Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 19 Grunnskólinn í Borgarnesi hefur gróðursett tré á vegum Yrkjusjóðs­ ins allt frá árinu 1992, eða í þrjá­ tíu ár. Fyrstu árin var gróðursett í skógræktargirðingu í landi Borgar og árið 2014 var þar gróðursett tíu þúsundasta tréð. Það kom að því að svæðið í landi Borgar var full­ gróðursett. Haustið 2020 var fyrst gróðursett í nýtt svæði norðan við land Borgar og sunnan flugvallar­ ins. Ákveðið var að gróðursetja að hausti í stað vors enda hentar það betur skólahaldi vegna anna sem oft eru á vorin. Nemendur úr 4. og 9. bekk Grunnskólans í Borgarnesi gróður­ settu í yrkjuskóga 17. septem­ ber síðastliðinn. Í þetta sinn var gróður sett fremur hávaxið birki sem reyndist vel vegna þess að gróðursetningarlandið er vel gróið háu grasi. Gróðursettar voru 200 plöntur. Við gróðursetn­ inguna notuðu krakkarnir gróður­ setningargeyspur sem þeir höfðu gaman af að læra að nota. Gróður­ setningarhópurinn taldi 70 nem­ endur auk kennara og aðstoðar­ manna. Hver nemandi gróðursetti því tvær eða þrjár plöntur. Verk­ efnið Yrkjuskógar er í Borgarnesi unnið í samráði við Skógræktarfé­ lag Borgarfjarðar. mm/lh Svandísi Svavarsdóttur matvælaráð­ herra barst á þriðjudag í liðinni viku opið bréf frá Steinunni Árnadóttur íbúa í Borgarnesi og áhugakonu um velferð dýra, eins og hún skilgreinir sig í bréfinu. Þar spyr Steinunn ráð­ herra þess hversu langt sé hægt að láta skepnuníð viðgangast á einum bæ, án þess að yfirvöld bregðist við af festu. Að beiðni Steinunnar er bærinn sem í hlut á ekki nefndur í umfjöllun fjölmiðla. „Óþarfi ætti að vera að minna á aðkomu þessara aðila við hesta­ níð í Borgarnesi. Það er um fátt annað meira talað í sveitum lands­ ins,“ skrifar Steinunn og víkur þá máli sínu að atburðarás undanfar­ inna daga. „Eftir þriggja ára inni­ lokun er kindum ,,hleypt út.“ Þær eru sem sé í lítilli rétt fyrir utan fjárhúsin sem þær hafa verið lok­ aðar inni í, já enn einu sinni, í þrjú ár. Þetta hlýtur að vera samkvæmt fyrirmælum ,,eftirlits aðila,“ því bíll merktur MAST var á ferðinni. Þessar kindur eru ekki að komast á beit því heyrúllu er komið fyrir inni í gerðinu. Gott og vel. Nautgripir eru nú örugglega líka samkvæmt fyrirmælum MAST komnir út. Þeir eru reyndar mikið á ferðinni. Enda hafa þeir ekki allir aðgang að vatni. Við leit sína að vatni hafa þeir komið sér í voða í skurðum. Einn naut­ gripurinn var svo illa fastur í skurði morguninn 13. september að hann þurfti aðstoð að komast upp úr. Eftir þær ,,aðgerðir“ stendur skepnan ekki sjálf,“ skrifar Steinunn. Þá lýsir hún því hvernig eigandi nautgrips­ ins og unnusta hans taka að berja nautið á fætur með bareflum. „Og þar sem hann stóð bara alls ekki upp, þá var bara að berja meira og svo aðeins, enn meira. Nágrannar sáu til og hringdu á lögregluna. Lögreglan mætti á staðinn. Ekki er vitað um afdrif skepnunnar,“ skrifar Steinunn. Þá ávarpar hún ráðherra og skrifar: „Ágæta Svandís Svavars­ dóttir. Meðan þú varst að maula gotterí eftir þingsetningu voru þessir aðilar að misþyrma skepnu sem gat ekki staðið upp. Áður var ég búin að senda þér bréf og láta vita af hversu mikil illska er hér á ferðinni. Ég hef engin viðbrögð fengið við því bréfi frá þér eða aðstoðar­ fólki þínu. Þegar lesin eru lög sem Alþingi hefur sett um velferð dýra er mér spurn um hvaða land þau eigi við,“ skrifar Steinunn og vísar í laga­ grein um velferð dýra. Að endingu segir í bréfi til ráð­ herra: „Og að lokum: Ástæða þótti til að senda sérsveitina og afvopna umræddan dýraníðing. En engin ástæða er að svipta hann umráðum yfir ósjálfbjarga skepnum sem hann sannarlega misþyrmir. Það virð­ ist vera kappsmál að klappa þessum níðingi á bakið og segja ,,haltu áfram!“ Ég endurtek því spurn­ inguna: Hversu langt á skepnuníðið að ganga,“ og tilgreinir bæinn sem í hlut á. mm Gróðursettu í Yrkjuskógi norðan við Borg Hópurinn sem þátt tók í verkefninu síðastliðinn föstudag. Ljósm. Dagmar Mýrdal Harðardóttir. Spyr ráðherra hversu langt dýraníð eigi að ganga Borgarbyggð hefur samið við endurvinnslufyrirtækið Hringrás um söfnun ákveðna úrgangsflokka haustið 2022. Um er að hirðingu heim á hlað á eftirfarandi úrgangsflokkum: • Bílflök og annað almennt brotajárn. • Ryðfrítt stál og ál • Rafgeymar • Rafmótorar • Hjólbarðar SÖFNUN BROTAJÁRNS OG FLEIRI ÚRGANGSFLOKKA Fyrirkomulagið er þannig háttað að íbúar safna úrgangsefninu saman á einn stað þar sem það er sótt. Ef óskað er aðstoðar kranabíls er nauðsynlegt að fá upplýsingar um slíkt. • Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram: • Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang. • Nákvæm staðsetning (bær og svæði) • Áætlað magn og stærð gáms sem óskað er eftir. • Taka fram ef óskað er eftir þjónustu kranabíls. Frekari upplýsingar um veita Bjarni Viðarsson í síma 660-6924 og Hafþór Ægir Þórsson í síma 660-8916 hjá Hringrás. Borgarbyggð tekur við beiðnum um þjónustu á heimasíðunni www.borgarbyggd.is, í síma 433-7100 eða á póstfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is Frestur til að senda pöntun er til og með 5. október 2022. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.