Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Síða 20

Ægir - 01.06.2022, Síða 20
„Ef maður hefur áhuga á hlutunum þá gengur vel,“ segir aflakóngur strand- veiðivertíðarinnar 2022, Vigfús Vig- fússon. Vigfús gerir út frá Höfn í Hornafirði og rær á 10 metra sómabát, Dögg sf 18. Hann gerði sér lítið fyrir og veiddi rúmlega 69 tonn á vertíð- inni, sem stóð frá byrjun maí til 21. júlí. Hann var tæpum 13 tonnum hærri en næstaflahæsti strandveiði- báturinn, Nökkvi ÁR. Uppistaðan í afla Vigfúsar var ufsi, eða rúmlega 46 tonn. Vigfús, sem er 62 ára og hefur marga fjöruna sopið í út- gerð, segir að nóg hafi verið af ufsa við Höfn í sumar en ekki séu mörg ár síðan makríllinn hafi sett strik í veiðarnar. „Þetta var óvenju gott í sumar og verður vonandi gott áfram ef makríllinn leggst ekki á okkur – það er ekki góð skepna,“ segir hann sposkur. Áhuginn skiptir öllu Vigfús, sem rær einn, er hógværðin upp- máluð þegar hann er spurður hver lyk- illinn hafi verið að velgengni hans í sumar. „Hann segist hafa veitt ufsann bæði á grunnu vatni og djúpu. Það eru engin trix í þessu, ég leita hann bara uppi og sæki þar sem ég finn hann. Mað- ur þarf fyrst og fremst að hafa áhuga á þessu.“ Vigfús hefur að sögn róið til fiskjar síðan fyrir fermingu. Hann segist að- spurður hafa tekið þátt í mörgum kerf- um; allt frá 84 daga kerfum niður í 18 daga. Í dag líti hann á þátttöku sína á strandveiðum sem „hobbíveiðar“. „Þetta snýst bara um að hafa gaman að hlutun- um.“ Hlynntur svæðaskiptingu Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávar- útvegsmála, hefur boðað að breytingar verði gerðar á fyrirkomulagi strand- veiða fyrir næsta tímabil. Hún stefnir á að skipta aflaheimildunum á milli land- svæða. Frá árinu 2018 hafa allir strand- veiðimenn veitt úr sama potti. Veiðar á Vesturlandi gengu afar vel í sumar, eins og í fyrra, og veiddu þeir sjómenn stærsta hluta pottsins áður en fiskur gekk á miðin austanmegin við landið. Vigfús er ómyrkur í máli þegar kemur að fyrirkomulagi veiðanna. „Það er bara frekja að hafa þetta í einum potti,“ segir hann og vísar til þeirra sem róa á vest- anverðu landinu og börðust fyrir breyt- ingunni 2018. Þar er fiskgengdin fyrr á sumrinu. „Þeir sem róa á Norðaustur- horninu hafa alla mína samúð. Ég er mjög hlynntur því að breyta þessu aft- ur,“ segir hann. Vigfús vill að byggðapottarnir verði notaðir til að auka aflaheimildir í strand- veiðikerfinu. Fyrirkomulag úthlutunar úr byggðapottunum sé pólitískur leikur og að byggðarlögunum sé tryggt hæsta mögulega verð fyrir fiskinn sem veiddur sé á strandveiðum – þar sem fiskurinn fer á markað. „Á byggðakvótaforminu er það alltaf kóngurinn á hverjum stað sem fær aflaheimildirnar á lágmarksverði. Þá fær höfnin alltaf lágmarksverð.“ 20 Engin trix í ufsanum Vigfús Vigfússon á Höfn í Hornafirði var aflakóngur strandveiða sumarsins  Strandveiðikóngurinn Vigfús með afabarn sitt og alnafna, Vigfús Þór Vigfús- son.  Vigfús Vigfússon kemur til hafnar á Hornafirði 26. júlí í sumar á Dögg SF 18 með hálft sjötta tonn af ufsa. „Þetta var óvenju gott í sumar og verður vonandi gott áfram ef makríllinn leggst ekki á okkur – það er ekki góð skepna,“ segir afla- kóngurinn. Mynd: Kiddi Jóns Strandveiðar

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.