Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 20
„Ef maður hefur áhuga á hlutunum þá gengur vel,“ segir aflakóngur strand- veiðivertíðarinnar 2022, Vigfús Vig- fússon. Vigfús gerir út frá Höfn í Hornafirði og rær á 10 metra sómabát, Dögg sf 18. Hann gerði sér lítið fyrir og veiddi rúmlega 69 tonn á vertíð- inni, sem stóð frá byrjun maí til 21. júlí. Hann var tæpum 13 tonnum hærri en næstaflahæsti strandveiði- báturinn, Nökkvi ÁR. Uppistaðan í afla Vigfúsar var ufsi, eða rúmlega 46 tonn. Vigfús, sem er 62 ára og hefur marga fjöruna sopið í út- gerð, segir að nóg hafi verið af ufsa við Höfn í sumar en ekki séu mörg ár síðan makríllinn hafi sett strik í veiðarnar. „Þetta var óvenju gott í sumar og verður vonandi gott áfram ef makríllinn leggst ekki á okkur – það er ekki góð skepna,“ segir hann sposkur. Áhuginn skiptir öllu Vigfús, sem rær einn, er hógværðin upp- máluð þegar hann er spurður hver lyk- illinn hafi verið að velgengni hans í sumar. „Hann segist hafa veitt ufsann bæði á grunnu vatni og djúpu. Það eru engin trix í þessu, ég leita hann bara uppi og sæki þar sem ég finn hann. Mað- ur þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á þessu.“ Vigfús hefur að sögn róið til fiskjar síðan fyrir fermingu. Hann segist að- spurður hafa tekið þátt í mörgum kerf- um; allt frá 84 daga kerfum niður í 18 daga. Í dag líti hann á þátttöku sína á strandveiðum sem „hobbíveiðar“. „Þetta snýst bara um að hafa gaman að hlutun- um.“ Hlynntur svæðaskiptingu Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávar- útvegsmála, hefur boðað að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi strand- veiða fyrir næsta tímabil. Hún stefnir á að skipta aflaheimildunum á milli land- svæða. Frá árinu 2018 hafa allir strand- veiðimenn veitt úr sama potti. Veiðar á Vesturlandi gengu afar vel í sumar, eins og í fyrra, og veiddu þeir sjómenn stærsta hluta pottsins áður en fiskur gekk á miðin austanmegin við landið. Vigfús er ómyrkur í máli þegar kemur að fyrirkomulagi veiðanna. „Það er bara frekja að hafa þetta í einum potti,“ segir hann og vísar til þeirra sem róa á vest- anverðu landinu og börðust fyrir breyt- ingunni 2018. Þar er fiskgengdin fyrr á sumrinu. „Þeir sem róa á Norðaustur- horninu hafa alla mína samúð. Ég er mjög hlynntur því að breyta þessu aft- ur,“ segir hann. Vigfús vill að byggðapottarnir verði notaðir til að auka aflaheimildir í strand- veiðikerfinu. Fyrirkomulag úthlutunar úr byggðapottunum sé pólitískur leikur og að byggðarlögunum sé tryggt hæsta mögulega verð fyrir fiskinn sem veiddur sé á strandveiðum – þar sem fiskurinn fer á markað. „Á byggðakvótaforminu er það alltaf kóngurinn á hverjum stað sem fær aflaheimildirnar á lágmarksverði. Þá fær höfnin alltaf lágmarksverð.“ 20 Engin trix í ufsanum Vigfús Vigfússon á Höfn í Hornafirði var aflakóngur strandveiða sumarsins  Strandveiðikóngurinn Vigfús með afabarn sitt og alnafna, Vigfús Þór Vigfús- son.  Vigfús Vigfússon kemur til hafnar á Hornafirði 26. júlí í sumar á Dögg SF 18 með hálft sjötta tonn af ufsa. „Þetta var óvenju gott í sumar og verður vonandi gott áfram ef makríllinn leggst ekki á okkur – það er ekki góð skepna,“ segir afla- kóngurinn. Mynd: Kiddi Jóns Strandveiðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.