Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Síða 8

Skessuhorn - 05.10.2022, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 20228 Bleik slaufa til forvarna LANDIÐ: Í Bleiku slaufunni í ár beinir Krabbameins- félagið athyglinni að forvörnum gegn krabba- meinum hjá konum, hvað hægt er að gera til að draga úr áhættu á að fá krabba- mein. Hjá konum spila skimanir fyrir krabba- meinum einna stærsta hlut- verkið. „Við hvetjum konur til að bóka tíma þegar þær fá boð. Því fyrr sem krabba- mein eða forstig þess grein- ist því betri eru horfurnar. Öll starfsemi Krabbameins- félagsins byggir á söfnunarfé. Með kaupum á Bleiku slauf- unni gerir almenningur og fyrirtækin í landinu Krabba- meinsfélaginu kleift að vinna að markmiðum sínum; að fækka þeim sem greinast með krabbamein, fjölga þeim sem lifa af og bæta líf þeirra sem fá krabbamein og aðstandenda þeirra,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Bleika slaufan í ár er hönnuð af Helgu Frið- riksdóttur og Skagamann- inum Orra Finnbogasyni hjá Orrifinn Skartgripum. -mm Landsmót Sam­ fés að hefjast STYKKISH: Landsmót Samfés fer fram í Stykkis- hólmi dagana 7. til 9. október. Á mótinu koma saman ungmenni á aldr- inum 13-16 ára frá félags- miðstöðvum um allt land. Hver félagsmiðstöð getur skráð fjóra þátttakendur til leiks og er búist við að um 300-350 ungmenni sæki mótið. Mótshaldara hverju sinni gefst tækifæri til að kynna sitt sveitarfélag fyrir ungmennum og þá þjónustu og afþreyingu sem þar er í boði. Fram kemur á heima- síðu Stykkishólms að dag- skrá Landsmóts Samfés sé þríþætt. Unnið er í fjöl- breyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Auk þess er lögð rík áhersla á mikilvægi þess að hitta jafnaldra sína, kynnast nýju fólki og að allir skemmti sér sem best. Smiðjurnar geta sem dæmi tengst bakstri, framkomu, ræðumennsku, FROLF, fréttamennsku, ratleik, ofbeldi, geðheilbrigði ung- menna, sjálfsstyrkingu og hreyfingu og lýðheilsu. Lýð- ræðisleg vinnubrögð eru allsráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur móts- ins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Það er Ung- mennaráð Samfés sem hefur veg og vanda af því að skipu- leggja þennan viðburð. Á Landsþinginu fær ungt fólk tækifæri til að tjá sig um hin ýmsu málefni þeim hug- leikin. Í kjölfar Landsþings tekur Ungmennaráð saman niðurstöður og sendir álykt- anir á ráðuneyti, sveitar- stjórnir, fjölmiðla og aðildar- félaga Samfés. -vaks Lækka að nýju LANDIÐ: Ferðakostnaðar- nefnd ríkisins hefur ákveðið dagpeninga til greiðslu gisti- og fæðiskostnaðar ríkisstarfs- manna á ferðalögum innan- lands á vegum ríkisins sem hér segir: Fyrir gistingu og fæði í einn sólarhring greiðast nú 34.500 krónur, fyrir gistingu í einn sólarhring 28.800 kr, fyrir fæði hvern heilan dag, minnst 10 tíma ferðalag greiðast 13.600 krónur og fyrir fæði í hálfan dag, minnst 6 tíma ferðalag 6.800 krónur. Dagpeningar þessir gilda frá og með 1. október 2022. Ferðakostnaðar nefnd birti síðast ákvörðun um dagpen- inga í maí. Þá voru greiðslur fyrir gistingu og fæði í sólar- hring hækkaðar um allt að þrjátíu prósent og voru 42.400 krónur. Sú hækkun var rökstudd með því að eft- irspurn eftir gistingu hér á landi á sumrin er mikil. Dagpeningar aðeins fyrir gistingu, fæði fyrir heilan dag og hálfan dag hald- ast óbreyttir. „Nefndin fer þess á leit við ráðuneyti og stofnanir að viðmiðunarfjár- hæðir um greiðslur dagpen- inga um gistingu og veitingar verði kynntar starfsfólki til að útlagður kostnaður sé sem næst viðmiðunarfjár- hæðum. Athygli er vakin á að meginreglan er að greiða skal kostnað vegna ferðalaga innanlands, s.s. fargjöld, fæði og gistingu, eftir reikningi.“ -mm Aflatölur fyrir Vesturland 24. – 30. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 2 bátar. Heildarlöndun: 14.786 kg. Mestur afli: Ísak AK: 13.965 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 22.089 kg. Mestur afli: Særif SH: 22.089 kg í einum róðri. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 556.758 kg. Mestur afli: Sturla GK: 116.443 kg í tveimur löndunum. Ólafsvík: 13 bátar. Heildarlöndun: 313.382 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 58.652 kg í einum róðri. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 417.408 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 96.478 kg í einni löndun. