Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 202224 Lísa Margrét dregur fé í Skerðingsstaðarétt í Dölum. Ljósm. aðsend. Svipmyndir úr réttum á Vesturlandi Fyrirstaða og féð á leiðinni í Skerðingsstaðarétt. Ljósm. Lísa Margrét Sigurðardóttir Breiðfjörð. Skerðingsstaðarétt í blíðskaparveðri. Ljósm. Lísa Margrét Sigurðardóttir Breiðfjörð. Ferhyrnda hefðarærin Erna var ekki á því að láta króa sig af í Kirkjufellsrétt á laugardaginn, en þá kom Sigurður Svavarsson frá Vatni askvaðandi til að bjarga málunum. Sól skein þegar réttað var, en um morguninn var mikil þoka og heimtur því lélegar. Ljósm. bj. Kiðlingurinn Banani frá Kringlu í Dölum hafði í sumar slegist í hóp sauðkinda þar sem aðrar geitur höfðu ekki sýnt honum næga umhyggju. Hann laumaðist því til fjalla og kom niður í leit með sínum kindahópi þegar smalað var úr Geldingadal á laugardaginn. Ljósm. sþ. Hafdís Harðardóttir á Sauðafelli og frænka hennar láta tilefnið ekki slá sig út af laginu varðandi klæðaburð, mættar í sínum besta útivistarfatnaði í Fellsendarétt. Ljósm. bj. Það er ekkert aldurstakmark í réttunum, en eins gott að vera í fangi fullorðinna, eða uppi á réttarvegg ef hjartað er lítið og fæturnir stuttir. Ekki reyndist heldur al- veg hættulaust að rétta í Fellendarétt á sunnudaginn, því ung stúlka fór úr hnjálið eftir harðan árekstur við hlaupandi kind og var flutt af vettvangi með sjúkrabíl. Ljósm. bj. Réttað var í Ólafsvíkurrétt í Snæfellsbæ um helgina. Ljósm. af. Réttað var í Kolgrafafirði um helgina. Ljósm. sk. Boðið var upp á kræsingar hjá Ólafi Helga Ólafssyni frístundabónda og konu hans Laufeyju Kristmundsdóttur við réttina í Ólafsvík. Var kjötsúpan að venju vinsæl meðal gesta og gerðu margir bæjarbúar sér ferð til þeirra hjóna til þess að smakka. Hér er Pétur Steinar Jóhannsson að ausa sér súpu. Ljósm. af. Finnur frá Háafelli leitar að fé í Fellsendarétt. Ljósm: sþ. Kristinn Freyr, Elís Karl og Adam Orri leituðu að fé fyrir hönd Kvennabrekku í Fellsendarétt en gripu í tómt. Ljósm: sþ. Gulla frá Kvennabrekku og Stína frá Sauðafelli sáu um kaffitímann fyrir gesti í Fellsendarétt. Ljósm: sþ. Úr Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd á sunnudaginn. Ljósm: Þorvaldur Guðmundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.