Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 34
Ég hugsa að þegar á reynir sé tungu- málið á vissan hátt það sem skilgreinir okkur mennina. Það er rótin og kjarninn í því sem við erum. Gary Hill er einn þekktasti vídeólistamaður Banda- ríkjanna. Listasafn Árnesinga sýnir nú verk hans í samtali við verk Steinu og Woody Vasulka á sýningunni Summa & Sundrung. Á sýningunni Summa & Sundrung tef lir Listasafn Árnesinga saman verkum eftir þrjár goðsagnir úr heimi vídeólistarinnar, þeim Gary Hill, Steinu og Woody Vasulka. Hjónin Steina og Woody Vasulka eru Íslendingum vel kunn en verk þeirra hafa oft verið sýnd hérlendis en þetta er í fyrsta sinn sem verk Gary Hill eru sýnd á Íslandi. Gary Hill er fæddur árið 1951 og ólst upp í Kaliforníu hvar hann stundaði hjólabretti og brimbretti af kappi á yngri árum. Gary byrjaði að gera vídeólist á 8. áratugnum og kynntist Steinu og Woody Vasulka í lok þess áratugar. „Við vorum bara meðvituð um verk hvert annars. Þau kenndu við Center for Media Studies í háskól- anum í Buffalo og þegar þau ákváðu að taka kennsluleyfi og fara til Santa Fe báðu þau mig um að leysa þau af. Þetta var í kringum 1979–80,“ segir hann. Finnurðu til skyldleika á milli þinna verka og verka Steinu og Woody Vasulka? „Já, algjörlega, sérstaklega þarna í gamla daga af því þá var vídeólistin á vissan hátt svo ný. Þessi vinskapur veitti klárlega innblástur og hvatti mann til að prófa nýja hluti. Þau unnu oft með mjög hæfileikaríkum tæknimönnum og ég endaði á því að vinna með gaur sem heitir Dave Jones sem var líka frábær tækni- maður. Það var mikil áhersla þá að búa til nýja hluti. Það minnir mig svolítið á það í dag þegar við erum með Arduino-smátölvur, algrím og alls konar tækni sem flokkast undir nýmiðlun.“ Samband hljóðs og myndar Á Summa & Sundrung er hinu gagnkvæma rannsóknarsambandi hljóðs og myndar gert hátt undir höfði. Nýjasta vídeóinnsetning Steinu, Parallel Trajectories frá 2022, er sett upp og sjaldséð verk eftir Woody Vasulka á borð við Peril in Orbit og 360 degree space records eru einnig til sýnis. Gary Hill skapaði nýtt verk sérstaklega Bandaríski vídeólistamaðurinn Gary Hill vinnur gjarnan með samspil tungumáls og myndar í verkum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Gary Hill skapaði nýtt verk sérstaklega fyrir sýninguna sem ber heitið None of the Above, þar sem hann flytur ljóð- rænan texta. MYND/AÐSEND Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Vídeóið er vírus fyrir sýninguna sem ber heitið None of the Above, þar sem listamaður- inn kemur fram í eigin persónu og flytur ljóðrænan texta. „Verkið á uppruna sinn í töluðum texta sem er nokkuð abstrakt og er sjálfsmeðvituð hugleiðing um tungumálið. Þetta er ekki hrein endurtekning en vísar í eindir og núll. Það eru ýmis viðfangsefni sem er greitt úr og er svo ruglað saman aftur. Síðan er þetta allt klippt saman en þó ekki á hefðbundinn hátt. Ég notaði gamalt forrit sem vinur minn Dave Jones bjó til fyrir um 25 árum með DOS-tölvustýri- kerfinu,“ segir Gary. Rafræn málvísindi Gary Hill er þekktur fyrir að blanda saman tungumálinu og vídeólist. Hann bjó til hugtakið „rafræn mál- vísindi“ sem vísar í það hvernig hljóð „skrifar“ vídeómyndina og undirstrikar þetta með því að nota gjarnan ljóðræna texta í vídeó- verkum sínum. „Ég hugsa vanalega ekki um þá sem ljóð þó ég geti skilið af hverju fólk myndi gera það. Þeir eru meira í átt að setningarbyggingu, vitandi það að ég muni klippa þá í sundur á ákveðinn hátt. Tungumálið verður eiginlega til af sjálfu sér þegar ég skrifa. Það er innhverft og með mörgum orðaleikjum,“ segir hann. Spurður um hver sé tengingin á milli tungumáls og vídeómyndar í verkum hans segir Gary: „Engin sérstök, það er bara mitt val,“ segir hann og hlær. „Það fyrsta sem kemur í hugann þegar þú spyrð að þessu er sjónvarp en augljóslega er það ekki það sem ég geri. Ég hugsa að ég noti tungumálið af því það er talað og út af tengslum þess við lík- amann og loftið. Samfundur líkam- leikans við hina hverfulu mynd. Ég nota það gjarnan til að af byggja myndina, svo hún sé ekki óvirk, það mætti segja að tungumálið ráðist á myndina.