Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 19
19 Sýningin Sjávarútvegur 2022 – ICELAND FISHING EXPO verður í Laugardalshöll dagana 21. -23. sept- ember næstkomandi. Að sýningunni stendur fyrirtækið Ritsýn ehf. og segir Ólafur M. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri, að mikill áhugi hafi verið á þáttöku en þetta er í þriðja sinn sem Ritsýn heldur sjávarútveg- sýningu sem þessa. Þær fyrri voru árið 2016 og 2019. Um 150 fyrirtæki eru með sýningarbása að þessu sinni og eru sýnendur bæði innlend- ir og erlendir. Ólafur segir að fjölbreytileikinn ein- kenni sýninguna, líkt og áður. Fjölbreytt og stór sýning „Sýningin endurspeglar þá miklu þró- un sem á öllum sviðum íslensks sjávar- útveg. Gestir koma til með að sjá það nýjasta í alls kyns búnaði sem tengist útgerð og fiskvinnslu, nýjungar í fiski- leitar- og fjarskiptabúnaði, þeir kynn- ast framþróun í hugbúnaðargerð sem tengist sjávarútvegi og þannig má lengi telja. Meðal sýnenda eru einnig fyrirtæki í þjónustu við hina ört vax- andi fiskeldisgrein á Íslandi sem marg- ir telja að muni verða stærri en fisk- veiðar- og fiskvinnsla í framtíðinni. Fyrst og fremst verður Sjávarútvegur 2022 stór, fjölbreytt og fræðandi sýn- ing, jafnframt því að vera dýrmætur vettvangur viðskiptatengsla í sjávar- útvegsgreininni,“ segir Ólafur. Hafa fundið mikinn meðbyr Sjávarútvegur 2022 hefst með setning- arathöfn eftir hádegi miðvikudaginn 21. september þar sem Svandís Svav- arsdóttir, matvælaráðherra, opnar sýninguna formlega. Sýningin verður opin þann dag kl. 14 til 19 og kl. 10-18 á fimmtudegi og föstudegi. „Eitt stærsta markaðstæki okkar er að sýnendur fá ótakmarkaðan fjölda boðsmiða og við reiknum með miklum fjölda gesta, líkt og á fyrri sýningum okkar,“ segir Ólafur og bætir við að í aðdraganda sýningarinnar verði hún kynnt í innlendum sjávarútvegsmiðl- um, m.a. á vefnum audlindin.is, í tíma- ritinu Ægi, í sjávarútvegsblaðinu Sóknarfæri, í öðrum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Eins og áður segir eru bæði inn- lendir og erlendir sýnendur og í því sambandi nefnir Ólafur að m.a. hafi sendinefnd frá Möltu boðað komu sína á sýninguna. „Af langri reynslu veit ég að þessi tími ársins er hentugur til sýningar- halds og í Laugardalshöll er öll aðstaða til sýningarhalds eins og best verður á kosið. Þar er t.d. nýbúið að gera lag- færingar í eldri höllinni, endurnýja gólf og fleira. Og með þann meðbyr sem ég og starfsfólk við undirbúning sýningarinnar höfum fundið þá erum við spennt að opna sýninguna og bjóða gesti velkomna,“ segir Ólafur M. Jóhannesson. Sjávarútvegur 2022 – ICELAND FISHING EXPO dagana 21.-23. september Fjölbreytt sjávarútvegssýning framundan í Laugardalshöll  Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Ritsýnar ehf.  Sýningin Sjávarútvegur 2022 er þriðja sjávarútvegssýning fyrir- tækisins. Síðast var hún haldin haustið 2019 og var fjölsótt. Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.