Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 25
25 Alexander Polson er þekktur út- gerðarmaður frá Hjaltlandseyjum. Þar gerði hann út og var á glæsi- legum skipum undir nafninu Reasearch og stundaði veiðar á makríl, síld og kolmunna. Hann fluttist til Grindavíkur fyrir um tveimur áratugum. Hann seldi hlut sinn í útgerðinni á Hjaltlandseyjum fyrir nokkru og í sumar keypti hann sér nýjan Cleopatra bát frá Trefjum. Hann stefnir á að vera með bátinn a strandveiðum á næsta ári. En hvað dró Alexander til Grindavíkur? Jú, það var Bláa lónið. Þar fann hann lækningu við psoriasis sem hafði plagað hann frá unga aldri. Sjóveikur nánast hvern einasta dag Alexander er frá eynni Whalsay sem er hluti af Hjaltlandseyjaklasanum. Hann hefur verið sjómaður alla ævi og byrjaði kornungur að sækja sjóinn á smá skektu. „Ég byrjaði árið 1965 á snurvoðarbát sem var aðeins 24 tonn og við vorum sjö í áhöfninni. Ég var kokkur um borð í tvö og hálft ár og sjóveikur nánast hvern einasta dag. Ég fór síðan á flutningaskip eftir þetta í níu mánuði. Þegar ég kom heim aftur kom skipstjórinn á snurvoðarbátnum til mín og vantaði mann. Einn úr áhöfninni var veikur og hann vildi fá mig til að vera allt sumarið. Ég var þá reyndar að búa mig undir að fara til Southampton um borð í flutningaskip. Ég átti erfitt með að ákveða mig en faðir minn vildi að ég færi frekar á fiskveiðar en á flutningaskip. Hann vildi hafa mig heimavið svo ég sló til og fór á bátinn,“ segir Alexander. Í ljós kom að hann var laus við sjó- veikina og sennilega var það vegna þess að hann var á dekki en ekki í kokkaríinu. Það hafði verið honum mjög erfitt að þurfa að steikja beikon og egg á hverjum morgni. Það er ekki gott að standa sjóveikur í því. Líkaði ekki við reknetin „Þetta reyndist góður tími og um haustið fór ég á lítinn bát á reknet á síld. Mér líkaði ekki sá fiskiskapur og vildi heldur vera á snurvoðinni. Eftir það var ég í afleysingum á nokkrum bátum þar til ég keypti árið 1970 ásamt fimm öðrum lítinn bát frá Fraserburg. Síðan var frændi minn að láta smíða nýjan bát fyrir sig og hann vildi fá mig sem meðeiganda. Ég sló til og var með honum í nokkur ár en við fengum nýj- an bát árið 1975 sem var 75 feta lang- ur. Á honum veiddum við lýsing í troll og fórum á tvílembing með öðrum bát fram til 1980. Þá ákváðum við að selja báða bátana og létum byggja nýjan stálbát í Flekkefjord Noregi sem var 130 fet á lengd og bar um 340 tonn í tönkum.“ Báturinn fékk nafnið Research en afi Alexanders hafði átt bát með því nafni. Þeir áttu hann í fimm ár og voru á tvílembingi á makríl. Til þess keyptu þeir notaðan bát frá Fraser- burg sem bar rúm 600 tonn og voru með hann til 1997. „Eftir það seldum við báða bátana og létum smíða nýjan í Noregi. Við vorum með hann í nokk- ur ár og 2003 létum við enn byggja nýjan bát í Flekkefjord í Noregi, bát sem var miklu stærri. Við vorum með hann til 2017 á makríl og kolmunna. Þá létum við smíða nýjan bát í Tommy- fjord í Noregi og hann er enn í gangi, en ég seldi minn hlut í útgerðinni.“ Lögðu áherslu á gæðin Alexander segir að þeir hafi alltaf lagt mikla áherslu á gæði og þess vegna endurnýjað bátana til að vera með það besta á hverjum tíma. „Þetta voru skip með mikla kæligetu í tönkunum og við notuðum frystingu til að hraða kælingunni. Þannig héld- um við gæðum fisksins í hámarki en aflanum lönduðum við lengst af fersk- um í Noregi. Makríllinn og síldin voru unnin þar fyrir kaupendur í Japan og þeir fylgdust náið með gæðunum. Þeir voru það ánægðir að þeir keyptu allt sem við veiddum frá 2008 og við feng- um mjög gott verð fyrir aflann þannig að allir voru ánægðir. Gangurinn hjá okkur Hjaltlendingum er venjulega sá að sjómenn eru eigendur bátanna sem þeir eru á. Nú, þegar kvótakerfi er komið á er mjög erfitt fyrir unga menn að komast inn í kerfið. Mér fannst kominn tími að fara á eftirlaun en þeir eru enn að gera það gott. Ég er reyndar búinn að kaupa mér handfærabát en náði ekki að kom- ast á strandveiðarnar í sumar. Bæði var mikið að gera hjá mér í öðru og auk þess var veðrið óhagstætt í sumar. Vonandi kemst ég á sjó á næsta ári.“ Geldur varhug við ESB En hvað finnst Alexander um ósættið sem ríkir í skiptingu makrílkvótans milli strandríkjanna? Alexander svarar því til að honum þyki rétt að allir fái sinn sanngjarna skerf en geldur var- hug við Evrópusambandinu í þeim efn- um. Þegar komið var á kvótasetningu innan Evrópusambandsins hafi allt raskast. Þegar Hollendingarnir hafi komið á miðin við Hjaltland hafi Hjalt- Bláa lónið leiddi útgerð- armanninn til Grinda- víkur rætt við Alexander Polson fyrrum sjómann og útgerðarmann frá Hjaltlandseyjum Ægisviðtalið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.