Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 9
Segja má að svör forsætisráðherra og formanns utan- ríkisnefndar við fyrir- spurnum mínum hafi endanlega gert form- lega stefnu VG í örygg- is- og varnarmálum að dauðum bókstaf. Engu að síður eru að teiknast upp vísbend- ingar um að skynsam- legt sé að skipta um gír í vaxtahækkunarferl- inu með varfærni og minni skref að leiðar- ljósi. Undanfarið hefur orðið hraður við- snúningur í hagkerfinu og verðlags- þróun sem ekki þarf að fjölyrða um. Sem viðbragð við því hefur peninga- stefnunefnd Seðlabankans hækkað vexti á ný eftir að hafa lækkað þá mikið þegar heimsfaraldur COVID skall á. Nú eru meginvextir bankans 5,5% en voru 0,75% í maí 2021. Eina tímabilið sl. 12 ár sem vextir hafa verið hærri var seint árið 2015 og fram eftir 2016. Á morgun mun peningastefnu- nefnd kynna nýja vaxtaákvörðun og eru spár samhljóða um að vextir muni hækka þá. Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa bendir svo til væntinga um frekari vaxtahækk- anir til að vinna bug á verðbólgunni. Skiljanlega, enda mælist verðbólgan 9,3% og hagkerfið á töluverðri sigl- ingu. Engu að síður eru að teiknast upp vísbendingar um að skynsam- legt sé að skipta um gír í vaxta- hækkunarferlinu með varfærni og minni skref að leiðarljósi. Verðbólgan hjaðnar Í fyrsta lagi hefur verðbólgan tekið að hjaðna og vísbendingar eru um að hrávöruverð, fasteignaverð og aðrir þættir muni stuðla að þeirri þróun áfram næstu mánuði. Um þetta eru allar spár sammála. Til að mynda er heimsmarkaðsverð á olíu nú á svipuðum slóðum og í upphafi árs og þá hefur verð á hveiti fallið frá því í vor og er nú „aðeins“ 21% hærra en í ársbyrjun. Spá Seðlabankans frá því í ágúst er af þessum sökum og öðrum nú þegar úrelt þar sem verð- bólga á 3. ársfjórðungi reyndist 9,7% en bankinn hafði spáð 10,4% verð- bólgu. Þessi jákvæða þróun endur- speglast líka í verðbólguvæntingum sem Seðlabankinn horfir mikið til. Á skuldabréfamarkaði hefur verð- bólguálag lækkað frá fundi pen- ingastefnunefndar í ágúst og hefur álagið til þriggja og níu ára ekki verið lægra frá því í janúar. Tvísýnar horfur á næsta ári Í öðru lagi hafa efnahagshorfur í okkar viðskiptalöndum versnað, sem skýrir að hluta til verðlækk- anir ýmiskonar hrávöru. Í Evrópu ríkir orkukreppa og vestanhafs hækka vextir mjög hratt og hvort tveggja mun líklega hafa neikvæð áhrif á eftirspurn á næstu mán- uðum og misserum. Slíkt þýðir að óbreyttu lakari horfur fyrir okkar útflutningsgreinar en talið var fyrir nokkrum mánuðum. Vextir eru lengi að bíta Í þriðja lagi ríkir mikil óvissa um áhrif óvenju hraðra vaxtahækk- ana hér innanlands. Áhrif vaxta- breytinga á hagkerfið eru lengi að koma fram en hér á landi er talið að fyrstu áhrif á verðbólgu komi fram eftir eitt ár og að meirihluti áhrif- anna komi fram eftir eitt og hálft ár. Önnur áhrif, t.d. á fjárfestingar og vinnumarkað, taka líka langan tíma að koma fram. Þar af leiðandi erum við nú að upplifa verðbólgu sem byggist á vaxtastigi við 1%, ekki 5,5%. Öflugri peningastefna Í síðasta lagi hefur miðlunarferli peningastefnunnar breyst og virð- ist blessunarlega orðið skilvirkara sem þýðir að hægt er að ná verð- bólgumarkmiði við lægra vaxtastig en á árum áður. Sé ekki tekið tillit til þess er hætt við að Seðlabankinn sitji uppi með meiri vaxtahækk- anir en þörf er á. Hér hjálpar aukin útbreiðsla óverðtryggðra lána, á kostnað verðtryggðra, þar sem lán- takendur finna meira og fyrr fyrir vaxtabreytingum. Árið 2018 voru um 75% skulda heimilanna verð- tryggðar en hlutfallið nú er undir 