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 12.744 kg. Mestur afli: Bára SH: 9.186 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Viðey RE – GRU: 100.476 kg. 28. september. 2. Tjaldur SH – RIF: 96.478 kg. 26. september. 3. Akurey AK – GRU: 94.605 kg. 27. september. 4. Örvar SH – RIF: 84.402 kg. 27. september. 5. Valdimar GK – GRU: 72.156 kg. 26. september. -sþ Síðastliðinn fimmtudag var því fagnað að verslunin Módel við Þjóðbraut 1 á Akranesi varð þrjá- tíu ára. Kaupmennirnir eru þeir sömu og í upphafi, hjónin Guðni Tryggvason og Hlín Sigurðardóttir. Þau ásamt starfsfólki sínu buðu fólk velkomið en í tilefni afmælisins var hægt að kaupa alla gjafavöru og skartgripi með 30% afslætti. mm Dagana 10.-14. október næstkom- andi verður opin vika í Tónlistar- skólanum á Akranesi. Þá daga fellur hefðbundin kennsla niður en nem- endur skrá sig á alls kyns smiðjur, fyrirlestra og skemmtilegheit. Flestar smiðjurnar eru einungis ætl- aðar nemendum skólans og t.d. geta söngnemendur skráð sig á ukulele- námskeið og gítarleikarar á söng- námskeið, það verða trommu- hringir, spurningakeppnir, kór, tón- smíðakennsla og margt fleira og allir nemendur ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi og áhugasvið. Flestar smiðjurnar eru í umsjón kennara skólans, en skólinn býr yfir miklum mannauði. „Af tilefni 80 ára afmælis Akraneskaupstaðar þá höfum við þó boðið nokkrum góðum gestum til okkar og viljum bjóða foreldrum og íbúum að koma og njóta með okkur nokkurra opinna viðburða þar sem allir eru velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Þessar opnu smiðjur/fyrirlestrar eru: Mánudaginn 10. október kl. 16:00 Tæpt á tónlistarsögu Akraness, Ólafur Páll Gunnarsson tónlistar- sérfræðingur Rásar 2. Þriðjudaginn 11. október kl. 18:00 Framkoma og glíman við framkomukvíðann, Hallgrímur Ólafsson (Halli Melló) leikari. Miðvikudaginn 12. október kl. 16:00 Gítarinn og heimstónlist, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og sama dag kl. 17:00 opið harmon- ikkuball í umsjón Rutar Berg og Sporsins. Við sláum svo botninn í opnu smiðjurnar fimmtudaginn 13. október kl. 18:00 með Tónlistar- stund með spjalli með Davíð Þór Jónssyni píanóleikara m.m. „Við vonum að fólk sjái sér fært að taka þátt í þessu með okkur og hvetjum nemendur líka til að vera duglegir að koma í opnu við- burðina auk þeirra vinnustofa sem eru bara fyrir þá.“ mm Eins og kunnugt er lét sr. Þorbjörn Hlynur Árnason af starfi sóknar- prests í Borgarprestakalli nýverið, en hann hefur um árabil jafn- framt verið prófastur á Vesturlandi. Biskup Íslands hefur útnefnt sr. Gunnar Eirík Hauksson í Stykkis- hólmi í hans stað. Sr. Gunnar segir þessa breytingu á starfi sínu leggj- ast vel í sig. „Ég var skipaður prófastur frá og með 1. október síðastliðnum og hef því formlega tekið við störfum prófasts í Vesturlandsprófasts- dæmi en ekki hefur verið ákveðið enn hvenær formleg innsetningar- athöfn fer fram. Ég hef gegnt starfi sóknarprests í 36 ár og þar af 30 ár í Stykkishólmsprestakalli. Svo ég þekki vel til alls þess góða starfs sem unnið er í prófastsdæminu. Ég þekki líka vel til starfsins sem ég er að taka að mér því ég gegndi starfi prófasts í Snæfellsnes- og Dalapró- fastsdæmi í sex ár, áður en það var sameinað Borgarfjarðarprófasts- dæmi. Auk þess gegndi ég starfi prófasts í Vesturlandsprófastsdæmi í níu mánuði er fráfarandi prófastur var í námsleyfi.“ Sr. Gunnar hefur einnig setið í héraðsnefnd frá því prófastsdæmið var stofnað og þekkir þær skyldur vel sem prófastsstarfinu fylgja. „Ég vona að mér takist að rækja þær af alúð. Mér finnst persónuleg sam- skipti mikilvæg, að hittast og ræða málin, en öll samskipti hafa vissu- lega orðið auðveldari með net- væðingunni. Prestar og fólkið í sóknunum á að geta leitað til pró- fasts og prófasti ber að hlusta, miðla upplýsingum og veita ráð.“ Innsetning prófasts fer venjulega fram í messu í heimakirkju hans eða í dómkirkju. Svo í þetta sinn mun hún að líkindum fara fram í Stykk- ishólmskirkju. Við innsetningu er beðið fyrir nýjum prófasti og biskup felur honum prófastsstarfið með formlegum hætti. gj Séra Gunnar Eiríkur prófastur Vesturlandsprófastdæmis Sr. Gunnar við störf sín í Stykkishólmskirkju. Opin vika framundan í Tónlistarskólanum á Akranesi Verslunin Model fagnaði þrjátíu ára afmæli

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.