Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2022, Blaðsíða 14
14 „Mér líst mjög vel á skipið. Það er búið að endurnýja mikið á vinnsluþilfari,í brú og gera endurbætur á vistarver- um og matsal þannig að tilfinningin er á vissan hátt eins og að fara með nýtt skip á sjó. Þetta verður bæði spennandi og krefjandi verkefni og auðvitað gleðilegt þegar frystitogari bætist í flota Samherja og lands- manna,“ segir Pálmi Gauti Hjörleifs- son skipstjóri á frystitogaranum Snæ- felli EA-310 sem hóf útgerð nú í ágúst- mánuði. Samherji hf. keypti skipið af Framherja í Færeyjum en þar hét það Akraberg. Snæfell EA verður gert út á heilfrystingu, fyrst og fremst á grá- lúðu og karfa. Skip með sögu Snæfell EA er skip með mikla sögu. Það var smíðað nýtt fyrir útgerðarfyrirtækið Hrönn á Ísafirði og hét Guðbjörg ÍS við komuna til landsins árið 1994. Í kjölfar sameiningar Samherja og Hrannar var það um skeið gert út í Þýskalandi undir nafninu Hannover NC. Skipið var síðan lengt og því breytt í fjölveiðiskip sem gert var út af Samherja undir nafninu Baldvin Þorsteinsson EA. Togarinn fór svo aftur til Þýskalands árið 2007 og síð- an til Færeyja árið 2013 þar sem skipið sem hét Akraberg og var gert út sem frystiskip allt þar til það fékk nú heima- höfn á Akureyri á nýjan leik. Snæfell EA-310 er 85 metra langt og tæplega 2.900 brúttótonn. Auk áður- nefndra endurbóta á skipinu nú í sumar var loftræstikerfi endurnýjað og ýmis búnaður í vélarrúmi uppfærður, auk þess sem skipið var málað að innan sem utan. Verkið var unnið hjá Orskow Yars skipasmíðastöðinni í Fredrikshavn í Danmörku og tók það í heild um þrjá mánuði. Tímamót þegar frystitogari bætist í flotann Átján manns eru í áhöfn Snæfells EA og sami fjöldi í skiptiáhöfn. Það skapast því mörg störf með tilkomu frystiskips eins og hér um ræðir. Pálmi hefur áralanga reynslu í sjómennsku og skipstjórn og  Pálmi Gauti Hjörleifsson, skipstjóri, í brúnni á Snæfelli EA-310. Spennandi verkefni framundan segir Pálmi Gauti Hjörleifsson skipstjóri á frystitogaranum Snæfelli EA-310 sem hóf útgerð nú í ágústmánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.