50%. Að vextir séu nú þegar hærri en þeir hafa verið síðustu ár hefur því töluverð áhrif á stærsta söku- dólg undangenginnar verðbólgu: Íbúðaverð. Andrými Seðlabankans Sú staða getur þó komið upp að Seðlabankanum verði nauðugur einn kostur að hækka vexti tölu- vert meira, til dæmis ef launaþróun verður í engu samhengi við 2,5% verðbólgumarkmið og framleiðni. Á síðustu misserum var vöxtum hér og annars staðar haldið of lágum of lengi sem er ein ástæða þeirrar miklu verðbólgu sem við glímum nú við. Ef við hins vegar vegum og metum ofangreint, getur það einnig gerst að Seðlabankinn lendi í þeirri stöðu að hafa reitt of hátt til höggs með skaðlegum afleiðingum fyrir hagkerfið. Í ljósi þess að peninga- stefnunefndin gerði vel og brást fyrr við verðbólgudraugnum en margir erlendir seðlabankar hefur hún ákveðið andrými til að vega stöð- una og meta á meðan aðrir keppast við að hækka vexti. Til Seðlabankanum takist svo áfram að feta hinn gullna meðalveg í átt að verðstöðugleika og lægri vöxtum skiptir höfuðmáli að hinir armar hagstjórnarinnar, ríkisfjár- málin og vinnumarkaðurinn, gangi í takt við aðgerðir Seðlabankans. Það er hins v egar efni í aðra grein. n Tilefni til varfærnari vaxtaþróunar Konráð S. Guðjónsson efnahagsráð- gjafi Samtaka atvinnulífsins Það hefur alla tíð verið eitt af erind- um Viðreisnar að varpa ljósi á nauð- syn þess að Ísland taki ný skref í alþjóðasamvinnu. Ekki síst með því að taka lokaskrefið til fullrar aðildar að Evrópusambandinu. Innrás Pútíns í Úkraínu hefur svo kallað á enn meiri árvekni í öryggis- og varnarmálum. Lýðræðisþjóðum Evrópu hefur ekki staðið meiri ógn af alræði síðan eftir seinni heims- styrjöld. Breytt heimsmynd krefst þess að við tryggjum hagsmuni landsins betur. Pólitíska, efna- hagslega, sem hagsmuni öryggis og varna. Oftar en ekki fer þetta saman. Í ágúst tók ég eindregið undir ákall Björns Bjarnasonar, fyrrum ráðherra, um sérstaka umræðu um þessi mál um leið og þing kæmi saman. Við í Viðreisn tókum það frumkvæði eins og jafnan áður. Segja má að svör forsætisráð- herra og formanns utanríkis- nefndar við fyrirspurnum mínum hafi endanlega gert formlega stefnu VG í öryggis- og varnarmálum að dauðum bókstaf. Þau marka upp- haf að nýjum áfanga í víðtækari samstöðu á Alþingi um þessi efni en verið hefur. Lifandi pólitík VG er nú þessi: Hagsmunir Íslands eru best tryggðir í samstarfi við vinaþjóðir þess. Her- stöð er ekki forgangsatriði en ekki útilokuð ef NATO telur það nauð- synlegt. Tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna stendur á traustum grunni. Þessi nýi áfangi í pólitískri sam- stöðu er fagnaðarefni. Reyndar hefur lengi legið fyrir að stór hluti kjósenda VG styðji þessi skref. Nýjar kannanir sýna einnig að meirihluti kjósenda VG er hlynntur aðild að Evrópusambandinu rétt eins og meirihluti þjóðarinnar. Formaður utanríkisnefndar benti réttilega á að rödd Norðurlanda innan NATO verði nú sterkari eftir inngöngu Finna og Svía. Eins teljum við í Viðreisn að rödd Norður- landanna yrði sterkari innan ESB ef Ísland og Noregur tækju skrefið til fullrar aðildar. Við ætlum líka að halda áfram forystu um þá umræðu. Fyrst og síðast til þess að styrkja pólitíska og efnahagslega stöðu landsins á viðsjárverðum tímum. n Áfangi á viðsjárverðum tímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. Allt ð 40% afsláttur af völdum vörum 13 ára afmæli Allt að 40% afsláttur af völdum vörum Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. ÞRIÐJUDAGUR 4. október 2022 Skoðun 9FRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.