Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 21.09.2022, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2022 15 Síðustu fjögur ár hefur Ísland verið í tíunda neðsta sæti á lista yfir fjölda látinna í umferðinni. List­ inn er tekinn saman af CARE, sem rekur samevrópskan umferðar­ slysagagnagrunn. Við útreikninga á þeim lista er tekið mið af meðal tali látinna í umferðinni í hverju landi á fimm ára tímabili. Nú þegar nýr listi CARE kom út með upplýs­ ingum um umferðarslys á árunum 2017­2021 hefur Ísland færst niður um tvö sæti. Ísland er því í átt­ unda sæti yfir þau lönd sem standa sig best, þ.e. fæstir látnir á hverja 100.000 íbúa. Við útreikninga á lista CARE er miðað við fjölda íbúa í landinu en ekki er tekið tillit til fjölda ferðamanna. Íslenskir ríkisborgarar tveir þriðju látinna Skessuhorn fékk staðfest hjá Sam­ göngustofu að sjö manns hafi lát­ ist í umferðinni á Íslandi það sem af er ári 2022, þar af eru tveir erlendir ferðamenn og fimm íslenskir ríkis­ borgarar. Sé horft til síðustu tíu ára á Íslandi eru 19% látinna í umferðinni erlendir ferðamenn en enginn ferðamaður dó í umferðinni hér á landi árin 2020 og 2021. Þá hefur það vísast til áhrif að heims­ faraldur geisaði síðustu tvö ár og því minna um ferðamenn en ella. Um 15% látinna í umferðinni á Íslandi síðustu tíu ár eru erlendir ríkisborgarar sem búsettir eru hér á landi. Það gerir að þriðjungur þeirra sem látist hafa í umferðar­ slysum hér á landi frá 2012­2021 eru ferðamenn og erlendir ríkis­ borgarar. Eftir stendur að tveir þriðjungar þeirra sem látist hafa eru íslenskir ríkisborgarar. Markmið stjórnvalda að auka umferðaröryggi Í nóvember 2019 kynntu stjórn­ völd umferðaröryggisáætlun 2020­ 2034. Yfirmarkmið þeirrar áætl­ unar er tvíþætt: 1) Að Ísland verði í hópi fimm bestu Evrópuþjóða hvað varðar fjölda látinna í umferðinni á hverja 100.000 íbúa. 2) Að látnum og alvarlega slösuðum fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034. Þróunin er því í rétta átt fyrir Ísland til að ná fyrra markmiðinu því nú þegar hefur Ísland færst upp um tvö sæti og stendur í áttunda sæti. Seinna markmið stjórnvalda hefur ekki náðst undanfarin ár en sem dæmi voru alvarlega slasaðir 182 árið 2019, 149 árið 2020 og 199 árið 2021. Leitnin er þó í rétta átt þegar litið er til lengri tíma. gbþ/ Grafík: Vegagerðin Á fiskveiðiárinu 2021­2022 sem lauk 31. ágúst síðastliðinn, var mesta bolfiskafla landað í Reykja­ vík á fiskveiðiárinu. Alls var hann 65,8 þúsund tonn sem er 30 þús­ und tonnum meira en í Grinda­ vík þar sem næst mestum bol­ fiskafla var landað. Saman­ lagt var í Reykjavík og Hafnar­ firði landað tæplega 20% alls bolfisks. Á fiskveiðiárinu var í heild landað 1.497.415 tonnum í íslenskum höfnum. Þar af mest í Neskaupstað eða 236.752 tonn sem er 15,8% af öllum afla sem landað var á landinu. Þar vegur uppsjávar fiskurinn þungt enda var þar landað yfir 222 þúsund tonnum af honum. Landað var rétt rúmlega 630 þúsund tonnum af uppsjávarafla á Austurlandi sem er um 62% af öllum uppsjávarafla sem landað var yfir allt landið. Næst mest var landað á Suður­ landi en þar eru Vestmannaeyjar efstar í þeim landshluta. Grundarfjörður með um 30 þúsund tonn í bolfiski Ef skoðaðar eru þær 20 hafnir þar sem mesta bolfiski var landað má sjá að Grundarfjarðarhöfn er þar í fjórða sætinu með um 30 þúsund tonn, höfnin í Rifi í því fimmta með vel yfir 21 þúsund tonn og Ólafsvíkurhöfn í 16. sætinu með yfir ellefu þúsund tonn. Þá var landað rétt yfir 17 þúsund tonnum af þorski í Rifi sem er það þriðja mesta og Grundarfjörður var þar í fjórða sætinu með 16.722 tonn. Þá komu á land yfir þrjú þúsund tonn í Grundarfjarðarhöfn af ýsu sem var það fjórða mesta á öllu landinu. Í þeim 16 höfnum þar sem mesta uppsjávarfiski var landað var Akra­ neshöfn þar í níunda sæti með rétt yfir 40 þúsund tonn og var það allt loðna. vaks Langmestum afla landað í Neskaupstað á fiskveiðiárinu Viðey RE landar fiski í Grundarfirði. Ljósm. úr safni/tfk. Ísland framarlega yfir fá banaslys Fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa í Evrópu 2017-2021. Ísland er í 8. sæti. Tölurnar eru teknar saman af CARE sem er samevrópskur umferðarslysa- gagnagrunnur. Tafla sem sýnir fjölda látinna í umferðinni á Íslandi frá árinu 2012 út frá því hvort um er að ræða fólk með íslenskt ríkisfang, ferðamenn eða fólk með erlent ríkisfang sem búsett er á Íslandi. Fjöldi alvarlega slasaðra á Íslandi 1999-2021. 25. sept. kl 16:00, Selsskógi í Skorradal Fögnum árstímanum; lyftum horni til heilla goðum og góðum vættum Vestlendingagoði SK ES SU H O R N 2 02 2 JAFNDÆGRABLÓT BÓKAÚRVALIÐ er hjá okkur AUSTURVEGI 22 Opið mán.–lau. 12–18 ÁRMÚLA 42 Opið mán.–fös. 11–18 lau. 11–16 & PAPPAÖSKJUR FYRIR FRÆIÐ ÓKEYPIS HJÁ: Út að tína birkifræ! birkiskogur.is Einstaklingar og hópar! Leggið ykkar af mörkum svo birki geti breiðst út á landinu. Tínið birkifræ og skilið á söfnunarstaði eða sáið sjálf í skilgreind svæði Birkifræ L ANDSÁTAK Í SÖFNUN OG SÁNINGU BIRKIFRÆS @birkifræ #birkifræ C M Y CM MY CY CMY K Birkifrae_Skessuhorn_100x150 mm_sept2022.pdf 1 20.9.2022 12:01:00

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.