Skessuhorn


Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 05.10.2022, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 5. OKTÓBER 202222 Í þessum lið leggjum við fyrir tíu spurningar til íþróttamanna úr alls konar íþróttum á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vik- unnar að þessu sinni er sundkonan Guðbjörg Bjartey frá Hvalfjarðar- sveit. Nafn: Guðbjörg Bjartey Guð- mundsdóttir Fjölskylduhagir: Mamma mín heitir Arnheiður og pabbi minn Guðmundur, svo eigum við hund sem heitir Kría og reyndar mörg fleiri dýr þar sem við búum í sveit. En núna bý ég reyndar hjá ömmu og afa á Akranesi, þar sem ég er í Fjölbraut. Hver eru þín helstu áhugamál: Ég eyði mesta frítímanum mínum í sundlauginni svo ég myndi segja að það væri mitt helsta áhugamál. En annars finnst mér líka gaman að vera uppi í sveit. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir: Yfir- leitt þá vakna ég á bilinu 5.20 - 7.20 til að fara á æfingu. Mæti svo í skólann og eftir hann þá fæ ég mér eitthvað að borða heima áður en ég fer svo aftur á æfingu. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar: Minn helsti kostur er að ég er ekki svo morgunfúl svo morgunæfingarnar eru ekki það versta sem til er, eins og sumir halda. En minn helsti galli er að ég nenni ekki að taka til og ég kann ekki að elda. Hversu oft æfir þú í viku: Ég æfi ellefu sinnum í viku, þrjár þrekæf- ingar og átta sundæfingar. Hver er þín fyrirmynd í íþróttum: Mín fyrirmynd í íþróttum er Sarah Sjöström, sænsk sundkona. Svo kannski líka Sebastian Vettel, hef hitt hann og hann var mjög kurteis og næs manneskja. Af hverju valdir þú sund: Ég æfði alltaf einhverja aðra íþrótt, eins og fimleika, fótbolta, frjálsar og fleira sem aðalíþrótt og svo sund með þangað til ég var u.þ.b. ellefu ára. Þá varð það bara sundið sem stóð upp úr og ég valdi það umfram aðrar íþróttir. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir: Ég verð að segja Arna Rún frænka mín. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt: Ég held að það skemmtilegasta og leiðinlegasta við sund sé að keppa. Það er gaman þegar þú bætir þig og sérð framfarir, en alveg ofboðs- lega leiðinlegt þegar þú æfir mikið og leggur þig fram en ert samt frá þínu besta. Ekki morgunfúl Íþróttamaður vikunnar Um síðustu helgi var haldið Norður landameistaramót Garpa í sundi og var það haldið í Þórshöfn í Færeyjum. Ísland átti 40 fulltrúa frá fjórum félagsliðum en þar voru fjórar sundkonur frá Sundfélagi Akraness og tvær frá Ungmenna- sambandi Borgarfjarðar. Anna Leif Auðar Elídóttir, Arnheiður Hjör- leifsdóttir, Kristín Minney Péturs- dóttir og Silvia Llorens Izaguirre kepptu fyrir SA og þær Guðmunda Ólöf Jónasdóttir og Björg Hólm- fríður Kristófersdóttir fyrir UMSB. Alls tóku um 150 sundmenn þátt frá öllum Norðurlöndunum og aldurs- bilið var breitt, þar sem yngsta sundfólkið var 25 ára en þeir elstu um áttrætt. Sundkonurnar stóðu sig með prýði á mótinu og náðu virkilega góðum árangri. Kristín Minney sigraði í 100 og 200 metra bringusundi, 50, 100 og 400 metra skriðsundi, 100 metra fjórsundi og 400 metra fjór- sundi þar sem hún setti Íslands- met Garpa, og hún varð önnur í 50 metra bringusundi í flokki 40-44 ára. Hún fékk því alls sjö gullverð- laun og ein silfurverðlaun. Silvía Llorens keppti einnig í flokki 40-44 ára. Hún sigraði í 800 metra skriðsundi og 100 metra flugsundi, hún varð önnur í 100 og 400 metra skriðsundi og þriðja í 50 metra skriðsundi. Hún fékk tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og eitt brons. Arnheiður varð þriðja í flokki 45-49 ára í 100 metra fjórsundi, hún varð þriðja í 100 metra baksundi og þriðja í 50 metra baksundi. Niður- staðan því þrjú brons. Anna Leif varð Norðurlanda- meistari í 50 metra flugsundi og önnur í 50 og 100 metra skriðsundi og í flokki 50-54 ára og fékk því eitt gull og tvenn silfurverðlaun. Að auki synti kvennasveit Sundfélags Akraness í tveimur boðsundum, 4x50m skriðsundi og 4x50m fjór- sundi og vann til silfurverðlauna í þeim báðum. Björg Hólmfríður varð Norð- urlandameistari í 50 og 100 metra bringusundi í aldursflokknum 70-74 ára og vann til silfurverð- launa í 50 metra skriðsundi. Þá vann Guðmunda Ólöf silfur í 100 metra skriðsundi og brons í 50 metra skriðsundi. Þá setti hún Garpamet í 50 og 100 metra baksundi í aldursflokknum 70-74 ára. Alls unnu vestlensku konurnar til 34 verðlauna á mótinu. vaks/ Ljósm. aðsendar Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tíu í 1. deild karla í körfuknattleik er Skallagrími úr Borgarnesi spáð sjötta sætinu í deildinni en liði Skagamanna er spáð fallsæti. Álftanes fékk 327 stig af 360 mögu- legum í spánni um lokastöðuna í 1. deild og er þar af leiðandi spáð sæti í efstu deild á næsta tímabili, í fyrsta sinn í sögunni, undir stjórn þjálfar- ans Kjartans Atla Kjartanssonar. vaks Borgnesingurinn Alexandrea Rán Guðnýjardóttir var sigursæl á bikar móti í klassískum kraftlyft- ingum sem fram fór um helgina í Garðabæ. Hún var bikarmeistari kvenna í -63 kg flokki, bætti sig um rúmlega 60 kíló og setti Íslandsmet í opnum flokki þegar hún lyfti alls 113,5 kg í bekkpressu. Hún setti alls átta Íslandsmet og lyfti alls í þrílyftu 343,5 kílóum. Með þessu er hún komin með alla titla sem hægt er að vinna sér inn, Íslands-, bikar-, Norðurlanda,- Evrópu- og heimsmeistaratitilinn. Skagamaðurinn Alexander Örn Kárason sigraði í -93 kg flokki á mótinu og einnig í opnum flokki en þar var baráttan hörð fram á síðustu lyftu. Alexander Örn og Viktor Samúelsson áttu í hörku baráttu og settu báðir nýtt Íslands- met samanlagt. Alexander Örn lyfti 768 kg í -93 kg flokki og Viktor 811 kg í -105 kg flokki. Á end- anum stóð Alexander Örn uppi sem sigur vegari með 100,7 stig en Viktor hlaut 100,4 stig. Loks var Borgnesingurinn Sylvía Ósk Rodriquez önnur í -76 kg flokki en hún lyfti samanlagt 380 kílóum. vaks Vestlendingar sigursælir á bikarmóti í kraftlyftingum Alexander Örn ánægður með bikarinn. Ljósm. Kári Steinn Reynisson. Enn bætir Alexandrea Rán við titlasafnið. Ljósm. gg. Skallagrími og ÍA spáð misjöfnu gengi Sundkonur af Vesturlandi stóðu sig vel á Norðurlandameistaramóti Það var góð stemning í íslenska hópnum. Kristín Minney með verðlaunin sín.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.