Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 26
Eldhúsin má fá í ólíkum verðflokk- um og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Baldur Már Jónsson Hjá HTH/Ormsson í Lág- múla fæst úrval af skand- inavískum gæðaeldhús- innréttingum. Starfsfólk aðstoðar viðskiptavininn við að hanna draumaeldhúsið sem fæst afhent á sex vikum. HTH fjárfesti nýlega í Svans- vottaðri framleiðslulínu. Baldur Már Jónsson, sölustjóri einstaklingsdeildar hjá HTH/ Ormsson, segir að HTH sé þekkt vörumerki og góð reynsla sé af inn- réttingunum frá þeim á íslenskum markaði í meira en 40 ár. „HTH er einn öflugasti innrétt- ingaframleiðandi í Evrópu og hafa HTH innréttingar verið í boði á Íslandi í yfir 40 ár. Okkur telst til að á þessum tíma hafi um tuttugu og fimm þúsund HTH eldhús verið sett upp á íslenskum heimilum,“ segir hann. „Við bjóðum stílhreina, fallega og vandaða skandinavíska gæða- hönnun á eldhúsum, baðherbergj- um, þvottahúsum og fataskápum. Fjölbreytt efnisval, litaúrval og samsetningar gefa viðskiptavinum ótal kosti til þess að hanna sitt draumaeldhús.“ Baldur segir að í heildina séu í boði um 80 mismunandi útfærslur á framhliðum. Allt frá melamín- framhliðum yfir í gegnheilar framhliðar. „Sprautulakkað fæst í mismun- andi litum, hvítt, grátt, brúnt, blátt og grænt. Í spónlögðu bjóðum við hvíttaða, svarta, dökka og náttúru- lega eik. Einnig bjóðum við upp á svokallaða „base filmu“ með leiser- skornum köntum svo eitthvað sé nefnt. Danski framleiðandinn er duglegur að koma með nýtt efni á markað og kynnir hann alla jafna nýjungar tvisvar á ári. Þar getur verið um að ræða nýjungar í innréttingaframhliðum, innvolsi, Stílhrein og vönduð skandinavísk eldhús Baldur Már Jónsson við sýningareldhús í verslun Orms- son í Lágmúla 8 en þar er hægt að skoða úrval af HTH innrétt- ingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Fallegt svart HTH eldhús í Garðabænum. Baldur segir að svart og hvítt séu oftast vin- sælustu litirnir. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI skápastærðum, vöskum, blöndun- artækjum og fleira. Þannig að við erum reglulega eitthvað að breyta og uppfæra í sýningarsalnum.“ Baldur segir að í gegnum tíðina hafi hvítar og svartar innréttingar verið vinsælastar. „Þótt aðrir litir séu í tísku yfir ákveðið tímabil þá er þetta alltaf grunnurinn enda lítið mál að poppa upp eldhús síðar meir þegar þessir litir eru valdir. Í dag er mikið að koma í alls kyns brúnum tónum og viðarlitum. Síðan er þetta alltaf spurning um höldur eða höldulaust hjá viðskiptavininum. Höldulausar útfærslur hafa verið afar vinsælar síðustu 15–20 árin og alltaf bætist við úrvalið af slíkum framhliðum. Einnig hafa ramma- framhliðar eða „shaker“ fram- hliðar verið að sækja í sig veðrið. Okkar nýjasta framhlið byggir á að ramminn er myndaður með höld- unum og 16 mm hliðum sem eru settar á milli skápanna og undir og mynda þannig ramma utan um alla framhliðina sem gefur þessu svakalega flott útlit,“ segir hann. Afhendingaröryggi Baldur Már segir ríka áherslu lagða á afhendingaröryggi, en miðað er við sex vikur frá staðfestingu pönt- unar þar til varan er afhent. „Eldhúsin má fá í ólíkum verð- flokkum og allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi,“ segir hann. Markmið HTH er að vera leiðandi á markaði í sjálfbærni og hönnun. Þannig fjárfesti HTH nýverið í Svansvottaðri framleiðslulínu en þessi tækja- kostur gerir HTH kleift að mæta sívaxandi eftirspurn markaðarins um strangar umhverfis- og gæða- kröfur, að sögn Baldurs Más. „Þannig eiga íslenskir neytendur þess nú kost að kaupa Svansvott- aðar innréttingar hér á landi. Stór hluti framleiðslunnar ber „Danish Indoor Climate“ merkið eða vottunina – sem setur viðmið og kröfur varðandi líftíma innrétt- inganna og einblínir á hvaða efni eru losuð innan húss, til þess að tryggja sem best loftgæði,“ upp- lýsir hann. „Vottunin tryggir að öll efni sem notuð eru í framleiðsluna hafa verið prófuð fyrir afgösun og lykt sem og fyrir ofnæmisvaldandi áhrifum. Danska iðntæknistofn- unin framfylgir eftirliti með fram- leiðslunni og veitir þessa vottun. Einnig má nefna að framleiðslu- ferlar HTH eru umhverfisvottaðir samkvæmt ISO14001-gæðastaðl- inum.“ Teikniþjónusta og hönnun Hjá HTH/Ormsson er boðið upp á teikniþjónustu. Fyrirtækið hefur á að skipa reynslumiklum hönnuðum og söluráðgjöfum sem vinna náið með viðskiptavininum í ferlinu með það að markmiði að hanna þeirra draumaeldhús. „Þetta snýst allt um að greina að hverju viðskiptavinurinn er að leita og hvernig við getum best mætt hans óskum og þörfum. Við leggjum mikið upp úr afhending- aröryggi og eru HTH innréttingar 6 kynningarblað 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURELDHÚS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.