Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 28
28 Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2022/2022. Heildarúthlutun er 321 þúsund þorskígildistonn sem er í heild samþráttur um eitt þorskígildistonn frá fyrra fiskveiðiári en þá var samdrátturinn milli fiskveiðiára 37 þúsund tonn. Úthlutun í þorski á nýja fiskveiðiárinu er tæp- lega 164 þúsund þorskígildistonn en var rúmlega 175 þorsk- ígildistonn á síðasta fiskveiðiári. Aftur á móti eykst kvótinn í ýsu um 5 þúsund tonn og verður nú 48 þúsund þorskígild- istonn. Úthlutunin nær að þessu sinni til 396 skipa sem eru í eigu 307 aðila. Til samanburðar var í upphafi síðasta fiskveiðiárs úthlut- að til 424 skipa í eigu 308 aðila. Af þessu má glögglega sjá að bát- um og skipum með úthlutaðar aflaheimildir heldur áfram að fækka þó fjöldi útgerða standi í stað. Af öðrum áhugaverðum staðreyndum um úthlutunina nú má nefna að bátum í krókaflamarkskerfinu fækkar um 25 og eru nú 217. Bátum í aflamarkskerfinu fækkar um tvo á milli ára og eru nú 179. Bátar undir 15 m og 30 brúttótonnum fá úthlutað rúm- lega 45 þúsund þorskígildistonnum en bátar yfir 15 metrum og 30 brúttótonnum fá úthlutað 369 þúsund þorskígildistonnum. Þá fengu alls 50 bátar úthlutað skel- og rækjubótum í upphafi fisk- veiðiársins, samanlagt 1.815 þorskígildistonnum. Stærstu fyrirtækin með hærra hlutfall Ef horft er til þeirra fimmtíu útgerðarfyrirtækja sem mestu fá úthlutað þá ráða þau á þessu fiskveiðiári yfir rúmlega 292 þús- und tonnum í þorskígildum talið, sem er nánast upp á tonn það sama og á síðasta fiskveiðiári. Hlutfallið af heildarúthlutuninni hjá þessum fyrirtækjahópi er örlítið hærra en þá eða 90,89% nú en var 90,6% á síðasta fiskveiðiári. Sem fyrr er Brim hf. með stærsta hlutdeild af aflaheimildun- um, samanlagt 10,26% Hlutfall Brimst jókst milli fiskveiðiára en það var 9,33% við úthlutun á síðasta fiskveiðiári. Næsta fyrir- tæki á listanum, líkt og á síðasta fiskveiðiári, er Samherji Ísland ehf. með 6,78% heildarúthlutunar en fyrirtækið var með 7% í upphafi síðasta fiskveiðiárs. FISK Seafood ehf. er eins og á síð- asta fiskveiðári í þriðja sæti, nú með 6,28% heildarúthlutunar en fyrirtækið var með 6,22% á síðasta fiskveiðiári. Tíu kvótahæstu fyrirtækin fengu nú úthlutað 170.739.736 þorskígildistonnum, sem er 53,15% heildarúthlutunarinnar. Þannig hafa þessi fyrirtæki styrkt stöðu sína hlutfallslega milli fiskveiðiára en þau voru með 52,46% heildarúthlutunar í fyrra. Listi tíu kvótahæstu útgerðanna er skipaður sömu fyrirtækj- um og á síðasta fiskveiðiári. Skinney Þinganes færðist upp í fimmta sætið og Vísir í það sjötta. Rammi fór úr sjötta í sjöunda sætið, Vinnslustöðin færðist einnig niður um eitt sæti og er í því áttunda. Loks höfðu Síldarvinnslan og Útgerðarfélag Reykjavík- ur sætaskipti nú. Fyrirtæki Samtals ÞÍG Hlutfall Brim hf., Reykjavík 32.974.224 10,26% Samherji Ísland ehf., Akureyri 21.772.279 6,78% FISK-Seafood ehf., Sauðárkróki 20.052.193 6,24% Þorbjörn hf., Grindavík 17.082.525 5,32% Skinney-Þinganes hf., Höfn 14.242.067 4,43% Vísir hf., Grindavík 13.902.695 4,33% Rammi hf., Siglufirði 13.709.820 4,27% Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum 13.401.945 4,17% Síldarvinnslan hf., Neskaupstað 12.168.192 3,79% Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., Rvk. 11.433.796 3,56% Samtals 170.739.736 53,15% Verstöðin Reykjavík endurheimtir toppsætið Listi 10 stærstu verstöðvanna tekur nokkrum breytingum milli fiskveiðiára. Nú gerist það að verstöðin Reykjavík endurheimtir fyrsta sætið á listanum eftir að hafa gefið Vestmannaeyjum það eftir á síðasta fiskveiðiári. Reyjavík er nú með 11,80% kvótans en hlutfallið var 10,52% á síðasta fiskveiðiári. Vestmanneyjar hafa einnig lítillega bætt í og eru nú með 10,91% aflaheimildanna í þorskígildum talið. Grindavík er sem fyrr í þriðja sæti og hefur sömuleiðis aukið hlutfall sitt í 10,52% af heildarúthlutun. Stærsta breytingin á listanum er að Akranes er horfið af honum og í staðinn er Grenivík komin í 10 sæti.  Sauðárkrókstogarinn Málmey SK-1 er í þriðja sæti yfir kvótahæstu skip flotans. Mynd: Guðmundur Guðmundsson Kvótinn 2022/2023 Aflaheimildir á nýju fiskveiðiári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.