Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 14

Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 14
VF-I&T-.TÓB a RITIE 6 geta fengið fastari línur í starfsemi sjóðsins, en verið hefir. Á fundi með fulltrúum útgerðarmanna í vetur áttum við tal við þá um sjóðinn, og töldu þeir öll tormerki á viðhaldi hans, og var einnig á þeim að heyra, að skyld- ur þeirra í því efni væru ekki miklar. Við því má og búast, að einhver tregða verði á innheimtunní, en ekki er rétt að spá því, að svo stöddu, að það megi ekki tak- ast að halda sjóðnum við. Verðum við að heita á fulltrúa okkar í sjóðstjórninni, að þeir geri það, sem þeir mega, til þess að kippa þessu í rétt horf. Sökum breyttra aðstæðna Vélstjórarnir hjá Skipaútgerð 2-íkisins hjá Skipaút- (sölu Óðins) hefir nokkur gerð ríkisins. innbyrðis krytur komið upp milli vélstjóranna þar. Standa vélstjórar varðskipanna á öndverðum meið við vélstjóra strand- ferðaskipanna, og hafa báðir ílokkar heit- ið á félagsstjórnina til fulltingis. Félags- stjórnin hefir hinsvegar gert fyrirspurn til forstjórans um skoðun hans á aldurs- festu þessara manna, en það er um hana, sem deilt er. Á svari forstjórans er ekki mikið að byggja, og samtöl við hann hafa enn ekki leitt til þeirra úrslita, sem allir hiutaðeigendur væri ánægðir með. Mál þetta er því í rauninni óleyst enn. Að sjálfsögðu mun félagsstjórnin leggja það til málanna, sem hún eftir atvikum álítur réttast og þessum flokki vélstjóra í heild til mestra hagsbóta framvegis. Það er ekkert launungar- Atkvæða- mál, að nokkur skoðana- greiðslan. munur hefir ríkt innan fé- lagsins hin síðari árin um afstöðu þess til annarra félaga í landinu. Hafa allmargir félagsmenn verið þeirrar skoðunar, að hlutleysisstefna sú um þjóð- mál, sem félagið hefir jafnan fylgt, mundi einangra það um of og verða þess vald- andi, að það gæti ekki komið fram áhuga- málum sínum. Afstaðan hefir breytst nokkuð í þess- um efnum, síðan Atvinnurekendafélagið var stofnað. Við stöndum nú t. d. ekki lengur andspænis F. 1. B., er við ræðum um launagreiðslur á togurunum, heldur andspænis vinnuveitendumj öllurn samein- uðum. Það er því að vonum, að raddirn- ar verða æ háværari, sem æskja þess, að við gerum einhverskonar málefnasam- band við félög, sem okkur standa nærri, ef verða kynni til þess, að málefnum okk- ar væri þá betur borgið, Útaf þessu hefir risið nokkur ágreiningur, eins og kunnugt er. Halda sumir fram Alþýðusambandinu, en sumir því, að reyna beri að mynda samband við iðnverkamenn, eða þá t. d. við aðra yfirmenn skipanna. Til undirbúnings þessu máli var kosin nefnd í fyrra, og átti hún að vinna með stjórninni. Á sameiginlegum fundi nefnd- ar og stjórnar varð samkomulag um það, að láta fara fram tilrauna-atkvæða- greiðslu um það, hvort félagsmenn að- hvltust upptöku í Alþýðusambandið. Árangur atkvæðagreiðslunnar varð, eins og kunnugt er, sá, að neiin urðu allmiklu fleiri. Málefni þetta er þó alls ekki úr sög- unni með þessu. Úrslitin benda aðeins til þess, að við þurfum að leita fyrir okkur á öðrum stað. I þessu sambandi má geta þess, að seinni partinn í vetur barst félaginu bréf frá formanni „Öldunnar“, þar sem gerð er fyrirspurn um það, hvort V. S. F. í. mundi vilja taka þátt í því, að reyna að koma á fót landssambandi meðal far- manna eða öllu heldur yfirmanna á skip-

x

Vélstjóraritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vélstjóraritið
https://timarit.is/publication/1718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.