Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 17 mitt. Ég setti hann t.d. á hestbak og gisti með honum í hjólhýsi í þrjár nætur yfir verslunarmannahelgi. Mig langði líka að fá að vera bara mamma og skapa minningar sem sneru ekki bara að veikindunum hans. Auðvitað byrjar þetta ferðalag á spurningunni: Af hverju ég? Það var ákveðinn tímapunktur þar sem ég ákvað að hætta að vorkenna mér og fór svo bara í þessa vinnu: Ætla ég að sitja hér og vola yfir því hvað lífið er ömurlegt eða ætla ég að nýta þetta tækifæri til að horfa öðruvísi á lífið? Þessar samræður áttu sér stað á hverjum morgni í hausnum á mér. Ég hef líka alltaf sagt hvað ég er þakklát fyrir þessa reynslu eins illa og það hljómar en ég kynnt­ ist svo mörgu yndislegu fólki sem er mér ennþá náið í dag. Jóhanna Ólafsdóttir ljósmóðir var mér mik­ ill stuðningur í þessu ferli en hún kom til okkar daglega undir lokin og hafði upphaflega frumkvæði að því að ég fengi heimahjúkrun því mig vantaði meiri hjálp.“ Fór beint í smalamennskur eftir jarðarför Ásta beið eftir andlegri brotlendingu sem kom þó aldrei en hún hefur verið dugleg að sækja sér sálfræðiaðstoð auk þess að taka þátt í hópastarfi og fræðslu erindum hjá Sorgarmiðstöð og Einstökum börnum. ,,Eftir jarðarförina voru leitir og ég ákvað að fara með en fann svo að þetta var aðeins of mikið fyrir mig líkamlega og and­ lega. Ég labbaði niður af fjall­ inu með afa og það var allt í lagi. Það voru allir ánægðir með að ég væri að viðurkenna vanmátt minn en ég hef reynt að vera dugleg við að gera einmitt það. Bara taka á móti slæmu dögunum og góðu dögunum. Ég var alltaf að bíða eftir einhverri brotlendingu og velti fyrir mér: Hvenær kemur dagur­ inn þar sem ég mun ekki ná að fara fram úr? Ég held ég hafi átt tvo daga þar sem ég leyfði mér svolítið að sofa og taka því rólega, en svo var það bara búið. Ég hef svo ótrú­ lega marga hluti til að þakka fyrir sem litla barnið mitt gaf mér. Ég hef sótt mikla heilun í tónlistina og sönginn sem hefur gefið mér mörg tækifæri til að blómstra. Andrea Björnsdóttir safnaði fyrir okkur svolitlum sjóði en hún hefur safnað fyrir allskyns fólki sem á þarf að halda með sölu á ýmsum varningi fyrir framan Bónus á Akranesi. Svo á ég svo mikið af góðu fólki að sem heyrir reglulega í mér og býður mér að tjá mig og eiga samtal um allt og ekkert. Það hefur einnig verið mér mikil heilun að segja söguna okkar Stefáns því það versta sem foreldri sem hefur misst barn lendir í er að því líði eins og barnið sé gleymt eða það sé ekki nefnt á nafn. Þess vegna er ég svo óendanlega þakklát öllum þeim sem opna á umræðuna um Stefán og gefa sér tíma til þess að hlusta á söguna okkar saman. Það er dýrmæt viðurkenning.“ Þú þarft ekki mann til að eignast barn Ásta ákvað að horfa fram á veginn og var fyrir jarðarför Stefáns búin að panta sér viðtal hjá Livio, fyr­ irtæki sem sérhæfir sig í tækni­ og glasafrjóvgun. ,,Mér fannst frábært hlutverk að fá að vera mamma. Ég vissi af þessari leið en ég átti í sam­ ræðum við Jóhönnu ljósmóður í kapellunni við kistu Stefáns þegar hún segir: „Ásta, svo veistu að þú þarft ekki mann til að eignast barn.