“ Tungumálið kjarni mannsins Hvað varðar samband tungumáls og vídeólistar vísar Gary í lag gjörn- ingalistakonunnar Laurie Ander- son, Language is a Virus frá 1986. „Laurie Anderson vitnaði þar í William Burroughs sem sagði að tungumálið væri vírus en ég held að ég myndi segja að myndin væri hinn raunverulegi vírus. Ég hugsa að þegar á reynir sé tungumálið á vissan hátt það sem skilgreinir okkur mennina. Það er rótin og kjarninn í því sem við erum.“ Þú hefur verið virkur í þessari senu í meira en hálfa öld, hvað finnst þér hafa breyst á þeim tíma? „Í gegnum árin hefur tæknin orðið sífellt minna mikilvæg. Hún er vissulega enn áhugaverð, jafn- vel fyrir fólk sem er ekki að pæla í því hvernig hlutir eru samansettir. En ég hef orðið meira og meira áhugasamur um hugmyndirnar sjálfar. Það rými sem er núna mest opið fyrir krefjandi hluti er held ég gagnvirkni, tölvur og allt það. En engu að síður er ég meira í heim- spekilegum vangaveltum, að spyrja spurninga um tilveruna og hvað eina.“ n tsh@frettabladid.is Ljóðskáldið Ágúst(a) sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók um miðjan október sem ber titilinn Hrjóstugt hálfsumarland. Bókin kemur út á vegum Regínu bókaútgáfu sem er að sögn Ágúst(u) hugarfóstur þjóð- þekkts velgjörðamanns sem valdi hana úr stórum hópi ungskálda en kýs að halda nafnleynd. „Ég hef verið í samskiptum við Steinunni Sigurðardóttur í mörg ár og í gegnum tenginguna við hana þá var ég svo heppin að komast í kynni við manneskju sem ég get ekki nefnt á nafn en hefur alltaf viljað hjálpa ungum rithöfundum og byrjaði með grasrótarstarfsemi á síðustu æviárum,“ segir Ágúst(a). Hún vill þó ekki gefa neitt nánar upp um hver hinn nafnlausi vel- gjörðamaður er. „Þetta hefur alltaf verið síðasti draumur þessa aðila að hjálpa ungum skáldum að fóta sig og ég var valin. Ég get sagt að þetta er efnamikill einstaklingur og það er þess vegna sem þessi leynd ríkir.“ Ágúst(a) skrifaði Hrjóstugt hálf- sumarland aðeins nítján ára á meðan hún dvaldi á Landspítal- anum vegna sjúkdóms í raf kerfi hjartans. „Ég fæddist með auka leiðnibraut í hjartanu sem var mjög erfitt að glíma við í æsku. Svo fór ég í aðgerð og hjartað mitt var bókstaf lega brennt á Landspítalanum,“ segir hún. Ágúst(a) bætir því við að hún hafi verið hætt komin á tímabili, var farin að búa sig undir það að fá gangráð og þurfa mögulega að notast við hjólastól út ævina. „Ég var farin að missa út rosalega mörg slög, sérstaklega í svefni, og hefði eiginlega átt að deyja einhvern tímann þegar ég svaf en gerði það sem betur fer ekki.“ Þú skrifaðir bókina 19 ára en hún kemur út þegar þú ert 25 ára, af hverju leið svona langur tími á milli? „Það var svo margt í gangi þarna í mínu lífi, að komast yfir þetta hjartaástand og vinna mig út úr því. Ég vildi gefa þessu aðeins meiri tíma og svo bætti ég við nokkrum nýrri ljóðum.“ Ágúst(a) stefnir á að halda útgáfu- hóf 15. október og verður dag- skrá þess tilkynnt síðar. Samhliða útgáfunni ætlar hún svo að byrja með nýtt hlaðvarp í samstarfi við Regínu bókaútgáfu sem kallast Þrjár bækur, þar sem hún ræðir við rithöf- unda um bókmenntir. n Gefur út bók í samstarfi við dularfullan velgjörðamann Skáldið Ágúst(a) 29. sep - 8. okt Barnadagar Fjarðarkaupa r ð Frábær verð 14 Menning 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.