Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 11
11 runnu saman í eitt undir nafninu Þor- björn. Þá voru þessi fyrirtæki að gera út 16 skip. Það hefur verið handagangur að laga til síðan þá. Búið að breyta mörgu og í raun er ekkert eins,“ segir Gunnar. Ísfisktogari með möguleika á frystingu Nýja skipið sem Þorbjörn er með í smíð- um verður ísfisktogari en er þannig hannað, að mjög auðvelt verður að breyta því í frystiskip ef aðstæður verða þannig að það borgi sig. Allar lagnir og rými miðast við að hægt sé að koma fyr- ir frystitækjum og vinnslubúnaði og lestin er hönnuð sem frystilest þó hún verði nýtt sem ferskfisklest til að byrja með. „Við viljum halda okkur við ferska fiskinn áfram, en engar ákvarðanir hafa verið teknar um það hvort og þá hvaða skipum verður skipt út við komu nýja skipsins. Það fer bara eftir hversu rými- legur kvótinn verður þegar þar að kem- ur og hvernig fiskmarkaðir ytra þróast,“ segir Gunnar. „Fljótlega eftir sameininguna minnk- aði vægi saltfisksins en við höfum samt haldið nokkuð í þann markað. Hjá okkur fara um 25% af fiskinum í salt. Hitt fer í ferskt og sjófryst. Við höfum þannig ver- ið að sinna þessum traustu viðskiptavin- um okkar á Spáni. Þeir hafa helst viljað línufiskinn en við höfum fengið þá til að taka saltaðan fisk úr trolli. Sá fiskur er miklu betri en hann var hér áður fyrr. Það er í dag farið betur með fiskinn, tek- in styttri og minni hol. Aðgerð og kæling taka styttri tíma og túrarnir eru líka styttri. Þetta eru vinnslukerfi sem eru mjög afkastamikil og vel hönnuð.“ Ekkert sótt í Barentshafið nú Gunnar segir að fyrirtækið verði rekið með óbreyttum hætti í vetur en það fari þó eftir því hvernig afurðaverðin haldi. „Afurðaverðin hafa verið í hæstu hæðum en núna í ágúst voru að koma fram einhverjar lækkanir, til dæmis á hausuðum og slægðum þorski frá Noregi. Framboð á honum mun minnka skarpt þegar líður á haustið. Það eru heldur ekki miklir kvótar eftir í Noregi og einn- ig hefur þeim ekki gengið vel að ná kvótum.“ Þorbjörn á það lítinn kvóta í Barents- hafi að hann var ekki sóttur að þessu sinni, heldur var honum skipt út fyrir heimildir hér heima. Fyrirtækið var líka búið að selja þær heimildir sem það átti áður í lögsögu Rússa. Ekki var orðinn grundvöllur fyrir að sækja þann afla en Gunnar segir að því til viðbótar hafi engar heimildir til veiða í lögsögu Rússa verið gefnar út nú. Mjög stór þorskstofn En hvað segir Gunnar um stöðu þorsk- stofnsins nú eftir mikinn niðurskurð veiðiheimilda á undanförnum árum? „Í dag er mjög stór þorskstofn í sjónum og þegar þannig háttar til er auðvelt að veiða þorskinn. Hann er eiginlega alls staðar og auðveldast að veiða hann af öllum tegundum. Ég er viss um að þorsk- stofninn er búinn að ná sér og úr svona stórum þorskstofni væri engin goðgá að taka aðeins meira en við höfum verið að taka að undanförnu, eða um 20% meira. Mér hefur alltaf fundist að það mætti taka meira úr stórum stofni og minnka hlutfallið þegar stofninn dalar. Við höfum líka velt því mikið fyrir okkur hvernig staðan í karfanum er. Við viljum láta rannsaka hana betur. Nú segja sjómennirnir okkar að alls staðar sé hægt að ganga að karfa en það hefur  Vinnslulína Þorbjarnar.  Saltfiskur er um fjórðungur framleiðslu Þorbjarnar.  Teikning af hinu nýja skipi Þorbjarnar. Útgerð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.