Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 15

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 15
15 var hann m.a. annar tveggja skipstjóra á frystitogaranum Oddeyrinni EA sem Samherji gerði út til ársins 2017. „Frystitogurum hefur frekar en hitt farið fækkandi í íslenska flotanum mörg undanfarin ár svo að það eru vissulega ákveðin tímamót þegar skip í þeim flokki bætist við,“ segir Pálmi en á móti honum í skipstjórastólnum er annar reyndur skipstjóri, Stefán Viðar Þórisson. Yfirvél- stjóri á Snæfelli er Óli Hjálmar Ólason. Pálmi segir uppleggið að halda Snæ- fellinu EA fyrst og fremst að veiðum og frystingu á grálúðu og karfa. „Skipið er búið út með heilfrystingarlínu á milli- dekkinu og verður aflinn hausaður og frystur. Hér komum við til með að vera í hefðbundnu úthaldi frystitogara um það bil mánuð á sjó en í dag er það alfarið þannig að menn eru tveir um hvert pláss og róa einn túr og fara síðan í frí næsta túr,“ segir Pálmi. Grálúðan sótt djúpt Pálmi hefur verið síðustu ár á ísfisktog- aranum Björgúlfi EA og hefur því reynslu af bæði ferskfiskveiðum og sjó- frystingu. Hann segist ekki gera upp á milli þessara forma í útgerð, bæði hafi sína kosti. „Þessi útgerðarform eru sitt hvor hluturinn. Ísfisktúrarnir eru stuttir en þá róum við gjarnan nokkra túra í röð og förum svo jafn marga túra í frí. Túr- arnir eru lengri á frystingunni en að sama skapi eru þá fríin líka lengri,“ segir Pálmi og bætir við að allur aðbúnaður, vinnuaðstaða, íbúðir og matsalur séu fyrsta flokks eftir endurbæturnar á skip- inu í sumar. Skipasmíðastöðin sem þær annaðist hafi skilað góðu verki. „Skipið er stórt og öflugt enda er þörf á því þegar við förum út á meira dýpi til að sækja grálúðuna. Mest komum við til með að sækja í grálúðu út af Vestfjarða- miðum, verðum á Hampiðjutorginu og þessum þekktu grálúðuslóðum. Svo hafa líka verið svæði hér út af Norðurlandi og Austurlandi þar sem er hægt að sækja í grálúðu. Karfinn er svolítið annar hand- leggur, mun auðveldara að finna hann í dag. Okkur sjómönnunum þykir ein- hvern veginn ekki alveg hafa farið sam- an hljóð og mynd síðustu ár í karfanum hvað varðar aflaheimildir og það magn sem við erum að upplifa á veiðislóðum. Karfinn hefur verið að aukast síðustu ár, enginn vafi á því, en það þarf auðvit- að að hafa fyrir öllu fiskiríi. Þetta verður bara skemmtilegt verkefni fyrir okkur áhöfnina á Snæfelli EA að takast á við,“ segir Pálmi.  Aftur í íslenska flotann. Snæfell EA hét áður Guðbjörg ÍS og síðan Baldvin Þorsteinsson EA meðan skipið var í eigu Samherja. Útgerð Bragi Smith hefur verið ráðinn við- skipta- og þróunarstjóri hjá iTUB á Ís- landi. Bragi mun leiða sölu félagsins á Íslandi og vinna að viðskiptastefnu þess. Áður starfaði Bragi sem markaðs- stjóri OMAX heildverslun Hann setti á laggirnar Lín Design árið 2007 og rak fyrirtækið þar til hann seldi það í lok árs 2017. Þar áður starfaði Bragi í banka- geiranum í 10 ár, lengst af hjá Kaupþingi sem viðskiptastjóri í eignastýringu.Bragi er með MBA gráðu frá University of New Haven í Bandaríkjunum og stundar nú mastersnám í markaðs- og alþjóðafræð- um við Háskóla Íslands. iTUB sérhæfir sig í leigu á endurnýt- anlegum umbúðum fyrir sjávarútveg í Norður Atlantshafi. iTUB er með starfs- stöðvar í Noregi, Danmörku og á Íslandi, auk þjónustustöðva á öllum helstu fisk- vinnslusvæðum í norðanverðri Evrópu. iTUB er leiðandi í þjónustulausnum á kerum fyrir veiðar, vinnslu og flutning á hráefni. Sjálfbærni er ávallt höfð að leið- arljósi og býður iTUB eingöngu upp á fullkomlega endurvinnanleg ker sem framleidd eru af Sæplasti á Dalvík.  Bragi Smith leiðir þjónustu iTUB á Íslandi. Ráðinn viðskipta- og þróunarstjóri iTUB  FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.