Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202210 Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna og veitti úthlutunarnefnd sérfræðiaðstoð vegna þeirra, en í nefndinni sátu Árni Vilhjálmsson, Stefán Svavarsson og Valgerður Anna Jóhannsdóttir. Alls bárust 28 umsóknir um rekstrarstuðn­ ing til einkarekinna fjölmiðla og samtals var sótt um rekstrarstuðn­ ing að fjárhæð 917,5 milljónir kr. Þremur umsóknum var synjað þar sem þær uppfylltu ekki öll skilyrði fyrir rekstrarstuðningi. Í lögunum segir að rekstrar­ stuðningur til fjölmiðla sem upp­ fylla skilyrðin skuli að hámarki vera 25% af stuðningshæfum rekstrarkostnaði umsækjenda. Þá ráðist endanlegt hlutfall af umfangi og fjölda umsókna. Til úthlutunar voru 380,1 milljón króna. Hæstu styrkina nú, líkt og á síðasta ári, hljóta útgáfufélögin Árvakur, Sýn og Torg, en hvert um sig fær 66,8 milljónir króna, sem er ríflega helmingur þess sem til úthlutunar var. Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins, N4 og Stundin koma þar næst og Bændablaðið er ofarlega á lista. Skessuhorn ehf. hlýtur 9,3 millj­ ónir króna í styrk vegna rekstrar­ ársins 2021. Með drögum að frumvarpi til laga um sýslumannsembætti sem kynnt voru í sumar er lögð til sú grund­ vallarbreyting að landið verði gert að einu lögsagnarumdæmi og sýslu­ mannsembættum fækkað úr níu í eitt. Lagt er til að það verði stað­ sett á landsbyggðinni og leitað var til Byggðastofnunar sem komst að niðurstöðu um fjóra kosti sem væn­ legastir þóttu. Sá fyrsti sem upp var talinn var Búðardalur, en hinir voru Blönduós, Hvolsvöllur og Húsavík, í þessari sömu röð. Jákvæðust í Búðardal og Blönduósi Frumvarpið er í umsagnarferli, en í framhaldi af skýrslu Byggðastofn­ unar hefur Jón Gunnarsson dóms­ málaráðherra kynnt ákvörðun sína um að embættið fái aðsetur á Húsavík. Byggðastofnun metur byggðaáhrif staðarvalsins jákvæð þar en jafnframt kemur fram að þau yrðu talsvert meiri fyrir Búðar­ dal og Blönduós. Stofnunin lagði ýmislegt til grundvallar niður­ stöðu sinni, m.a. búsetuþætti á við­ komandi stöðum. Má þar telja fjöl­ breytni atvinnulífs og aðgengi að dagvöruverslun og menntun og heilbrigðisþjónustu. Ennfremur samfélagsanda/ menningu, íþrótta­ og æskulýðsstarf, stöðu á húsnæð­ ismarkaði, nettengingu auk neyðar­ og félagsþjónustu. Búðardalur Um Búðardal segir í skýrslu Byggðastofnunar að staðsetning bæjarins sé með tilliti til ferða­ laga milli starfsstöðva embættisins sú hentugasta af valkostunum, en atvinnulíf sé fjölbreyttara á flestum hinna staðanna þriggja. Nægt skrifstofupláss fyrir óstaðbundin störf séu í Búðardal en aðgengi að háskólamenntuðu starfsfólki hins vegar víða nokkuð betra en þar. Dagvöruverslun sé til staðar með nokkuð löngum opnunar­ tíma, en verð og úrval sé víða betra. Möguleikar til menntunar á lægri skólastigum séu góðir en langt sé í næsta menntaskóla. Í Búðardal sé heilsugæsla en hvorki tannlækna­ þjónusta né sjúkraþjálfun. Hús­ næði er metið nokkuð ódýrt, en ekki mikil virkni og framboð á fast­ eignamarkaði. Fremur fá heimili í Búðardal eru sögð vera tengd ljós­ leiðara. Samfélagsandi og menn­ ing, félagsþjónusta og íþrótta­ og æskulýðsstarfsemi eru metin viðun­ andi. Húsavík Byggðastofnun telur Húsavík nokkuð vel í sveit setta með til­ liti til ferðalaga milli starfsstöðva embættisins og mjög vel staðsetta með tilliti til flugsamgangna. Fjöl­ breytni atvinnulífs sé þar yfir með­ allagi en atvinnuöryggi hins vegar undir meðallagi. Dagvöruverslun er talin góð hvað varðar verð og mjög góð er úrval snertir. Möguleikar til menntunar á Húsavík eru sagðir góðir á leikskóla,­ grunnskóla­ og framhaldsskólastigum. Á staðnum eru heilsugæsla, sjúkra­ og hjúkr­ unarrými auk tannlæknaþjónustu og aðgengis að sjúkraþjálfun. Hús­ næðisverð og hreyfing á fasteigna­ markaði eru í meðallagi. Mörg heimili á Húsavík eru tengd ljós­ leiðara, samfélagsandi/ menn­ ing er sögð góð og félagsþjónusta mjög góð. Byggðastofnun telur að verði embættinu fundinn staður á Húsavík hefði það jákvæð áhrif á fjölbreytni atvinnulífs staðar­ ins þó slík áhrif væru víða meiri. Byggðaáhrif staðarvalsins eru því metin jákvæð á Húsavík þó þau séu talsvert meiri fyrir Búðardal og