Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202218 Dagur í lífi... Bókavarðar á Bókasafni Akraness Nafn: Geirlaug Jóna Rafnsdóttir Fjölskylduhagir/búseta: Ég bý á Akranesi og er gift Herði Hall­ grímssyni. Við eigum þrjú börn, einn tengdason og eitt barnabarn. Starfsheiti/fyrirtæki: Bókavörður á Bókasafni Akraness. Áhugamál: Lestur, handavinna, ferðalög og tónlist. Dagurinn: Fimmtudagurinn 15. september 2022 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði klukkan 7.40 og athugaði hvernig veðrið væri áður en ég gerði nokkuð annað. Gamall vani úr sveitinni að athuga veðrið. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Þar sem Ab­mjólkin var nán­ ast tóm greip ég Ab­drykk með jarðarberjum og drakk hann. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Ég var mætt í vinnuna fyrir 8.30 og fór akandi á „Bláber­ inu“ (Kia Picanto), bifreið sonar míns sem ég hef til afnota meðan hann er í skiptinámi í Madrid. Fyrstu verk í vinnunni? Stimpla mig inn og gera klárt fyrir morgunleikfimina okkar. Hvað varstu að gera klukkan 10? Þá var ég að leggja loka hönd á að taka til bækur handa við­ skiptavinum okkar sem eru í þjón­ ustu sem kallast „Bókin heim“. En það er í mínum verkahring að sjá um þessa þjónustu. Í því felst að þeir viðskiptavinir okkar sem eiga erfitt með að koma sjálfir til okkar, t.d. vegna veikinda, geta fengið bókasendingu einu sinni í mánuði heim til sín. Hvað gerðirðu í hádeginu? Þar sem mínum vinnutíma var lokið var ég komin heim og fékk mynd­ símtal frá Finnlandi þar sem barnabarnið hafði stöðugt kallað amma Gilla. Svo mest af hádeginu fór í spjall við hann og mömmu hans. Hvað varstu að gera klukkan 14? Þá var ég að taka aðeins til heima hjá mér. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Ég hætti um klukkan 11.30 og það síðasta sem ég gerði var að skila af mér bókum sem ég hafði tekið til baka þegar ég fór með bækur heim til viðskiptavina okkar. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Sinnti heimilisverkum og síðan fórum við hjónin í góðan göngutúr. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Bóndinn skellti lamba­ kótilettum á grillið og ég sá um meðlætið. Hvernig var kvöldið? Svona nokkuð samkvæmt venju, horfði á sjónvarpið og prjónaði. Púsl­ aði svo aðeins í ipadinum þegar ég þurfti að fara hugsa í prjóna­ skapnum en nennan var ekki fyrir hendi að fara að hugsa. Hvenær fórstu að sofa? Ætli klukkan hafi ekki verið farin að nálgast hálftólf. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Það sama og venjulega, fékk mér vatnsglas og burstaði tennurnar. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Ég er alltaf svo glöð í hjartanu eftir að hafa fært við­ skiptavinum okkar bækur því þetta er allt svo dásamlegt fólk og það er svo þakklátt fyrir þessa þjón­ ustu. Svo var göngutúrinn með manninum mínum yndislegur. Eitthvað að lokum? Verum góð við hvert annað. Fyrsta æfing vetrarins hjá Slökkvi­ liði Borgarbyggðar var haldin síð­ asta þriðjudag þar sem farið var yfir björgun úr bílflökum eftir umferð­ arslys. Allar starfsstöðvar slökkvi­ liðsins voru mættar á æfinguna en þær eru frá Borgarnesi, Reykholti, Hvanneyri og Bifröst. Að sögn Heiðars Arnar Jónssonar, vara­ slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar, var farið vel ofan í grunninn á æfingunni þar sem mikið er um nýliða hjá þeim núna. Þeir hafa reyndar lokið námi en eru að byggja upp reynslu og þekkingu. „Við leggjum mikið upp úr því að allar æfingar séu aðgengilegar öllum slökkviliðsmönnum sama hvaða stöð þeir eru á þannig að við séum með meiri og stærri alhliða þekkingu innan liðsins.“ Heiðar Örn segir að æfingin hafi gengið glimrandi vel og fólk hafi verið að skríða heim upp úr miðnætti en hún hófst rétt eftir kvöldmat. „Það er alltaf frágangur og yfirferð á búnaði sem þarf að skoða og einnig að allt sé tilbúið fyrir næsta verkefni. Það verður 1. október þar sem allar stöðvar taka þátt í löngum laugardegi eins og við köllum hann. Þar erum við heilan dag að æfa okkar vinnubrögð og því tengt. Starfssvæði Slökkvi­ liðs Borgarbyggðar er nokkuð stórt og æfingarnar eru miðaðar við það og það eru þessar fjórar stöðvar sem taka þátt í þessum degi.“ En hvað gera menn til að halda sér í formi? „Við leggjum mikið upp úr því að slökkviliðsmenn stundi líkamsrækt og haldi sér í formi yfir allt árið. Samkvæmt kjarasamn­ ingum hafa slökkviliðsmenn frían aðgang að líkamsræktarstöðvum og sundlaugum sveitarfélaganna og við hvetjum menn alltaf til að nýta sér það. Svo þurfa reykkafarar að halda reykköfunarréttindum sínum við og það þarf að taka þrekpróf fyrir það einu sinni á ári þannig að þau þurfa að passa upp á það að vera í góðu formi. Flest allir sem hafa þessi réttindi halda sér í jöfnu formi yfir allt árið og eru tilbúnir andlega og líkamlega þegar kallið kemur.“ vaks Höfði, hjúkrunar­ og dvalarheim­ ili á Akranesi, auglýsti í síðustu viku stöðu húsmóður lausa til umsóknar og hefur auglýsingin vakið nokkra athygli. Skessuhorn heyrði hljóðið í Kjartani Kjartanssyni fram­ kvæmdastjóra Höfða og spurði hann aðeins út í auglýsinguna. Áður fyrr var húsmóðir notað yfir konur sem störfuðu heima og sáu um öll verk heimilisins. Er þetta ný staða hjá Höfða og hver er hugs­ unin á bak við það að auglýsa með þessum hætti? „Starf húsmóður á Höfða er ekki ný staða því það hefur verið starfandi húsmóðir hjá okkur frá því fyrir síðustu aldamót. Núver­ andi húsmóðir var ráðin eftir auglýsingu árið 2013 þar sem 17 umsóknir bárust. Nú þekki ég ekki alveg forsöguna fyrir þessari nafngift en hún hefur verið til staðar í tugi ára. Nú þegar starfið losnaði að nýju fór fram umræða í stjórn Höfða um hvort ástæða væri til að breyta starfsheitinu en það var einróma niðurstaða stjórnar að halda því óbreyttu. Með því erum við að undirstrika að Höfði er heimili í kringum 70 íbúa en ekki stofnun.“ Þið segið í auglýsingunni að starfið henti öllum kynjum, hefði þá ekki verið eðlilegra að auglýsa það þannig? „Eðli málsins sam­ kvæmt geta allir sótt um stöðuna. Þess er sérstaklega getið að starfið henti öllum kynjum og nú þegar höfum við fengið góð viðbrögð við auglýsingunni,“ segir Kjartan. vaks Húsmóðir óskast á Höfða Fyrsta æfing haustsins hjá Slökkviliði Borgarbyggðar Bílflak sem notað var til æfinga. Ljósm. aðsend Frá æfingunni. Ljósm. aðsendSlökkviliðsmenn og konur sem mættu á æfinguna. Ljósm. gj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.