Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 8
8 Gróður sem sest á botn skipa og báta hefur alltaf verið þekkt og hvimleitt vandamál því gróðurinn hefur áhrif á sjóhæfni skipa, veldur meiri olíueyðslu og þannig mætti áfram telja. Reglubundin botn- hreinsun og botnmálun hefur fram að þessu verið eina aðferðin til að bregðast við gróðrinum en nú hefur Brimrún ehf. hafið sölu hér á landi á nýjum búnaði frá Bretlandi sem varnar við því að gróður festist á botni skipanna. Reynsla fyrstu kaupenda þessa búnaðar lofar góðu. Kerfið sem um ræðir heitir Sonihull og er umhverfisvænt því búnaðurinn byggist á því að framkalla titrings- bylgjur sem sendar eru út frá sérstök- um botnstykkjum sem komið er fyrir í hylkjum inni í skipunum og niður und- ir botni. Það ræðst síðan af stærð skipa og báta hversu viðamikið kerfi er valið í hverju tilviki. Tíðnibylgjur hindra botngróðursmyndun Sveinn K. Sveinsson, sölustjóri hjá Brimrún og Richard Már Jónsson, sölu- maður, segja þessa nýjung mjög áhugaverða í baráttunni við botngróð- urinn. „Það er alþekkt að gróður, skeljar og hrúðurkallar myndast á botni skip- anna og geta gert að verkum að botn- lokar og sjóinntök hreinlega stíflast með tilheyrandi kostnaði við hreinsun. Frá Sonihull botnstykkjunum sem kom- ið er fyrir í hylkjum sem límd eru inn- an á skipsskrokkana eru sendar tíðni- bylgjur sem verða til þess að botn- gróðurinn myndast ekki en þessar bylgjur eru samt þannig að þeirra verður ekkert vart í skipinu eða bát- unum að öðru leyti,“ segja þeir. Upphafið að þróun þessa búnaðar má rekja til þess að eigandi skemmti- báts í Bretlandi tók eftir að gróður myndaðist aldrei í kringum botnstykki tengt siglingatækjum um borð en það sendi frá sér bylgjur á ákveðinni tíðni. Í framhaldi af þessu fór af stað þróun á kerfi sem sendi tíðnibylgjur út yfir allan botnflötinn á bátum eða skipum. Reynslan lofaði góðu og er kerfið full- þróað í mismunandi stærðarútfærslum. Brimrún hefur nú þegar selt fyrstu kerfin hér á landi og mun kynna þetta kerfi á sýningunni SJÁVARÚTVEGI 2022 sem hefst í Laugardalshöll 21. september næskomandi. Ávinningurinn margþættur „Skipum og bátum sem liggja um tíma við bryggju er sér í lagi hætt við að fá botngróður en Sonihull kerfið vinnur ekki á gróðri sem hefur náð að mynd- ast. Kerfið er fyrst og fremst hugsað til að varna því að gróðurinn myndist. Einn af kostunum við þetta kerfi er að uppsetning er mjög einföld, aðeins þarf að líma botnstykkin innan á skrokkana og hvert slíkt sendir tíðni- bylgjur út í fimm metra radíus. Eitt botnstykki er því nægjanlegt til að verja botn á t.d. hefðbundnum strand- veiðibáti, svo dæmi sé tekið,“ segir Sveinn og bætir við að dæmi séu um að botngróðurinn hafi þau áhrif að hraðfiski- bátar nái ekki að plana á fullri ferð, olíueyðsla aukist umtalsvert, sem og álag á aðalvél. „Sonihull kerfið getur verið staðbundið kerfi, t.d. ef menn vilja fyrst og fremst verja t.d. botnloka, inntök og stýri, svo dæmi sé tekið. En ef eigendur báta og skipa kjósa frekar þá er auðvelt að útfæra þessa lausn þannig að allur botninn sé varinn með þessum tíðnibylgjum og þannig myndist ekki gróður. Við þetta sparast verulegir fjármunir sem ann- ars fara í tíðari slipptökur og botnmál- un, auk þess sem það fellur vel að um- hverfissjónarmiðum nútímans ef ekki þarf að botnmála eins oft og áður,“ segir Richard og ítrekar að uppsetning kerfisins sé mjög einföld. Rásafjöldi og umfang kerfisins fari eftir stærð hvers skips og í reynd sé líka hægt að byrja með eitt botnstykki til reynslu og út- víkka síðan kerfið.  Sonihull kerfið má fá í mismun- andi útfærslum eftir stærð skipa og báta. Hvert botnstykki getur sent úr titringsbylgjur í fimm metra radíus. Brimrún ehf. kynnir breska nýjung Sonihull kemur í veg fyrir gróður- myndun á botni skipa og báta  Sveinn K. Sveinsson, sölustjóri hjá Brimrún og Richard már Jónsson, sölumaður, telja þá nýju tækni sem Sonihull kemur með inn í sjávarútveginn geta skilað notendum sparnaði og aukið sjóhæfni skipa og báta. Nýjungar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.