“ Ég pantaði í kjölfarið tíma hjá Livio og fékk tíma í fyrsta við­ tal í byrjun desember. Ég var búin að panta tímann áður en ég jarð­ aði Stefán. Ég hugsaði að ég hefði þarna tíma til að pæla í þessu eða bara ekki pæla í þessu. Ég fór svo í viðtalið og hélt áfram í ferlinu. Ég fór að skoða sæðisgjafa í róleg­ heitum en ég stofnaði mér aðgang inn á heimasíðu Evrópska sæðis­ bankans og þar gat ég valið og hakað við hvaða útlitseinkenni ég kaus að gjafinn bæri sem dæmi, ekkert ósvipað og þegar bændur velja sér sæðingahrúta á ærnar eða stóðhesta fyrir hryssurnar sínar. Ég setti til dæmis fyrst inn rauðhærður og 1,8­2 metrar á hæð. Svo getur maður valið í hvaða geira gjafinn starfar og fleira. Það er meira að segja hægt að setja saman myndir af foreldrunum og sjá hversu vel myndirnar passa saman, svona photomatch,“ segir Ásta og hlær. ,,Þetta er mjög skemmtilegt og mis­ jafnt hvað fólk lætur ráða för. Mér var sagt í Livio: „Mundu bara að þú velur alltaf rétt.“ Ég var svo komin með þrjá skammta af sæði í apríl en sæðisgjafinn sem ég valdi er opinn gjafi svo Jón Ármann mun geta leitað upplýsinga um pabba sinn þegar hann verður átján ára. Ég vil meina að þetta hafi verið mjög góð blanda því ég, Jón Ármann og gjafinn; við erum bara öll alveg eins. Þannig að ég valdi alveg rétt,“ segir Ásta brosandi. ,,Ég meira að segja sendi fyrir spurn til fæðingar­ orlofssjóðs og spurði bara hvenær væri hagstæðast fyrir mig að fara í fæðingarorlof og skipulagði svo tæknifrjóvgun út frá því,“ segir Ásta með brosi á vör. Tæknifrjóvgunin heppnaðist í fyrstu tilraun Seinni meðganga Ástu einkenndist af miklum kvíða en hún hafði stöð­ ugar áhyggjur vegna fyrri reynslu. ,,Ég fór í tæknisæðingu í nóvem­ ber og þetta er sem sagt þannig að ég þurfti sjálf að fylgjast með egg­ losi. Daginn þegar kom svo egg­ los sendi ég tölvupóst að morgni á Livio og læt vita. Ég var svo komin í tæknisæðingu í hádeginu sama dag. Mér var svo sagt að halda áfram með daginn eins og vana­ lega og taka svo óléttupróf tíunda desember. Tíunda desember tek ég síðasta prófið mitt í klásus í hjúkr­ unarfræðinni og svo seinna um daginn tek ég jákvætt óléttupróf og fer náttúrulega bara að grenja,“ segir Ásta hreinskilningslega. ,,Ég var búin að gera miklar ráðstafanir um að fara í tvær tæknisæðingar og ef það myndi ekki virka ætl­ aði ég að nota síðasta skammt­ inn í glasameðferð. En nú á ég tvo skammta til góða ef ég vil nota þá til að Jón Ármann geti eignast alsystkini. Ég var mjög stressuð á meðgöngunni en mér stóð til boða að þiggja fylgju sýnatöku en í sam­ ráði við erfðalækninn okkar Stef­ áns ákvað ég að þiggja hana ekki og fá frekar aukið eftirlit með vexti barnsins. Ég hafði engar áhyggjur af því að hann yrði með sama heil­ kenni og Stefán enda mjög litlar líkur á því en ég vildi ekki leggja það á annað barn að glíma við svo mikil veikindi. Stefán var fullkom­ inn að öllu leyti en það er ekki hægt að bera þessar meðgöngur eða þessa bræður mikið saman, þetta er bara allt önnur saga. Á einni