Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 6
Ég er sannfærður um að yfir 3.000 íbúðir verði komnar í bygg- ingu á næsta ári í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs Tæplega 500 manns hafa fengið boð í bólusetningu gegn apabólu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Einstaklingar sem nota HIV-lyf í forvarnarskyni, HIV- jákvæðir einstaklingar sem greinst hafa með lekanda eða sárasótt síð- astliðna 18 mánuði eða eru metnir í aukinni áhættu og starfsfólk göngu- deildar húð- og kynsjúkdóma Land- spítala sem sér um sýnatökur vegna kynsjúkdóma, eru þeir hópar sem eiga kost á að fá bólusetningu gegn apabólu. Þá geta einstaklingar sem orðið hafa útsettir fyrir sjúkdómnum fengið bóluefni. Gagnsemi slíkra bólusetninga er, samkvæmt Guð- rúnu Aspelund sóttvarnalækni, mest ef bólusett er innan fjögurra sólarhringa frá fyrstu útsetningu en bólusetning má þó fara fram allt að fjórtán sólarhringum síðar. Útsettir einstaklingar eru heim- ilisfólk og rekkjunautar einstakl- inga sem greinast með apabólu sem ekki hafa sjálf einkenni, teikn eða sögu um apabólusýkingu. Einnig heilbrigðisstarfsfólk sem dvelur í lokuðu rými með sjúklingi með apabólu án grímu í fjórar klukku- stundir eða lengur og starfsfólk rannsóknarstofa sem verður fyrir útsetningu vegna óhapps við mót- töku eða vinnslu sýnis sem mengað er af apabólu. Bólu set ning geg n apabólu stendur nú yfir hér á landi og hafa tæplega 500 manns fengið boð í bólusetningu. Um 150 hafa verið bólusettir. Gefa þarf tvo skammta af bóluefni með fjögurra vikna millibili. Tilfellum apabólu hefur farið fækkandi í Evrópu undanfarið en sjúkdómurinn hefur aðallega greinst hjá karlmönnum á aldr- inum 18-50 ár. Samkvæmt Embætti landlæknis hafa sjúkrahúsinnlagnir verið fáar og dauðsföll sjaldgæf. Alls hafa 14 manns greinst með apa- bólu hérlendis og allir hafa verið í einangrun utan sjúkrahúss. n Notendur alnæmislyfja fá bóluefni gegn apabólu Jesús sagði: biblian.is „Það er andinn sem lífgar, maðurinn án hans megnar ekkert. Orðin sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.“ Jóh. 6.63 erlamaria@frettabladid.is FANGELSISMÁL Börnum fanga er verr sinnt á Íslandi en hinum Norður- löndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn Lilju Katrínar Ólafsdóttur lögfræðings og Daníels Kára Guðjónssonar afbrota- fræðings sem kynnt var í gær. „Við erum ekki að bjóða sömu þjónustu, aðstæður eða úrræði og hin Norðurlöndin eru að gera. Þau eru með alls konar kerfi, stuðnings- hópa, upplýsingasíður og vefsíður tileinkaðar börnum, sem eru í sam- starfi við fangelsismálastofnun þeirra landa. En þetta er ekki til á Íslandi,“ segir Daníel. Þá segir hann börn fanga gleym- ast í umræðunni um fangelsismál. Þau séu hin þöglu fórnarlömb fang- elsunar og það vanti meira fjármagn til að koma til móts við þau. „Þegar fangelsismálastofnun er með niðurskurðarkröfur á sig er þetta mjög erfitt. Þannig að það þarf í raun að fara í þetta verkefni frá grunni,“ segir Daníel. Lilja Katrín og Daníel nálguðust viðfangsefnið út frá tveimur mis- munandi hliðum, það er lagalegri og afbrotafræðilegri. „Venjulega höfum við verið að tala um réttindi foreldra sem eru fangar og horfum á þetta út frá sjón- arhorni þeirra. En þessi rannsókn er miðuð við réttindi barna, algjörlega óháð réttindum foreldranna,“ segir Lilja. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir niðurstöður rann- sóknanna tveggja hafa komið sér verulega á óvart. „Eitt af því sem kom mér á óvart var skortur á gögnum, en við munum kynna þetta fyrir stjórn- völdum og ítreka þessar niður- stöður og fylgja þeim eftir,“ segir Salvör. Laga þurfi aðbúnað barna fanga verulega, fyrst og fremst, svo þau haldi tengslum við foreldra. n Sjá nánar á frettabladid.is Segir börn hin þöglu fórnarlömb fangelsunar Daníel Kári Guðjónsson, af- brotafræðingur bth@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA „Íslandsbankaskýrsl- an er núna í rýni innanhúss, það er í áætlun að senda hana í umsögn eftir helgi. Hún mun að því ferli loknu verða afhent forseta Alþingis,“ segir Guðmundur Björgvin Helgason rík- isendurskoðandi. Málefnalegar skýringar eru á því að skýrslugerðin tók mun lengri tíma en að var stefnt, að hans sögn. „Ég mun gefa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þær skýringar þegar þar að kemur en tjái mig ekki frekar um þær það að sinni.“ Ríkisendurskoðandi segir verk- efnið hafa reynst umfangsmeira en stofnunin sá fyrir í upphafi. „Það lýtur að f lóknu söluferli sem tók sinn tíma að vinna.