérsmíða fót undir hana.“ Mjög sátt við útkomuna María setti veggfóður á eldhús- vegginn og setti vörn yfir svo auð- velt væri að þrífa hann. „Einnig skipti ég út efri skápnum því ég vildi hafa hann hærri og svartan að innan. Háfurinn fékk að fjúka og við keyptum tvo nýja ofna, ný ljós og ný sæti á stólana en notuðum fæturna áfram enda úr hnotu sem er gegnumgangandi í húsinu á gólfum. Svo skiptum við út minni raftækjum fyrir svört tæki.“ Framkvæmdirnar tóku um hálft ár enda unnar í smáum skrefum yfir tímabilið. „Loka- skrefið var að filma eldhúsinn- réttinguna og þá var allt klárt. Ég er sjúklega sátt við þessa útkomu og enn sáttari við að getað nýtt það sem fyrir var sem þýddi bæði minna rask á heimilinu og mun minni útgjöld.“ n Svart og svalt eldhús í Vestmannaeyjum Minni raftækjum var skipt út fyrir svört tæki. Svarti liturinn er allsráðandi í nýja eldhúsinu. Efri skápum var skipt út því hjónin vildu hærri skáp. Háfurinn fékk einnig að fjúka. MYNDIR/AÐSENDAR Nýjar sessur voru settar á stólana en fæt- urnir, sem eru úr hnotu, fengu að halda sér. Fjárfest var í tveimur nýjum svörtum ofnum sem falla skemmtilega inn í svörtu innréttinguna. Holið og eldhúsið tengjast saman á fallegan hátt. Svona leit eld- húsið út þegar María og eigin- maður hennar keyptu húsið árið 2007. Borðplata úr hnotu var tengd við eyjuna í eldhúsinu. Ég er sjúklega sátt við þessa útkomu og enn sáttari við að geta nýtt það sem fyrir var sem þýddi bæði minna rask á heimilinu og mun minni útgjöld. Margrét Pétursdóttir 4 kynningarblað 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURELDHÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.