Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 13
13 Síldarvinnslan í Neskaupstað og BioMar Group hafa undirritað viljayf- irlýsingu um byggingu fóðurverk- smiðju á Íslandi. Að því er segir í til- kynningu frá fyrirtækjunum er stefnt er að því að byggja umhverfisvæna verksmiðju þar sem kolefnisspor verði lágmarkað með notkun umhverfis- vænnar orku. Síldarvinnslan hefur frá árinu 2002 verið meirihlutaeigandi í fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri en Laxá er stærsti framleiðandi fiska- fóðurs á Íslandi. Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldar- vinnslunnar fagnar samstarfinu við BioMar. „Við höfum í lengri tíma átt í góðu sambandi við BioMar og þetta sam- starfsverkefni fellur vel að starfsemi beggja fyrirtækja. Bæði fyrirtækin leggja mikla áherslu á að hafa sjálfbærni að leiðarljósi og reynsla okkar á sviði fram- leiðslu fiskimjöls og lýsis með sjálbærum hætti mun nýtast vel við framleiðslu á hágæðafóðri fyrir íslenskt fiskeldi og fóðrið verður samkeppnisfært við erlent fóður. Þetta er mikilvægur áfangi í auk- inni verðmætasköpun á okkar fram- leiðsluvörum“ segir Gunnþór. Fram kemur í tilkynningunni að stefnt sé að endanlegri ákvörðun um verkefnið fyrir lok yfirstandandi árs, meðal annars um staðsetningu verk- smiðjunnar. Reiknað er með að fram- kvæmdir hefjist á næsta ári en kostnað- ur er áætlaður 7-10 milljarðar króna. Fram kemur í tilkynninguinni að með verkefninu skapist tækifæri til að nýta framleiðslu Síldarvinnslunnar til fóður- gerðar með þeim aðferðum sem BioMar hafi þróað með ítarlegum rannsóknum. Framleiðsla BioMar sé þekkt hér á landi en Laxá hefur flutt inn og dreift fram- leiðsluvörum BioMar um nokkurra ára skeið. Fiskeldi á Íslandi hafi tífaldast frá árinu 2010 og stefnt að frekari vexti greinarinnar. „Vöxturinn hefur fyrst og fremst ver- ið í sjókvíaeldi en fyrirhuguð er mikil uppbygging í landeldi sem mun nýta hagstæðar umhverfisaðstæður. Ísland er kjörin staðsetning fyrir fóðurframleiðslu þar sem gott hráefni er til staðar og unnt að framleiða með hreinni grænni orku. Á sama tíma mun framleiðslan draga mjög úr þörfinni á að flytja fóður til landsins. Þetta verkefni mun hafa mjög jákvæð umhverfisleg áhrif. Bygg- ing fóðurverksmiðju er mikilvægur þátt- ur í að auka samkeppnishæfni Íslands og eykur þekkingu okkar á undirstöðu fisk- eldis sem byggir á góðu fóðri.“ Bygging hátækni fóður- verksmiðju á teikniborðinu  Ný hátæknivædd fóðurverksmiðja þýðir að stórlega dregur úr þörf fyrir innflutning fóðurs til fiskeldis. Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.