Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 23
23 hætti væri tryggt að aðstæður eins og í dag skapist ekki aftur, að stór svæði verði af verðmætasta veiðitímanum vegna þess að ekki var tekið tillit til fisk- gengdar,“ segir hún. Landssambands smábátaeigenda hef- ur lýst yfir andstöðu sinni við áform ráðherra og vill leggja áherslu á að tryggðir verði 48 veiðidagar fyrir alla strandveiðisjómenn. Svæðaskiptingin hafi verið afnumin eftir árið 2017 með öryggi sjómanna að leiðarljósi. Sóknar- dögum hafi fram að því verið misskipt á milli landsvæða og menn róið í kapp hver við annan. Illa staðið að uppboðinu Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda, segir skipti- markað með aflaheimildir rót þess hversu snemma veiðar voru stöðvaðar í sumar. Fiskistofa hafi staðið illa að upp- boðinu. „Það er mjög óeðlilegt að fá bara rúm þúsund tonn af þorski fyrir 35 þúsund tonn af loðnu á skiptimarkaði,“ segir Örn en þess má geta að stuðull fyrir kíló af loðnu er 0,36 í þorskígildum talið. Miðað við það hefðu um 12 þúsund tonn átt að fást fyrir loðnuna. Örn segir að það eigi að vera hægt að tryggja strandveiðum 48 daga í gegnum skiptimarkaðinn. „Við fengum hins vegar ekki nema um 3.800 tonn af þorski fyrir 57.000 tonn af aflaheimildum sem boðnar voru upp,“ útskýrir Örn og bætir við: „Það er algjör- lega óþolandi að strandveiðar séu háðar duttlungum stórútgerðarinnar varðandi þessi skipti á aflaheimildum.“ Eina tækifærið til nýliðunar Örn segir ljóst að 48 daga kerfið hafi ekki haldið undanfarin þrjú ár. Við það sé ekki hægt að una. Spurður hvernig hon- um hugnist tillögur ráðherra um að skipta pottinum á svæði eftir fjölda báta svarar Örn því til að hann hafi ekkert séð beint frá ráðherra í þeim efnum. Erfitt sé að leggja mat á fyrirætlanirnar áður en eitthvað sé skjalfest. Svandís hefur lýst yfir eindregnum vilja sínum til að efla strandveiðar. Örn segir aðspurður að gífurlega mikilvægt sé að ráðherrann beri þessar tilfinning- ar til strandveiða enda sé þar eina tæki- færið til nýliðunar í sjávarútvegi. „Þessar veiðar stunda um 800 manns og treysta á þær. Besta byggðastefnan er fólgin í því að efla strandveiðikerfið,“ segir hann og bætir við: „Við erum líka með þá skýru stefnu að allur byggða- kvóti eigi að vera veiddur af dagróðrar- bátum. Þar eiga stærri skipin ekki að fá gramm.“ Strandveiðar  Svandís Svavarsdóttir, ráðherra sjávarútegsmála, hyggst svæðaskipa strand- veiðipottinum. Hún vill efla strandveiðar.  Örn Pálsson, framkvæmastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að strandveiðar séu eina tækifærið til nýliðunar í sjávarútvegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.