Blönduós. Hröð framkvæmd Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti strax við samþykkt þess hafið undirbúning að stofnun nýs emb­ ættis með því að skipa sýslumann og verkefnisstjórn til að vinna með ráðuneytinu að frekari skipulagn­ ingu þess. Miðað er við að öll störf hjá gömlu sýslumannsembætt­ unum verði lögð niður við gildis­ töku laganna en að starfsfólki, öðru en sýslumönnum, verði boðið starf hjá hinu nýja embætti frá sama tíma og þá með sem minnstri röskun á högum þess. Hvað sýslumenn varðar er miðað við að þeirra stöður verði sömuleiðis lagðar niður og að nýr sýslumaður auglýsi og ráði þess í stað í stöður stjórnenda fyrir hvert svæði fyrir sig. Margar athugasemdir Margar athugasemdir komu fram þegar frumvarpið var fyrst kynnt og þá aðallega við niðurlagningu þeirra embætta sem fyrir eru á landsbyggðinni. Sýslumannafélagið gagnrýndi áformin til að mynda og slíkt hið sama gerði bæjarstjór­ inn í Vestmannaeyjum, en þar er eitt núverandi sýslumannsemb­ ætta. Byggðastofnun sendi einnig inn athugasemdir með vísan til lög­ bundins hlutverks síns um eflingu byggðar, atvinnulífs og jöfnun tæki­ færa allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Dalabyggð sendi líka inn athugasemdir á þessum tíma, en þær lutu ekki að staðsetningu því þá lá ekki fyrir að Húsavík yrði niður­ staða ráðherra sem aðsetur emb­ ættis sýslumanns Íslands. gj Í bréfi sem Arnbjörg Stefánsdóttir, skólastjóri Brekkubæjarskóla á Akranesi, sendi foreldum barna í skólanum í síðustu viku kemur fram að Brúin sem er starfshópur um forvarnir á Akranesi hafi miklar áhyggjur af áhættuhegðun barna og unglinga. „Undanfarið hefur borið á því að börn og unglingar eru að taka áskorunum á samfélagsmiðlinum TikTok um allskyns áhættuhegðun. Hegðun, sem getur haft mjög svo alvarlegar afleiðingar. Til dæmis eru börn mönuð til að þrengja að brjóstkassa og öndunarvegi til að láta líða yfir sig og sparka fótum undan til að fella aðra. Einnig eru börn að mana hvort annað í að gera eitthvað áhættuatriði til að sjá hvernig það endar. Bæði eru þetta áhættuatriði sem koma af TikTok en einnig ,,heimasmíðuð“ atriði. Eitt af því er t.d að leggjast á götu og athuga hvort og þá hvenær bíll stoppar. Annað að leggjast undir bílskúrshurð til að kanna hvort hún stoppar og fleira í þessum dúr. Það er auðvitað þannig að sum börn er auðveldara að mana en önnur og ákveðið valdaójafnvægi sér til þess að börn í viðkvæmri stöðu eru í meiri áhættu á að vera att út í þessar áskoranir. Þetta er auðvitað grafalvarlegt og börn hafa verið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar eftir að hafa tekið þátt í áskorun og er í raun tímaspursmál hvenær stórslys verður.“ Þá segir enn fremur í bréf­ inu að nú reyni á að foreldrar taki umræðuna við börnin um þessa hegðun. „Hamrið á alvarleikanum sem afleiðingar af þessari hegðun geta orðið. Að sjálfsögðu mun umræðan einnig verða tekin í skól­ anum. Saman erum við sterkari.“ vaks Vara við að börn og unglingar taki áskorunum á TikTok Frá Búðardal. Ljósm. gj. Sýslumaður á Húsavík en ekki í Búðardal Styrkir greiddir út til einkarekinna fjölmiðla Landshlutablöð eru í hópi þeirra sem njóta styrkja. Samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar hljóta eftirfarandi 25 fjölmiðlaveitur rekstrarstuðning árið 2022: Árvakur hf. 66.767.227 kr. Birtíngur útgáfufélag ehf. 13.207.817 kr. Bændasamtök Íslands 16.756.577 kr. Elísa Guðrún ehf. 3.707.875 kr. Eyjasýn ehf. 1.914.776 kr. Fótbolti ehf. 5.744.382 kr. Fröken ehf. 5.814.742 kr. Hönnunarhúsið ehf. 997.180 kr. Kjarninn miðlar ehf. 14.519.325 kr. Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 1.452.776 kr. MD Reykjavík ehf. 4.642.775 kr. Myllusetur ehf. 25.012.660 kr. N4 ehf. 20.713.191 kr. Nýprent ehf. 4.249.793 kr. Prentmet Oddi ehf. 2.412.119 kr. Skessuhorn ehf. 9.336.785 kr. Sólartún ehf. 10.489.583 kr. Steinprent ehf. 1.632.473 kr. Sýn hf. 66.767.227 kr. Torg ehf. 66.767.227 kr. Tunnan prentþjónusta ehf. 2.117.748 kr. Útgáfufélag Austurlands ehf. 3.660.962 kr. Útgáfufélagið ehf. 4.306.578 kr. Útgáfufélagið Stundin ehf. 22.273.029 kr. Víkurfréttir ehf. 5.697.371 kr. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.