Vélstjóraritið - 01.07.1936, Blaðsíða 19
11
VÉLSTJÓRARITIÐ
RFMÆLI 0 G MINNINGAR
JflMES WflTT
TVEGGJA ALDA MINNING
Hinn 19. jan. síðastliðinn voru liðin
200 ár frá fæðingu þess rnanns, sem
niesta frægð hefir unnið nafninu Watt
og gert það mannkyninu ógleymanlegt,
rneðan jörð byggist.
Þessa merkisdags var minnst um allan
heim, bæði í ræðu og riti, sem vonlegt
var, þar sem í hlut á einn mesti hugvits-
rnaður, sem uppi hefir verið, sannnefndur
brautryðjandi vélamenningarinnar í
heiminum.
Það er oftast sagt, að James Watt hafi
fundið upp eimvélina. Þetta er þó ekki
rétt nema að vissu leyti. Eimvélin var,
sem kunnugt er, til, áður en hann byrj-
aði sitt mikla lífsstarf, en hún var vart
nothæf, og honum tókst að gera úr vél-
um þeirra Savarys og Newcomens, sem
voru mjög ófullkomnar, þá eimvél, sem
með sáralitlum breytingum er enn í dag
notuð um allan heim.
Það er óhætt að fullyrða, að James
Watt hefir fengið marga góða hæfileika
í vöggugjöf, enda er sagt, að hann hafi
verið af góðu bergi brotinn. Afi hans,
Thomas Watt, var kennari í siglinga-
fræði og stærðfræði við stýrimannaskóla
í Cartsdyke, sem er lítill bær á bökkum
Clydefljótsins í Skotlandi. Faðir hans,
James Watt, var það, sem við mundum
kalla „þúsund þjala smiður“, og hafði
„mörg jám í eldinum“. Hann var talinn
hagleiksmaður mikill og snjall kaup-
sýslumaður.
Árið 1730 settist hann að í bænum
Greenock, sem þá var lítið þorp í nánd
við Cartsdyke. Þar hafði hann með
höndum margskonar iðju; hann var
liúsa-, skipa- og húsgagnasmiður, hann
gerði einnig við alls konar tæki, svo sem
áttavita og önnur sjófræðileg áhöld; auk
þess verslaði hann með skipsnauðsynjar
og átti hluti í langferðaskipum. Enn
fremur hafði hann með höndum mörg
trúnaðarstörf fyrir samborgara sína.
Sonur hans, hugvitsmaðurinn James
Watt, fæddist 19. janúar 1736 og var sá
fjórði í röðinni af fimm systkinum; þrjú
dóu ung, en bróðir hans John Watt
druknaði á æskuskeiði.
Það er sagt, að James hafi í bernsku
verið mjög lasburða og þurft afar mikla