Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202216 Ásta Marý Stefánsdóttir er uppalin í Skipanesi í Hvalfjarðarsveit. Hún er vélvirki, söngkona og hestakona ásamt fleiru en leggur nú stund á nám í hjúkrunarfræði. Ásta er tveggja barna móðir en hún eign­ aðist langveikan dreng, Stefán Svan, í maí 2020 sem lést aðeins fjögurra mánaða gamall. Ásta og barnsfaðir hennar höfðu slitið sam­ búð áður en drengurinn fæddist. Hún fann móðurhlutverkið kalla á sig og ákvað í kjölfar andláts Stef­ áns að eignast annað barn. Í ágúst eignaðist hún son sinn eingetinn, Jón Ármann Svan, en undirverktaki í verkefninu gengur undir gælu­ nafninu Marty og er danskur sæðis­ gjafi. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í síðdegiskaffi til Ástu og fékk að forvitnast um mikla en stutta sögu hennar í móðurhlutverkinu. Fór af stað tveimur dögum fyrir gangsetningu Þegar Ásta gekk með fyrri son sinn átti hún hefðbundna meðgöngu en vaxtarskerðing kom í ljós á síð­ ustu metrum meðgöngunnar í kjöl­ far háþrýstings. Vegna þessa voru foreldrarnir undir það búnir að mögulega gæti barnið þjáðst af ein­ hverjum veikindum eða að um eitt­ hvað heilkenni gæti verið að ræða. ,,Ég hafði nefnt það þegar ég var nýorðin ólétt að ég vissi að það yrðu örlög mín að eignast fatlað barn. Vinkona mín minnti mig svo á þetta eftir að Stefán Svan fæddist. Ég segi alltaf að sem betur fer fékk ég háþrýsting á meðgöngunni. Ég var gengin 33 vikur, þurfti að hætta að vinna og var sett í vaxtarsónar. Þar mældist hann mjög smár en 98% af börnum á sömu meðgöngulengd voru stærri en hann. Orsökin fyrir smæðinni fannst ekki svo þetta var smá spurningamerki. Ég fór í mjög reglulegt eftirlit síðustu vikurnar og hann var í raun ekkert að stækka, var bara sín tvö kíló. Það var samt fæðingalæknir sem bjó mig undir það að þetta væri óeðlilegt og sagði að hér gæti verið um heilkenni að ræða eða eitthvað sem gæti verið að. Við vonuðum auðvitað að svo væri ekki og að hann væri bara lít­ ill. Fæðingalæknir inn vildi bara fá hann í heiminn þegar ég væri gengin 37 vikur. Ég átti að fara í gangsetningu í Reykjavík til að vera nálægt vökudeildinni ef eitthvað skyldi vera að en fór svo sjálf af stað þarna á laugardegi sem var einmitt dagur sem er tileinkaður heilkenn­ inu sem hann greinist svo með. Hann kemur mjög hratt í heiminn og fæðist tíunda maí 2020 sem var mæðradagur það ár,“ segir Ásta. Fékk greiningu fjögurra vikna Stefán greindist með genagalla sem orsakaði heilkennið Cornelia De Lange Syndrome. Heilkennið er mjög sjaldgæft og geta einkenni verið vart sjáanleg en tilfelli Stefáns var með þeim alvarlegri. ,,Þegar hann fæðist andar hann ekki sjálfur og það eru strax komnir fimm eða sex læknar að pumpa í hann lífi. Pabbi hans náttúrulega missti af fæðingunni því þetta gerðist svo hratt en til að gera langa sögu stutta þá erum við á vökudeild næstu átta vikurnar. Við fáum greininguna þegar hann er fjögurra vikna en hann greinist með heilkenni sem heitir Cornelia De Lange Syndrome sem er heilkenni sem orsakast af stökkbreytingu á geni. Það var tekið úr honum sýni og í rauninni var bara netum kastað út og leitað að einhverju sem var að, í þessu tilfelli var það gallað gen. Þetta er bara stökkbreyting og ger­ ist mjög fljótlega eftir getnað svo þetta er bara hrein óheppni. Það eru fimm gen sem geta verið gölluð og valdið þessu heilkenni en fólk getur verið misveikt og er ómögu­ legt að segja til um hvar á rófinu fólk lendir. Stefán var mjög veikur, stundum er þetta vart greinanlegt og þess vegna svolítið erfitt að segja til um tíðnina á þessu heilkenni og hvað nákvæmlega það orsakar hjá hverjum og einum. En við förum í kjölfarið í Einstök börn sem eru samtök fyrir börn með sjaldgæfar greiningar og heilkenni en þar komumst við að því að það er eitt annað barn með þetta heilkenni á Íslandi. Sá drengur er orðinn tíu ára eða eitthvað svoleiðis. Svo veit ég um eitt annað barn sem fæddist bara á þessu ári sem greindist með þetta heilkenni. Það barn greindist einungis þriggja daga gamalt og mig grunar að tilfelli Stefáns hafi hjálpað til við að greina það tilfelli.