Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20222 Villtist af leið DALIR: Smalamennskur um síðustu helgi gengu sumar illa sökum þoku sem lagðist yfir heiðar. Í leit á Sanddal villt­ ist einn smali af leið. Sá lagði upp frá Sanddalstungu og átti að smala Sanddalinn, koma fénu niður í Reykjadal og í Fellsendarétt. Smalinn villtist hins vegar af leið en þó ekki alvarlegar en svo að hann skil­ aði sér aftur á upphafsreit en fór ekki með hópnum niður í Reykjadal. -gbþ Hvetur fólk til að prjóna sokka LANDIÐ: ,,Sendum hlýju“ er verkefni þar sem fólk getur prjónað sokka sem sendir verða svo til Úkraínu. Þar munu þeir koma til með að hjálpa stríðshrjáðu fólki, einkum hermönnum, að kom­ ast í gegnum harðan vetur framundan. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utan­ ríkisráðherra hefur hvatt alla sem geta til að prjóna ullar­ sokka fyrir verkefnið. Setti hún eftirfarandi tilkynn­ ingu inn á Facebooksíðu sína: ,,Mæli með af öllu hjarta að fara inn á sendumhlyju.is. Þið öll sem getið prjónað ullar­ sokka úr alvöru íslenskri hlýrri ull og við sjáum til þess að hlýjan skili sér á kalda fætur í erfiðum verkefnum. Verk­ efnin sem þarf að leysa eru allskonar og hér getur hvert og eitt okkar gert gagn.“ -sþ Bera ábyrgð á sjálfum sér SNÆF: Þorgrímur Þráins­ son rithöfundur heldur fyrir­ lesturinn „Verum ástfangin af lífinu“ fyrir foreldra nemenda í Grunnskóla Snæfellsbæjar miðvikudaginn 21. septem­ ber kl. 20 í starfsstöð skól­ ans í Ólafsvík. Þar fjallar Þor­ grímur um mikilvægi þess að bera ábyrgð á sjálfum sér, sinna litlu hlutunum alla daga sem efla sjálfstraustið, setja sér markmið og vera flottur persónuleiki. Og ekki síst lesa og læra ný orð því læsi er eitt mikilvægasta lýðheilsumálið. -mm Rotþrær tæmdar í Helgafellssveit STYKK: Með samein­ ingu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar bætt­ ist fjöldi nýrra verkefna á starfsmenn sveitarfélagsins. Unnið er nú að einu slíku en þessa dagana standa starfs­ menn Þjónustumiðstöðvar í ströngu við að tæma allar rot­ þrær í Helgafellssveit. Fram kemur á heimasíðu sveitarfé­ lagsins að gert sé ráð fyrir að því verkefni verði lokið fyrir næstu helgi. Myndin sýnir Jón Beck, verkstjóri Þjónustu­ miðstöðvar, með skófluna. -vaks/ Ljósm. stykkisholmur.is Sveitarstjórnir Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar hafa báðar mótmælt þeim fyrirætlunum Sig­ urðar Inga Jóhannssonar að leggja á nýja skattheimtu fyrir umferð um jarðgöng. Telja þær að notendur Hvalfjarðarganga séu búnir að gera upp fyrir gerð ganganna og því sér­ lega ósanngjarnt að hefja þar gjald­ töku að nýju. Á fundi sínum 25. september árið 2018 sendi bæjarstjórn Akra­ neskaupstaðar frá sér ályktun þar sem hún fagnaði þeim merkis­ áfanga, að Spölur skilaði Hval­ fjarðargöngum uppgreiddum til ríkisins tuttugu árum eftir að þau voru opnuð fyrir umferð. Það að göngunum væri skilað að fullu uppgreiddum til ríkisins var lykil­ atriði, því það þýddi að innheimta veggjalda yrði lögð niður og við tæki rekstur á ábyrgð ríkisins eins og raunin er um öll önnur sam­ göngumannvirki í íslenska vega­ kerfinu. Í ályktun sinni brýndi bæj­ arstjórn jafnframt ríkið til að huga að undirbúningi nýrra Hvalfjarðar­ ganga, þar sem núverandi göng væru komin að mörkum leyfilegs umferðarmagns. „Nú