“ Innan stofnunarinnar unnu fimm starfsmenn að skýrslunni, auk tveggja utanaðkomandi fjármála- sérfræðinga, þeirra Hersis Sigur- geirssonar og Jóns Þórs Sturlusonar. „Skýrslan verður ágætlega efnis- mikil, en þó ekki um of,“ segir ríkis- endurskoðandi. n Flókið söluferli seinkaði skýrslu Guðmundur Björgvin Helga- son, ríkisendur- skoðandi Fjöldi íbúða í byggingu eftir svæðum 2.462 1.719 1.204 613 2.637 2.512 1.390 712 2.433 3.263 1.516 980 Reykjavíkurborg Annað á höfuð- borgarsvæðinu Nágrenni höfuð- borgarsvæðis Annað á landsbyggð sept. 2021 sept. 2021 sept. 2021 sept. 2021 mars 2022 mars 2022 mars 2022 mars 2022 sept. 2022 sept. 2022 sept. 2022 sept. 2022 HEIMILD: HAGDEILD HMS Íbúðauppbygging stendur nokkurn veginn í stað í Reykjavík en eykst annars staðar. Langmesta hlutfallsleg aukningin er í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Formaður borgarráðs segist sannfærður um að íbúðum muni fjölga hratt í borginni á næstunni. ggunnars@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Í nýrri íbúðataln- ingu Samtaka iðnaðarins og Hús- næðis- og mannvirkjastofnunar kemur fram að framkvæmdir eru hafnar við byggingu 8.113 íbúða á landinu öllu. Það er fjölgun um 11,7 prósent frá síðustu talningu fyrr á þessu ári. Í sveitarfélögum utan höfuðborgar- svæðisins hefur íbúðum í byggingu hins vegar fjölgað um 37,6 prósent frá síðustu mælingu. Höfuðborgarsvæðið stendur eftir sem áður að baki 70,2 prósentum af öllum íbúðum sem verið er að reisa um þessar mundir. Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, hefur verið ötull tals- maður þess að hraða beri uppbygg- ingu á húsnæðismarkaði í Reykja- vík. Hann segist vongóður um að skriður komist á byggingu nýrra íbúða í borginni á næstu mánuðum. „Okkar áætlanir gera ráð fyrir að um 1.300 nýjar íbúðir verði teknar í notkun í Reykjavík strax á þessu ári. Það er nokkuð yfir árinu í fyrra. Talning Húsnæðis- og mannvirkja- stofnunar er ágæt en þetta er það sem okkar áætlanir segja.“ Einar segir líka mikilvægt að horfa til þess sem er í pípunum, en ekki bara á það sem þegar er á bygg- ingarstigi. „Ég er sannfærður um að yfir 3.000 íbúðir verði komnar í bygg- ingu á næsta ári í Reykjavík. En þetta ræðst auðvitað líka af aðstæð- um á markaði og við finnum það á verktökum að aðföng eru að hækka í verði, sem torveldar þeim að taka erfiðar ákvarðanir. En ég er samt bjartsýnn. Það er enn gríðarleg eftirspurn eftir nýjum íbúðum. Sá vandi hverfur ekkert þótt Seðlabankinn kæli markaðinn með stýrivaxtahækkunum.“ Áhrif efnahagsþrenginga síðustu mánaða hafi einfaldlega orðið til þess að færri hafi efni á að kaupa sér íbúðir, að mati Einars. Hann segist vera farinn að sjá betur og betur hvað raunverulega standi í vegi fyrir því að hægt sé að setja meiri kraft í uppbyggingu hús- næðis í höfuðborginni. „Það sem hefur komið mér einna mest á óvart er hvað sveitarfélög, Reykjavík í þessu tilfelli, hafa raun- verulega litla stjórn á uppbygging- unni og byggingarhraða húsnæðis. Í dag erum við með samþykkt deiliskipulag fyrir um 5.700 íbúðir í Reykjavík. Þar af eru 2.500 íbúðir þegar samþykktar og byggingar- hæfar. Á sama tíma horfum við á yfir 2.000 lóðir í eigu einkaaðila þar sem hægt væri að hefja fram- kvæmdir en borgin hefur ekkert um það að segja hvenær af því verður.“ Þess vegna segist Einar fagna því að innviðaráðherra hafi í hyggju að veita sveitarfélögum ríkari heim- ildir til að setja þrýsting á verktaka. „Ellegar missi þeir lóðirnar eða sæti dagsektum. Allt eftir því hvern- ig þessar heimildir verða útfærðar. Slíkar heimildir myndu skipta miklu máli og hjálpa til við að hraða uppbyggingu,“ segir Einar. n Íbúðum fjölgar mest utan Reykjavíkur Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, segir heilmikið í pípunum í húsnæðis- málum borgarinnar þótt mælingar sýni að íbúðum fjölgi hraðar annars staðar FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI jonthor@frettabladid.is ANDLÁT Erla Þorsteinsdóttir söng- kona er látin, 89 ára að aldri. Hún lést á hjúkrunarheimili í Holbæk í Danmörku 25. september. Hún er hvað þekktust fyrir að syngja lagið Þrek og tár með Hauki Morthens og rokklagið Vagg og velta sem var bannað í Ríkisútvarpinu á sínum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Erlu. Erla var kölluð konan með lævirkjaröddina en söngferill hennar spannaði einungis fimm ár. Hún hætti að syngja 26 ára gömul til að sinna eiginmanni sínum og fjölskyldu. Eiginmaður Erlu var Poul Dancell, sem lést árið 1989. Saman áttu þau fjögur börn: Paul, Evu Ingibjörgu, Stefan Thorstein og David Konrad. n Söngkonan Erla Þorsteinsdóttir látin í Danmörku Erla var búsett í Danmörku. 6 Fréttir 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.