“ Þorði ekki að svara símanum Líðan Stefáns gekk upp og ofan í þessa mánuði sem hann lifði en hann fór í eina aðgerð og þurfti súrefni allan sólarhringinn bróður­ part lífs síns. Hann afsannaði þó kenningar lækna oft og vakti athygli fyrir mikinn karakter og fyrir það hversu athugull hann var. ,,Þetta var 24 tíma vinna á sólar­ hring fyrir mig þar sem ég sinnti hlutverki hjúkrunaraðila ásamt því að vera í móðurhlutverkinu en það þurfti að fylgjast með súrefni og fleiru. Hann var með sondu sem ég þurfti að sinna og sídreypu í sonduna svo ég þurfti að skipta um mjólk á nokkurra klukkutíma fresti. Hann er svo skírður eftir afa sínum og frænku sinni sem heita Stefán og Svandís en við vorum beðin um að skíra hann þegar hann var að fara í erfiða aðgerð á meltingarfærum fjögurra daga gamall. Honum var vart hugað líf eftir hana en náði sér svo á strik aftur. Hann þurfti þó lyf við fráhvörfum eftir stóra morfín­ skammta. Ég þorði ekki að svara í símann allan þennan tíma ef ég sá að sjúkrahúsið var að hringja svo ég rétti pabba hans alltaf símann. Stefán sýndi alltaf mikinn karakter en hann t.d. grét ekki með hljóðum. Hans grátur lýsti sér í svipbrigðum í andliti og falli í súrefnismettun. Ég t.d. setti upp myndavél sem ég horfði á meðan ég fór í sturtu á morgnana og hann svaf, því ég gat ekki heyrt ef hann vaknaði eða fór að kvarta. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvort heil­ kennið hafi verið orsök dauða hans. Lungnabilun er það sem dró hann til dauða en ekki er vitað hvað olli henni því hún er ekki talin beint tengd heilkenninu. Undir lokin var komin mikil lungnasýking, koltví­ sýringur að hlaðast upp í blóð­ inu og lungun því að bila. Læknir kom svo og sagði beint við okkur: „Þetta barn er að fara að deyja.“ Við tókum ákvörðun undir lokin að vera bara með hann heima þar sem hann lést svo þremur vikum seinna, 8. septem ber en læknarnir höfðu gefið honum svona fimm daga. Kveðjustundin var yndisleg og ég var búin að undibúa mig undir þetta að því leyti sem ég gat með hjálp Jóhönnu okkar, ljósmóður. Dagurinn var bjartur og fallegur og mikil kyrrð sem einkenndi þennan morgun,“ segir Ásta um stórt ferða­ lag lítils drengs. Að horfa á lífið með öðrum augum Ásta horfir á þessa reynslu með auðmýkt í dag en hún segist ekki vilja breyta neinu og er þakklát fyrir reynsluna sem þessi vegferð gaf henni. ,,Ég passaði mig alveg að hugsa ekki um hann bara sem sjúkling, hann var líka litla barnið ,,Ég er svo heppin að eiga einn engil á himni og annan á jörðu“ Ásta Marý missti langveikan son sinn fjögurra mánaða gamlan en fæddi sitt annað barn í ágúst síðastliðnum með aðstoð „undirverktakans Marty“ sem er danskur sæðisgjafi. Ásta Marý Stefánsdóttir eignaðist seinni son sinn með aðstoð sæðisgjafa. Ljósm. glh Ásta Marý með yngri son sinn, Jón Ármann Svan Stefánsson. Ljósm. sþ Ásta Marý með frumburðinn, Stefán Svan. Stefán greindist fjögurra vikna með heilkennið Cornelia De Lange Syndrome og lést aðeins fjögurra mánaða gamall.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.