Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 32
WWW.SKESSUHORN.IS Nokkrar skipulagðar lóðir hafa staðið auðar í götunni Stöðuls­ holti í Borgarnesi í sautján ár, en nú rísa þar fjögur hús á samliggj­ andi lóðum. Byggingaraðilar eru annars vegar Tekta sem byggir nú tvö 150 fermetra einbýlishús í götunni en einnig hefur slíkt hús nú þegar risið á vegum fyrirtæk­ isins á Hvanneyri. Húsin hafa öll verið auglýst til sölu. Húsin sem rísa ofar í götunni byggir Stefán Már Sturluson en hann reisir tvö hús sem eru 170 fermetrar hvort. ,,Ég er búin að horfa á þessa sökkla í mörg ár og langað til að byggja þetta og nú varð loks­ ins af því. Ég fór í þetta verkefni með Sparhúsum en þetta er búin að vera draumur í mörg ár. Maður er að reyna að gefa eitthvað til baka til heimabyggðar. Húsin eru komin á sölu og lítur allt út fyrir að þau séu bæði seld,“ segir Stefán í samtali við Skessuhorn. sþ Á fundi byggðarráðs Borgar­ byggðar síðastliðinn fimmtu­ dag kom fram að byggingarnefnd íþróttamannvirkja í Borgarnesi hefði aflað gagna til undirbúnings fyrir byggingu annars vegar park­ ethúss sem staðsetja eigi á núver­ andi íþróttasvæði og hins vegar uppbyggingu gervigrasaðstöðu, annað hvort á núverandi íþrótta­ svæði undir berum himni eða með fjölnota íþróttahúsi, t.d. á núver­ andi tjaldsvæði við Granastaði. „Fyrir liggur frumkostnaðar­ mat á þessum þremur valkostum, auk áætlaðs hönnunar­ og fram­ kvæmdatíma á umræddum val­ kostum. Er því tímabært að vísa málinu til byggðarráðs og sveit­ arstjórnar til ákvörðunar um mis­ munandi fjárfestingarkosti. Tillaga byggingarnefndar íþróttamann­ virkja til byggðarráðs hvað varðar forgangsröðun uppbyggingar er að hefja vinnu við þarfagreiningu og hönnun á nýju parkethúsi. Sam­ hliða þeirri vinnu verði hafin vinna við uppbyggingu fjölnota íþrótta­ húss, t.d. við Granastaði. Áætlaður hönnunartími nýs parkethúss verði a.m.k. 24 mánuðir, en áætlaður hönnunar­ og framkvæmdatími við uppbyggingu fjölnota íþróttahúss er um 24 mánuðir. Byggingarnefnd hefur við ofangreindar tillögur ekki tekið mið af fjárfestingargetu sveitarfélagsins og vísar endanlegri ákvörðun um forgangsröðun fjár­ festinga til byggðarráðs og sveit­ arstjórnar í tengslum við gerð fjár­ festingaráætlunar til næstu ára,“ segir í fundargerðinni. vaks Fjögur einbýlishús rísa í sömu götu í Borgarnesi Stefán Már Sturluson byggir tvö hús í Stöðulsholti en hann segir það hafa verið draum í mörg ár að byggja í götunni. Hefja vinnu við hönnun á nýju parkethúsi og uppbyggingu fjölnota íþróttahúss Grunnskólinn og fjær eru núverandi íþróttamannvirki í Borgarnesi. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.