sónar­ myndinni voru fingurnir á Jóni Ármanni útglenntir, eitthvað sem Stefán gat aldrei gert. Ég tók því þannig að hann væri bara að segja: Ég er hér og það er allt í góðu með mig. Þarna fæðist svo þessi stóri, flotti, heilbrigði og rauðhærði drengur. Ég er svo að prófa alls kyns nýja hluti núna eins og að gefa brjóst. Það er ansi ljúfsárt að upp­ lifa það að eiga heilbrigt ungbarn. Alls kyns hlutir sem okkur finnst svo sjálfsagðir eru það svo sannar­ lega ekki. Bara að geta dregið and­ ann og garga þegar kominn er kúkur í bleyjuna eða þegar menn eru orðnir þyrstir, eru svo nýir fyrir mér og alveg hreint magnaðir að fá að upplifa. Bara hreinlega ekki hægt að lýsa því.“ Ekki búin að gefast upp á karlmönnum Jón Ármann var skírður í byrjun september og fékk nöfn langafa sinna og bróður síns og er feðr­ aður með nafni afa síns en hann heitir fullu nafni Jón Ármann Svan Stefáns son. ,,Ég rakst á klausu í nafnalögum þar sem segir að ófeðruð börn megi vera kennd við afa sinn, þess vegna er hann Stef­ ánsson en hann var líka skírður á dánardegi bróður síns,“ segir Ásta um nafngift sonar síns. En hvernig sér hún fyrir sér sína nánustu fram­ tíð? ,,Ég er að læra hjúkrunarfræði en ég var búin að hugsa til þess áður en ég átti Stefán að fara í það nám. Svo eftir þessa reynslu kvikn­ aði rosalegur áhugi hjá mér og ég sé fyrir mér að starfa við einhverja sálgæslu í framtíðinni. Hjúkr­ unarfræðin býður upp á alls kyns spennandi möguleika. Ég tók eina önn í guðfræði við Háskóla Íslands fjórum mánuðum eftir andlát Stef­ áns Svans en það reyndist mér virki­ lega gott við úrvinnslu sorgarinnar en ég sé alveg fyrir mér að halda áfram með það. Nú erum við hins vegar að reyna að koma okkur upp heimili. Ég er búin að kaupa hús sem ég flutti hingað í Skipanes áður en Stefán fæðist meira að segja. Sökkl­ arnir eru tilbúnir en ég er ennþá bara að bíða eftir byggingarleyfi, þetta tekur allt sinn tíma en von­ andi fer ég að geta komið mér upp heimili með Jóni mínum og honum Skáta, hundinum okkar. Ég er núna í fæðingarorlofi í tólf mánuði því ég fæ náttúrulega alla mánuðina.Von­ andi á ég svo eftir að eignast fleiri börn og alveg mann líka, ég er ekki búin að gefast upp á mönnum þó ég hafi farið þessa leið,“ segir Ásta og hlær. ,,Ég þurfti svo að fara í aðgerð eftir fæðinguna núna þar sem Jón Ármann fæddist í erfiðri stellingu og mætti með miklum stæl í heim­ inn. Næst þegar ég eignast barn þarf ég að fara í keisara en ég hef ekki mátt halda á honum í nokkrar vikur vegna aðgerðarinnar. Ég er samt loksins útskrifuð úr eftirliti í bili. Þannig að við ætlum bara að njóta núna. Mér finnst ég vera alveg rosa­ lega heppin, ég á tvo flotta stráka, einn engil á himninum sem passar upp á okkur og fylgist með okkur og svo á ég einn engil hérna hjá mér,“ segir Ásta blíðlega að lokum. sþ/ Ljósm. úr einkasafn Jón Ármann Svan við leiði stóra bróður síns, Stefáns Svans. Stefán Svan og fjölskylda nutu stuðnings Einstakra barna. Það eru samtök fyrir börn með sjaldgæfar greiningar og heilkenni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.