Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 18

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 18
18 Skaginn 3X hefur undirrit- að samning við sjávarút- vegsfyrirtækið Bluewild í Álasundi í Noregi um að heildarvinnslulausn um borð í nýjan togara félags- ins. Hönnun hans er byggð á því sem framleiðendurnir hafa kallað ECOFIVE hug- myndafræðina. Sjálfbærni, hagkvæmni og gæði skipta þar höfuðmáli. Ný skrúfu- tækni, ný meðhöndlun á trollum, vistvæn dæling á aflanum og nýstárleg vinnslutækni munu gjör- bylta framlegð. Heildarverðmæti samn- ingsins er rúmlega einn milljarður íslenskra króna, segir í tilkynningu frá Skag- anum 3X. „Samningurinn markar tímamót fyrir okk- ur,“ segir Ragnar A. Guð- mundsson, yfirmaður sölu- mála Skagans 3X fyrir Skandinavíu og Evrópu en hann hefur leitt verkefnið af hálfu fyrirtækisins frá upp- hafi. „Við höfum unnið náið með Bluewild teyminu síð- astliðin tvö ár. Ótal fundir og tilraunir skiluðu þessum ár- angri og við höfum þróað nýja og spennandi kerfis- lausn sem samrýmist virki- lega vel stefnu þeirra.“ Snýst um gæði og hámörkun afurðanýtingar Þegar aflinn kemur um borð er hann fluttur beint í vatnsfyllta birgðatanka sem eru neðan sjólínu. Þar er hann geymdur lifandi áður en hann er fluttur í verk- smiðjuna. Aflinn er færður á efra verksmiðjudekkið með yfirþrýstingslosun sem kem- ur í veg fyrir hið dæmigerða tjón sem getur orðið við notkun annars konar dæl- ingar. Vinnslukerfi Skagans 3X tekur þar við en fiskur- inn verður unninn í flök og bita. Einnig verður heildstæð rækjulína í skipinu sem mun vinna soðna lausfrysta rækju og frysta iðnaðar- rækju til frekari framleiðslu í landi. „Við leggjum áherslu á gæði og hámarks afurðanýt- ingu,“ útskýrir Ragnar. „Þetta þýðir að hver og einn fiskur fær toppmeðhöndlun í öllu ferlinu, allt frá lifandi fiski til frystar afurðar. Auk þess er kerfið hannað til að nýta allar aukaafurðir til hins ítrasta til að hámarka verðmæti þeirra.“ Skaginn 3X landar samn- ingi upp á milljarð  Fiskkælingarkerfi frá Skaganum 3X. Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.