Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 22
22 Strandveiðum lauk þann 21. júlí, tæp- lega sex vikum fyrr en áformað var. Þá höfðu 712 smábátar dregið rúm 12.567 tonn af botnfiski að landi, í tæplega 17 þúsund veiðiferðum. Þar af komu tæplega 11 þúsund tonn af þorski á land. Veiðar gengu heilt yfir vel og meðalþorskafli á veiðiferð jókst um 6% á milli ára, samkvæmt gögnum Fiskistofu. Að auki var ufsaveiði blómleg á sunnanverðu landinu. Reglugerð um strandveiðar kveður á um að strandveiðibátum sé heimilt að stunda veiðar í 12 veiðidaga innan hvers mánaðar í maí, júní, júlí og ágúst, eða í 48 daga alls. Þrátt fyrir að ráðherra sjáv- arútvegsmála hafi aldrei úthlutað hærra hlutfalli aflamarks til strandveiða dugði það flotanum aðeins í 12 vikur að þessu sinni. Gekk best á Vesturlandi Strandveiðar gengu áberandi vel á A-svæði, sem nær frá og með Snæfells- nesi norður fyrir Hornstrandir. Á því svæði var tæplega helmingur bátanna skráður. Ríflega 58% aflans komu á land á A-svæði. Sjómenn á austanverðu landinu báru skarðan hlut frá borði, eins og í fyrra, en þorskur gengur ekki að ráði á miðin austan við land fyrr en á sumarið líður. Þannig veiddu strandveiðimenn á C-svæði, sem nær yfir Norðaustur- og Austurland, aðeins 12% þorskveiðiaflans. Þar voru þó 16,5% flotans á veiðum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráð- herra, hefur boðað lagafrumvarp sem tryggja á réttlátari skiptingu verðmæta á milli landshluta. „Það er staðreynd að fiskgengd er misjöfn milli landsvæða og það er rót þess óréttlætis sem ég sé í skiptingu pottanna í dag. Sum landsvæði eiga mest undir því að geta veitt seinni hluta sumars; tími sem nú er runninn þeim úr greipum, tími þegar þorskurinn er stærstur og verðmætastur,“ skrifaði hún í grein þar sem hún kynnti áform sín. Aflaheimildum skipt eftir fjölda báta Árið 2018 var horfið frá því fyrirkomu- lagi að skipta pottinum á milli lands- hluta. Frá þeim tíma hafa strandveiðisjó- menn á landinu vestanverðu borið mest úr býtum. Svandís segir ljóst að fullreynt sé að með svæðaskiptinguna. Hún legg- ur til að veiðiheimildum verði skipt á milli landsvæða í réttu hlutfalli við fjölda skráðra báta á hverju svæði. „Með þeim Strandveiðipotturinn tæmdur á tólf vikum Ráðherra boðar breytingar á strandveiðikerfinu. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir ömurlegt að strandveiðar séu háðar duttlungum stórútgerðarinnar á skiptimarkaði  Góður afli á strandveiðinni í sumar. Mynd: Baldur Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.