berast fréttir af því að rík­ isstjórnin áformi að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum á nýjan leik árið 2023, fimm árum eftir að ríkið tók við mannvirkinu fullbúnu og skuldlausu. Þessi gjaldtaka er sögð eiga að fjármagna byggingu nýrra Hvalfjarðarganga. Hvalfjarðar­ göng voru einstök framkvæmd á íslenskan mælikvarða og saga þeirra í raun merkisatburður í samgöngu­ sögu íslensku þjóðarinnar. Ekki aðeins eru göngin fyrstu og einu neðansjávargöngin á Íslandi, heldur voru þau einnig fyrsta einkafram­ kvæmdin í íslenska vegakerfinu og fyrsta alþjóðlega fjárfesting sinnar tegundar í samgöngumálum á Norðurlöndum,“ segir í bókun sem bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum síðast­ liðinn þriðjudag. „Þá voru Hval­ fjarðargöng fyrsta framkvæmdin í samgöngumannvirkjum á Íslandi sem samið var um á grundvelli alútboðs þar sem verktakinn bar alla ábyrgð á fjármögnun verksins á framkvæmdatíma sem og tæknilega ábyrgð á framkvæmd verksins. Síð­ ast en ekki síst eru Hvalfjarðargöng eina vegaframkvæmd í sögu lands­ ins sem er að fullu greidd með not­ endagjöldum. Það væri því sérlega ósanngjarnt að hefja að nýju inn­ heimtu veggjalda einmitt þar.“ Njóti jafnræðis „Bæjarstjórn Akraness leggur þunga áherslu á að íbúar lands­ ins njóti jafnræðis óháð búsetu. Frá því að Hvalfjarðargöng voru byggð hefur ríkið staðið fyrir upp­ byggingu dýrra samgöngumann­ virkja víða um land, svo sem lagn­ ingu jarðganga og tvöföldun vega. Þessi uppbygging hefur átt sér stað án þess að notendur þeirra mann­ virkja, að Vaðlaheiðargöngum einum undanskildum, hafi þurft að greiða fyrir notkun þeirra, hvað þá fyrir framkvæmd þeirra áður en þau voru byggð. Það skýtur því skökku við að íbúar Vesturlands þurfi að greiða á ný fyrir notkun Hval­ fjarðarganga, í þetta sinn til að safna fyrir nýjum göngum. Slík ráðstöfun brýtur alvarlega gegn jafnræði íbúa miðað við búsetu þeirra. Bæjar­ stjórn brýnir innviðaráðherra til dáða við undirbúning nýrra Hval­ fjarðarganga, sem löngu eru orðin tímabær miðað við umferðarþunga um núverandi göng, og lýsir sig reiðubúna til samtals og samvinnu um það verkefni.“ Loks segir í ályktun bæjar­ stjórnar að hún mótmæli hins vegar harðlega þeim fyrirætl­ unum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akra­ nesi og annars staðar á Vestur­ landi sem og alla notendur Vest­ urlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp. „Þá hvetur bæjarstjórn ráðherra til að líta til aðferðafræðinnar við undir­ búning og byggingu núverandi ganga þar sem framkvæmdin sjálf var fjármögnuð samkvæmt alút­ boði, en innheimta veggjalda hófst ekki fyrr en mannvirkið var full­ búið og opið fyrir umferð.“ Leggjast einnig gegn gjaldtöku Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti Hvalfjarðarsveitar sendi innviða­ ráðuneytinu 5. ágúst sl. umsögn fyrir hönd sveitarstjórnar Hval­ fjarðarsveitar vegna fyrirætlunar ráðherra um gjaldtöku fyrir umferð í jarðgöngum. Sveitarstjórn hefur nú staðfest umsögnina en þar segir: „Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir að þjóðfélagslegur ávinningur fylgi því að hafa góðar samgöngur og það sé hagur allra landsmanna að flýta uppbyggingu samgönguinnviða. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur hinsvegar þungar áhyggjur hvað varðar áform um ný jarðgangagjöld. Á það sér­ staklega við um Hvalfjarðargöng þar sem þau eru mikilvæg sam­ gönguæð fyrir íbúa og gesti Hval­ fjarðarsveitar auk þess að gegna mikilvægu hlutverki fyrir atvinnu­ og þjónustufyrirtæki á svæðinu. Framkvæmd Hvalfjarðarganga hefur nú þegar verið greidd að fullu með 20 ára gjaldtöku frá veg­ farendum og að hefja gjaldtöku þar að nýju væri að mati sveitarstjórnar mikil mismunun að ótöldum kostnaðarauka fyrir íbúa, gesti og atvinnulíf Hvalfjarðarsveitar. Sveit­ arstjórn Hvalfjarðarsveitar leggst eindregið gegn áformum um gjald­ töku í þegar byggðum og fjár­ mögnuðum jarðgöngum líkt og Hvalfjarðargöngum.“ mm Á síðustu árum, eftir komu snjall- símanna, hefur það færst í vöxt að fólk er sífellt að skoða eitthvað í símanum sínum. Ef það er dauð stund einhvers staðar virðist fólk ætíð leita í símann og það síðasta sem margir gera áður en þeir fara að sofa er að kíkja í símann sinn. Blaðamaður hefur síðustu mánuði reynt að sleppa þessum slæma ávana og frekar tekið sér bók í hönd til að lesa fyrir svefn- inn. Það hefur virkað vel og miklu meiri líkur á að sofna fyrr og sofa betur. Síminn er orðinn það mikill tímaþjófur í hinu dag- lega lífi svo það er um að gera að gefa honum af og til frí. Á fimmtudag eru líkur á vest- lægri átt, 3-10 m/s, hvassast sunnan- og vestanlands. Skúrir á víð og dreif en bjart með köflum suðaustanlands. Hiti 5 til 13 stig, mildast á Suðausturlandi. Á föstudag er útlit fyrir suðvestan 5-13 m/s, hvassast norðvestan til. Skýjað en þurrt að kalla vest- anlands en bjart um austanvert landið. Hiti 7 til 12 stig. Á laugar- dag gengur í suðvestan hvass- viðri eða storm með talsverðri rigningu vestan til með hlýnandi veðri. Á sunnudag gengur í stífa norðanátt með slyddu norðan til, dálítil væta syðra framan af degi en léttir síðan til þar. Hratt kóln- andi veður. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Ferðu í réttir í haust?“ Meira en helmingur eða 63% svaraði því neitandi að fara í réttir í haust, 31% sagðist ætla að skella sér og hin prósentin sex ætluðu kannski að mæta. Í næstu viku er spurt: Hvað af eftirtöldu finnst þér best á bragðið? Smalar eru Vestlendingar vikunnar. Það segir sig sjálft. Spurning vikunnar Á döfinni Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Harður árekstur tveggja bíla varð á Snæfellsnessvegi, vestan við Lyng­ brekku á Mýrum, á þriðja tímanum síðastliðinn föstudag. Bíl var ekið á öfugum vegarhelmingi og lenti framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Tveir voru í öðrum bílnum en einn í hinum, ásamt hundi. Mik­ ill viðbúnaður björgunaraðila var á vettvangi og meðal annars þurfti slökkvilið að beita klippum á annan bílinn. Þá var ákveðið að kalla til þyrlu Landhelgisgæsl­ unnar sem flutti einn hinna slösuðu á sjúkrahús. Hinir tveir voru fluttir með sjúkrabílum undir læknis­ hendur. Vegurinn var lokaður í um þrjá klukkutíma vegna slyssins og mynduðust langar biðraðir beggja vegna vettvangs, en hægt var að aka hjáleið um Hraunhreppsveg. mm „Sérlega ósanngjarnt að hefja að nýju gjaldtöku í Hvalfjarðargöng“ Norðurmunni Hvalfjarðarganga. Ljósm. úr safni. Harður árekstur vestan við Lyngbrekku Svipmynd af vettvangi meðan björgun stóð yfir. Ljósm. Steingerður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.