Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 13 Fyrir tæpum tveimur árum hóf Dalabyggð viðræður við ríkið um að færa Byggðasafn sitt frá Laugum í Sælingsdal að Staðarfelli á Fells­ strönd. Kristján Sturluson, þáver­ andi sveitarstjóri, sendi bréf til mennta­ og menningarmála­ ráðuneytisins, sem þá var, í febr­ úar 2021 þess efnis að húsnæði byggðasafnsins á Laugum væri úr sér gengið. Þar væri hætta á vatns­ tjóni vegna gamalla lagna og mögu­ legra flóða vegna leysingavatns og sé það óviðunandi áhætta með til­ liti til varðveislu safnmuna. Safnið hefur verið lokað í rúm tvö og hálft ár og safnmunir staðið óhreyfðir í kjallara í húsnæði gamla Laugar­ skóla en þar hefur safnið verið frá því það var opnað 1979. Safn­ munirnir skipta hundruðum og eru margir hverjir einstakir. Vatns­ lagnir eru í lofti kjallarans og þar hefur orðið vatnstjón þegar lagnir hafa gefið sig. Þau tjón hafa þó verið minniháttar sem betur fer en í safninu eru til að mynda einstök textílverk og munir sem ómögulegt væri að bæta. Ekkert heyrst frá ríkinu í hálft annað ár Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitar­ stjóri Dalabyggðar, segir í sam­ tali við Skessuhorn að lítil tíðindi væru af þessu máli, í raun væri sama staða núna og var þegar Kristján sendi ríkinu bréfið fyrir hálfu öðru ári. „Við höfum sáralítil viðbrögð fengið frá ríkinu, því miður. Núna er kaupleigutaki búinn að taka við Laugum og við höfðum tvö ár til að losa safnið út úr því húsnæði. Þannig það er búið að ramma inn þá tímalínu sem við höfum og við þurfum að laga okkur að henni,“ segir Björn Bjarki. En er ennþá verið að skoða aðrar mögulegar staðsetningar fyrir safnið? „Við erum í þreifingum varðandi Staðar­ fell og ríkið, því það eru Ríkiskaup sem eiga það en við viljum auðvitað ekki útiloka aðrar staðsetningar. Við erum fyrst og fremst að skoða Staðarfell og erum að reyna að fá ríkið með okkur í þann dans.“ Undir það tekur Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður menningarmálanefndar Dala­ byggðar. „Eins og staðan er núna þá er þetta það sem er verið að skoða, að færa safnið á Staðarfell. Það er enginn annar augljós kostur nema pakka því saman og loka því,“ segir Þorgrímur. Snýst um hvað þú ætlar að byggja upp En er raunveruleg forsenda fyrir því að færa safnið og setja það upp aftur? „Þetta snýst ekki endilega um að færa byggðasafnið heldur snýst þetta um hvað þú ætlar að byggja upp og hvað ætlar þú að sýna. Svona byggðasöfn eru ekki eins vinsæl og þau voru og nú eru komin alls konar söfn um allt land og fólk er að leita á þau mið. Málið er kannski að gera safn sem er minna í sniðum þannig að þegar það er tilbúið væri skipt um sýn­ ingu á nokkurra ára fresti. Þá væri ein meginsýning, kannski sögu­ leg sýning fyrir svæðið og svo öðru hvoru settar upp sýningar sem eru þematengdar,“ segir Þor­ grímur en um land allt hafa síðustu ár sprottið upp sértækari söfn sem einblína á ákveðna sögu. Þar má nefna Landnámssetrið í Borgar­ nesi, Hernámssetrið í Hvalfirði, Landbúnaðar safnið á Hvanneyri og Eldheima í Vestmannaeyjum. „Þetta byggðasafn verður aldrei opnað aftur eins og það var jafnvel þótt við fengjum húsnæði sem væri margfalt stærra myndum við aldrei opna það eins og það er byggt upp núna af því fólk sækist eftir allt öðru í dag,“ segir Þorgrímur. Vilja koma ferða- mönnunum út á strönd Hvað varðar fyrirhugaða staðsetn­ ingu