Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.10.2022, Blaðsíða 4
Bæjarbúar á Ólafsfirði sem Fréttablaðið ræddi við segja að hinn látni hafi verið gestkomandi í húsinu. ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 590 2323 THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA FÓLKSBÍLA - HÚSBÍLA - VINNUBÍLA STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 SMURÞJÓNUSTA UMBOÐSAÐILI benediktarnar@frettabladid.is KJARAMÁL Skiptar skoðanir eru á nýju vaktafyrirkomulagi Slökkvi­ liðsins á höfuðborgarsvæðinu sem tók formlega gildi í dag. Tilgangur­ inn með breytingunum er að auka möguleikann á að samþætta vinnu og einkalíf, auk þess að gera vakta­ vinnu aðgengilegri fyrir stærri hóp. Í nýja fyrirkomulaginu verða þrí­ skiptar vaktir á virkum dögum í stað tólf tíma vakta, en um helgar verða áfram tólf tíma vaktir. Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðs­ stjóri, er mesta breytingin fyrir starfsfólk að aðlagast nýju skipulagi og nýjum starfsfélögum, en lengst af hafa ekki verið miklar hreyfingar hjá fólki á milli vakta. Sigurður Lárus Fossberg, varð­ stjóri hjá slökkviliðinu, segir að breytingarnar muni taka tíma, en það verði gott að fá styttri vaktir. „Breytingarnar leggjast nokkuð vel í mig, þetta er í takt við tímann og það sem fólk er að kalla eftir, styttri vinnutíma og meiri tíma með fjölskyldunni. Þetta er nýtt fyrir okkur eldri starfsmenn sem erum búnir að vera lengi á tólf tíma kerf­ inu, en það er líka gott fyrir okkur sem erum orðin þetta fullorðin og búin að vera lengi á vöktum, að fá þá styttri vaktir líka,“ segir Sigurður. „Þetta eru stærstu breytingar innan slökkviliðsins í fjölda ára. Auðvitað eru misjafnar skoðanir á þessu og menn hafa misjafna sýn. En við vonumst til að tíminn muni leiða það í ljós að þetta sé gott kerfi og hollt fyrir okkur og að allir verði sáttir,“ segir Sigurður. n Óeining um stytta vinnuviku slökkviliðsmanna Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgar- svæðinu ser@frettabladid.is IÐNAÐUR Íslenska iðnfyrirtækið Arctus Aluminium er komið í tíu fyrirtækja úrslit í keppninni Nor­ dic CleanTec Open um umhverfis­ vænustu og áhugaverðustu fyrir­ tæki Evrópu, en 150 fyrirtækjum var upphaflega boðið að taka þátt í keppninni. „Þetta er afar jákvætt fyrir okkur og verkefni okkar,“ segir Jón Hjalta­ lín Magnússon, verkfræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, en það hefur undanfarið unnið að um fangs miklu evrópsku rann­ sóknar verk efni sem byggir á sjálf­ bærri nýtingu áls sem orku gjafa til hús hitunar. n Iðnfyrirtækið Arctus í úrslit bth@frettabladid.is A F B R OT Helg i Gu nnlaugsson af brotafræðingur segir að athygli veki að tvö nýleg manndráp hafi komið upp á svipuðum slóðum í kaupstöðum fyrir norðan. Algeng­ ara sé að svona mál komi upp á höf­ uðborgarsvæðinu, þar sem Reykja­ vík hafi verið kölluð borg óttans. Í fyrrinótt lét maður lífið á Ólafs­ firði eftir eggvopnsárás. Skammt er síðan tveir létust eftir haglabyssu­ árás á Blönduósi. Helgi segir of snemmt að draga ályktanir. Búast megi við sveiflum í fjölda manndrápsmála milli ára og hvar þau eigi sér stað. „Gögn lögreglu sýna ekki alltaf að afbrot séu tíðari á höfuðborgar­ svæðinu en annars staðar þegar til­ lit er tekið til mannfjölda.“ n Tvö manndráp á svipuðum slóðum Helgi Gunn- laugsson, af- brotafræðingur Jón Hjaltalín Magnússon, framkvæmda- stjóri Arctus Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar manndráp á Ólafsfirði í fyrrinótt. Fjórir voru handteknir vegna máls­ ins, sem hefur haft djúp áhrif á samfélagið fyrir norðan. jonthor@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Klukkan 2.34 í fyrri­ nótt var óskað eftir aðstoð lögregl­ unnar í heimahúsi á Ólafsfirði og voru lögreglumenn frá Akureyri og Tröllaskaga, auk sérsveitarmanna frá Akureyri, kallaðir út. Þegar þá bar að garði voru endurlífgunartil­ raunir hafnar á manni sem var illa haldinn eftir að hafa verið stunginn með eggvopni. Læknir og sjúkra­ flutningamenn komu einnig á vett­ vang. Um er að ræða íslenskan karl­ mann á fimmtugsaldri, en endur­ lífgunartilraunirnar báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá þessu í gærmorgun, en í tilkynningu frá henni kom fram að fjórir einstaklingar hefðu verið handteknir vegna málsins og væru með réttarstöðu sakbornings. Þá sagði lögregla að enginn væri eftir­ lýstur. Síðar var greint frá því að lögregla myndi krefjast gæsluvarðhalds yfir þremur af þeim fjórum sem hand­ teknir voru. Einnig að lögreglan á Norðurlandi eystra hefði nokkuð skýra mynd af því sem gerðist. Málið er áfram til rannsóknar og er enn þá á frumstigi. Vettvangs­ rannsókn er lokið og farið hefur verið fram á krufningu á hinum látna. Bæjarbúar á Ólafsf irði sem Fréttablaðið ræddi við segja hinn látna hafa verið gestkomandi í húsinu. Samkvæmt heimildum blaðsins tengdist hann þeim fjórum Rannsaka manndráp á Ólafsfirði einstaklingunum sem voru hand­ teknir. Af því að dæma sem bæjarbúar segja á málið sér aðdraganda, miðað við fyrri samskipti þessa hóps. Ein­ hverjar væringar hafi verið innan hópsins. Málið liggur þungt á samfélaginu fyrir norðan. Bæjarstjóri Fjalla­ byggðar, Sigríður Ingvarsdóttir, segir að um sé að ræða mikið áfall fyrir bæjarbúa. „Við erum harmi slegin öll sem eitt,“ segir hún og bætir við: „Í litlu bæjarfélagi sem þessu snertir þetta alla.“ Stefanía Steins dóttir, sóknar­ prest u r í Ólafs f jarðar k irk ju , tekur í sama streng. „Þetta er á fall fyrir sam fé lagið. Það er ekkert launungar mál,“ segir hún. Bæjarbúum var boðið í kyrrðar­ stund klukkan 20 í gærkvöld, en þar var þeim sem eiga um sárt að binda vegna málsins boðið að ræða við prest eða starfsfólk Rauða kross­ ins. n Karlmaður lést í heimahúsi á Ólafsfirði eftir að hann var stunginn með eggvopni. Hinn látni er talinn hafa verið gest- komandi í húsinu. Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri segir málið áfall fyrir bæjarbúa. FRÉTTABLAÐIÐ/HELGI JÓNSSON 4 Fréttir 4. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.