Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Siggi Sigbjörnsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Almættið og kóngafólkið Síðustu vikur hef ég verið áhyggjufullur yfir meðallagi, en þó reynt eftir mætti að láta ekki dapra daga naga sálartetrið niður fyrir skynsamleg mörk. Vissulega hef ég til dæmis áhyggjur af þeirri hamfarahlýnun sem er að verða um gjörvalla heimsbyggðina, en þó kannski sýnu mest í minni gömlu heimasveit. Nú virðist hins vegar sem almættið hafi ákveðið að grípa í taumana. Einfaldlega skrúfað fyrir heita vatnið á bæina þannig að taki að kólna í þeim að nýju. Allavega las ég það í Stundinni og tæpast ljúga þessir sunnanmiðlar öllu sem þeir segja og skrifa, þótt ýmislegt sé ótrúlegra í þeim stundum en svæsnustu reyfarahöfundar hafa hugmyndaflug til skrifa. En kannski var það ekki almættið sem greip í taumana, kannski bara ein­ hver úr hinu neðra sem býr nær uppsprettu heita vatnsins. Hvað veit ég, ef mig skyldi kalla, eins og maðurinn sagði. En það er fleira sem legið hefur á sálinni. Ég vorkenni nefnilega fjar­ skyldari frændum mínum í Bretlandi alveg svakalega. Nú hafa þeir þurft að kveðja sína heitt elskuðu og dáðu drottningu til sjö áratuga. Blessuð sé minning Elísabetar Englandsdrottningar sem borin var fram og til baka og loks til hinstu hvílu á mánudagskvöldið. Eftir að hafa horft á þættina Queen, á streymisveitu í fyrra, komst maður miklu nær þeim veruleika sem þarlent kónga­ og drottningarfólk lifir við. Þar sem konungsveldið er í raun ekkert annað en stórfyrirtæki sem aragrúi embættismanna stýrir af geðþótta og venjum sem eiga fátt skylt við hófsemd og hvað þá tíðaranda dagsins. Þótt þessi sjónvarpsþáttasería hafi að einhverju leyti verið upp­ diktuð, var hún þó með sönnum þræði. Var því einhvern veginn svo dapur­ legt að sjá þá einsemd sem tiginborið fólkið þurfti að búa við í lífi sínu, hvort heldur var í opinberum störfum eða í einkalífi. Um leið er litið á það sem þjóðareign og því gert að búa í einangrun þar sem boð og bönn, hefðir og venjur móta hegðun þess og opinbera framkomu. Því hvað er það annað en einangrun þegar ekki má fara út úr húsi án þess að kastljós fjölmiðlanna beinist stöðugt að því? Undir þessu oki hefur margt drottningarfólkið bug­ ast, þótt alltaf stæði hún Elísabet blessunin í fæturna. Krakkarnir hennar, barnabörn og tengdabörn hafa hins vegar mörg hver látið bugast, þannig að suma hefur þurft að útiloka frá opinberum skyldum og embættis verkum. Eða að þau sjálf hafa ákveðið að gefa frá sér slíka vegsemd. Það verður því í mínum huga kraftaverk ef Karl konungur nær að öðlast þótt ekki væri nema lítinn hluta þeirrar virðingar sem móðir hans naut í huga landsmanna og raunar heimsbyggðarinnar allrar ef marka má gestafjöldann við útför­ ina á mánudaginn. Þeir eru fjölmargir Íslendingarnir sem fylgst hafa með lífi og starfi Elísabetar Englandsdrottningar í gegnum þykkt og þunnt. Fólk sem sjálft er komið á efri ár ber takmarkalausa virðingu fyrir drottningu. Ef grannt er skoðað getur það nefnilega verið hollt að geta borið virðingu fyrir ein­ hverjum. Hafa þetta haldreipi sem hvergi kvikar, hvað sem á dynur. Við hér á landi höfum ekki svona afgerandi þjóðhöfðingja, kerfið býður ekki upp á það. Forsetar lýðveldisins koma og fara, þurfa að afla sér fylgis rétt eins og stjórnmálamenn fjórða hvert ár og það er nánast útilokað að öllum líki vel við alla. Öðru máli gegnir um konungsdæmi þar sem krúnan erfist milli kynslóða. Frumburðurinn er einfaldlega fyrstur í erfðaröðinni, allt frá fæðingu. Þannig má segja að Karl blessaður sé í senn heppinn og óheppinn. Heppinn að hafa átt umhyggjusama móður en óheppinn að vera kominn á áttræðisaldur þegar hann loksins fékk vinnu; komst til valda. Ríflega sjötíu ára starfsþjálfun er