Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 6
6 Nýtt fiskveiðiár er gengið í garð með tilheyrandi úthlutunum aflaheimilda til næstu 12 mánaða. Ráðgjöf um heildarafla frá Haf- rannsóknastofnun er jafnan beðið með mikilli óþreyju og skal engan undra því hún er undirstaða úthlutana aflaheimilda til út- gerðarfyrirtækja og þar með sá grunnur sem sjávarútvegsgrein- in byggir á. Frá því kvótakerfinu var komið á hafa sannarlega skipst á skin og skúrir. Þegar kemur að umræðu um úthlutun aflaheimilda þarf að hafa í huga að hún er í reynd verkfæri til að vinna að sjálfbærri nýtingu auðlindarinnar og byggir á alþjóðlegum samningum um sjálfbærni og nýtingu náttúruauðinda. Í umfjöllun sem fylgdi ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar til stjórnvalda í júní síðastliðnum segir að til að veita ráðgjöf um hámarksafrakstur og jafnframt að tryggja að stofnar séu innan varúðarmarka, þurfi að liggja fyrir áreiðanleg gögn og vitneskja um helstu þætti sem skipti máli með tilliti til nýtingar, þ.e. aldursgreiningar, vöxtur, kynþroski og svo framvegis. Stærsta atriðið í úthlutun hvers árs eru vitanlega aflaheimild- ir í þorski. Sjávarútveginum í heild er þungbært að þriðja árið í röð er samdráttur í þorskaflaheimildum sem verða á nýju fisk- veiðiári rúmum 23% minni en voru á fiskveiðiárinu 2019/2020. Samdrátturinn við úthlutun í ár er 6% miðað við síðasta fisk- veiðiár og samdrátturinn var 13% í fyrra miðað við fiskveiðiárið þar á undan. Þessa gætti augljóslega nú á sumarmánuðum þegar mörg sjávarútvegsfyrirtæki gerðu lengra sumarhlé í vinnslu og útgerð en síðustu ár og má heita öruggt að sama verður uppi á teningnum á komandi ári og jafnvel á komandi árum. Þorskurinn er í slíku aðalhlutverki hjá stærstu landvinnslunum í dag að ekki getur öðruvísi farið en svo mikils samdráttar gæti í starfseminni. Ástæða þess að kvótakerfið kom til fyrir tæpum fjórum ára- tugum var ofveiði og of stór fiskiskipafloti. Framan af varð aflinn jafnan talsvert umfram ráðgjöf og úthlutun aflaheimilda en frá 1990 hefur verið meira samræmi í ráðgjöf og afla. Frá árinu 2009 hefur ráðgjöf verið fylgt við ákvörðun um úthlutun aflaheimilda. Mesti þorskaflinn á Íslandsmiðum var árið 1981, 461.000 tonn, meira en tvöfalt það magn sem nú verður til skiptanna. Sveifl- urnar hafa verið miklar því sem dæmi var ráðlagður þorskafli fiskveiðiárið 2008/2009 aðeins 124.000 tonn. Engu að síður var þá úthlutað 160.000 tonnum. Það virðist skrifað í skýin að veiðiþol þorskstofnsins þokist ekki langt yfir 200.000 tonnin, litið yfir lengri tíma. Sé horft til allra mögrustu áranna í þorskveiðinni frá því kvótakerfið var tekið upp er það ekki alslæmt en líkast til höfðu margir mun meiri væntingar til uppbyggingar stofnsins þegar kerfinu var komið á. Sú spurning er fullkomlega eðlileg á hverjum tíma, og hún sækir æ meira á eftir því sem árunum fjölgar í aflamarkskerfinu, hvort árangurinn af kerfinu sé ásætt- anlegur. Hefur mistekist að byggja þorskstofninn nægjanlega upp á þessum áratugum eða er það ásættanlegur árangur að stofninn gefi ekki meira af sér en 200-250 þúsund tonna þorskafla árlega? Umræða um þessa þróun er eðlileg og í reynd nauðsynleg. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Höfum við gengið til góðs ...? Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Brekkutröð 4, 605 Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899-9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. Net fang: inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Vatnagörðum 14, 104 Reykjavík. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 7800 kr. Áskrift: 694 2693, ingunn@ritform.is Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.