byggðasafnsins á Staðarfelli segir Þorgrímur marga þætti spila saman. „Það er mikil ferðaþjónustu­ uppbygging á þessu svæði og við horfum fram á að nýta þessa stað­ setningu og þetta húsnæði til þess að koma ferðamönnum út á strönd og fyrir strandir. Þá yrði svona starfsemi líka að vera með veitingaþjónustu og handverks­ sölu því ferðamenn sækja í það og vilja margir geta keypt handverk sem hefur skírskotun inn á svæðið. Við megum ekki heldur horfa fram hjá því að mikið af innviðunum sem þarf fyrir svona starfsemi er þegar til staðar á Staðarfelli.“ Þá sé staðsetningin líka hugsuð út frá menningarsögulegu gildi svæðis­ ins en Staðarfell hefur verið eitt af höfuð býlum Dalasýslu um nokkur hundruð ára skeið. Má þar nefna að Hannes Hafstein, sem seinna varð fyrsti Ráðherra Íslands, hafði þar aðsetur þegar hann var sýslu­ maður Dalasýslu árið 1886, þar var húsmæðraskóli starfræktur í rúm 50 ár um miðja 20. öld og nú síðast var SÁÁ þar með endurhæfingar­ stöð en henni var lokað 2017 og hefur Staðarfell staðið autt síðan. Byggja þarf safnið upp á nútímalegan hátt „Auðvitað kostar allt,“ segir Þor­ grímur en bendir á að vert sé að prófa hluti, þeir annað hvort virki eða ekki. „Þá verður líka að ákveða hvaða leið menn vilja fara með upp­ setningu og nálgun á byggðasafn­ inu, ef við köllum þetta ennþá byggðasafn.“ Ég hef fulla trú á að þetta verkefni takist hjá okkur en þetta tekst ekki nema safnið sé byggt upp á nútímalegan hátt. Við sjáum önnur söfn, eins og Byggðasafnið á Skógum, sem setur upp nýjar sýn­ ingar reglulega og tekst vel til. Það safn er orðið vel gróið og skemmti­ legt en það er líka yfirgripsmikið,“ segir Þorgrímur. Þá geti Staðarfell, ef vel tekst til, orðið einn stærsti viðkomustaðurinn í Gullna sögu­ hringnum í Dölum. Hann nær frá Suður­Dölum, inn í Búðardal, út fyrir Klofning og um Saurbæ og snýr að því að beina ferðamönnum á sögulega staði í Dalabyggð þar sem þeir geta fræðst um og skoðað staðhætti en á mörgum stöðum hafa verið sett upp tilheyrandi upplýs­ ingaskilti. „Með því að velja þessa staðsetningu fyrir safn, hvernig safn sem það verður, ýtum við ferða­ mönnunum út á Fellsströnd og Skarðsströnd og fáum þá til að stoppa lengur í Dölunum sem eru vaxandi í ferðaþjónustu. Við sjáum fyrir okkur að Staðarfell geti orðið eins konar miðstöð á Gullna sögu­ hringum þar sem ferðamenn geta stoppað lengur, fengið sér að borða og jafnvel lesið sig betur til um aðra staði á svæðinu,“ segir Þorgrímur og bætir við „ Við megum ekki gleyma því að saga og menning Íslands er samgróin sögu Dalanna, sem okkur ber að varðveita og kynna fyrir gestum jafnt sem heimamönnum.“ gbþ Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Garða- og Saurbæjar- prestakall SK ES SU H O R N 2 02 2 Garða- og Saurbæjarprestakall Dagsetning Sunnudagur 25. september Leirárkirkja Guðsþjónusta kl. 11 Akraneskirkja Sunnudagaskóli kl. 11 Messa kl. 20 Miðvikudagur 28. september Bænastund í Akraneskirkju kl. 12:10 Opið hús í Vinaminni kl. 13:00 í umsjá sr. Ólafar Byggðasafn Dalamanna lokað í hartnær þrjú ár Laugar í Sælingsdal. Byggðasafn Dalamanna hefur verið þar til húsa síðan það var opnað 1979. Ljósm. úr safni. Nemendur í Auðarskóla sitja hér í baðhúsi inni á Byggðasafni Dalamanna. Ljósm. úr safni. Staðarfell, en myndin er tekin um svipað leiti og meðferðarstöð SÁÁ var lokað þar. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.