nefnilega alveg hellingur og alls ekki sjálfgefið að við­ komandi hafi vilja til að taka við keflinu á þeim aldri sem allt annað fólk er að setjast í helgan stein. En ég kýs að halda í vonina. Að hæfilegur hiti verði í öllum húsum í minni gömlu heimasveit og að Karli konungi gangi vel að tjónka við þær hefðir og venjur sem honum eru uppálagðar. Magnús Magnússon Talsverður viðbúnaður var á mánu­ dagsmorgun í Rifshöfn þegar dýpkunar prammi sem notaður er til að moka efni upp úr höfninni um borð í skip, tók að sökkva. Unnið hefur verið við dýpkun innsigl­ ingarinnar í höfnina. Við verkið er notuð grafa sem hvílir á flothylkjum og virðist leki hafa komið að þeim. Á prammanum er einnig vinnu­ skúr. Slökkvilið Snæfellsbæjar mætti á svæðið og þá var björgunarskipið Björg einnig tiltækt. Var það fengið til að draga flotgirðingu í kringum tækin til að lágmarka mengun ef olía færi að leka. Á meðfylgjandi mynd er fjarað út og hafði pramminn þarna náð til botns. Grafan og húsið á pramm­ anum fóru hins vegar í kaf þegar flæddi að. Samkvæmt upplýs­ ingum frá hafnarverði í gærmorgun stendur til að fá tvo öfluga krana á svæðið og freista þess að ná búnað­ inum upp. Alls vega grafan, pramm­ inn og húsið yfir hundrað tonn. mm/ Ljósm. af Hluti af námi í Grunnskóla Snæ­ fellsbæjar er Átthagafræði og er skólinn einn af fáum skólum á landinu sem eiga námskrá af þessu tagi. „Átthagafræði er fræðsla um grenndarsamfélagið þar sem lykil­ þættir eru náttúra, landafræði og saga bæjarfélagsins,“ eins og fram kemur á heimasíðu Grunnskóla Snæfellsbæjar. Nú í haust hafa nemendur og kennarar nýtt góða veðrið til þess að vinna að verkefnum þessu tengt. Má þar nefna að nemendur í 1. til 7. bekk eru allir búnir að fara í berjamó og bjó 3. bekkur til berjasultu sem nemendur tóku með sér heim. Annar bekkur er með Höskuldará í fóstri og fer í reglulegar göngu­ ferðir þangað til að fræðast um stað­ inn og tína rusl í og við ánna og eru þau nú þegar búin að fara einu sinni og hreinsa til. Fimmti bekkur fór á dögunum suður fyrir jökul og gekk hópurinn frá Lóndröngum og að Malarrifi þar sem krakkarnir léku sér og fengu fræðslu hjá Guðmundi Jenssyni starfsmanni þjóðgarðsins. Kartöfluuppskera fjórða bekkjar er einnig komin í hús og Katrín mat­ ráður búin að sjóða þær og brögð­ uðust þær mjög vel. Er hér aðeins stiklað á því helsta en einnig hefur verið unnið að fjölmörgum öðrum verkefnum bæði tengt Átthagafræðinni og öðrum námsgreinum. Eins og sjá má á myndinni hafa nemendur og kennarar notið útiverunnar um leið og þau hafa öðlast nýja og hagnýta þekkingu á nærumhverfi sínu en á myndinni eru nemendur annars bekkjar ásamt stuðningsfull­ trúa með ruslið sem þau týndu úr Höskuldar ánni. þa Mennta­ og barnamálaráðuneytið hefur styrkt samtökin Móður­ mál um 15 milljónir króna. Styrk­ urinn er liður í aðgerðum stjórn­ valda vegna barna á flótta og barna af erlendum uppruna. Móðurmál eru samtök um tvítyngi sem kenna móðurmál önnur en íslensku, styðja við og taka þátt í rannsóknum á virku tvítyngi í samfélaginu. Þau hafa boðið upp á kennslu fyrir fjöl­ tyngd börn á yfir 20 tungumálum frá árinu 1994. Fyrr í vikunni lauk mennta­ og barnamálaráðuneytið úthlutun styrkja til sveitarfélaga vegna mót­ töku barna á flótta. Stuðningur­ inn var veittur tímabundið til að styðja við fjölbreytt tómstunda­ og menntunarúrræði fyrir börnin og undirbúning skólastarfs í haust. mm Dýpkunarprammi hálfsökk í Rifshöfn Hagnýt kennsla í átthagafræði Styrkja samtökin Móðurmál vegna tvítyngdra barna Óttarr Proppé leiðir stýrihópa um málefni barna á flótta og barna af erlendum uppruna. Hér er hann ásamt stjórn Móðurmáls (vantar nöfn) og Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Ljósm. Stjórnarráðið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.