Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 40

Fréttablaðið - 17.11.2022, Page 40
Elliðaárnar voru virkjaðar á árunum 1921–1933. elin@frettabladid.is Almenningsrafstöðvar á Íslandi eru 91. Það eru 28 vatnsaflsstöðvar, 6 jarðhitastöðvar og 57 eru elds- neytisstöðvar sem yfirleitt brenna dísilolíu. Fyrsta vatnsaflsvirkjunin á Íslandi var byggð árið 1904 þegar Hamarskotslækur í Hafnarfirði var virkjaður af Jóhannesi Reykdal. Virkjunin sá fimmtán húsum og fjórum götuljósum fyrir raf- magni. Elliðaárnar voru virkjaðar á árunum 1921–1933 og á árunum eftir seinni heimsstyrjöld jókst raforkunotkun mikið og fjölmargar heimarafstöðvar voru byggðar. Árið 1950 var búið að reisa 530 smávirkjanir um allt land, en fyrsta virkjunin til að framleiða 10 MW var Írafossvirkjun árið 1953. Lands- virkjun var stofnuð árið 1965 og hófst þá markaðssetning á raforku. Í kjölfarið risu nokkrar stórar vatnsaflsvirkjanir, en sú fyrsta til að ná 200 MW var Búrfellsvirkjun árið 1969. Árið 2007 varð Kárahnjúka- virkjun stærsta vatnsaflsvirkjun landsins, en hún framleiðir 650 MW. Samkvæmt Orkustofnun komu um 70% af allri raforku á Íslandi frá vatnsaflsvirkjunum árið 2018. n Virkjanir stórar og smáar Það krefst orku að hjóla. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR sandragudrun@frettabladid.is Hjólreiðar eru rík uppspretta hreyfiorku. Hægt er að virkja þessa orku með smá útsjónarsemi. Ef hjólið er tengt við rafal getur snúningskrafturinn sem fylgir því að hjóla á reiðhjóli valdið því að framleitt rafmagn er síðan er hægt að geyma í rafhlöðu. Vísindamenn í Kaupmannahöfn hafa þróað tæki sem býr til raf- magn úr snúningi hjólanna á reið- hjóli. Varlega áætlað gæti svona búnaður, ef hann er notaður á bæði hjólin, framleitt 33,3 W/klst. af orku eftir hálftíma hjólreiðar. Það hefur verið reiknað út hversu mikið rafmagn hægt væri að búa til með því að tengja reiðhjól við rafmagn og hjóla í átta tíma á dag á meðalhraða í 30 daga. Sú raforka dugar ekki til að framleiða nema um 2,4 prósent af þeirra raforku sem meðalheimilið í Bandaríkjunum notar mánaðar- lega. Það er kannski ekki mikið, en ef allir í heiminum sem geta hjólað myndu hjóla nokkrar hálftíma- ferðir á viku, þá væri hægt að fram- leiða smá magn af raforku á mjög umhverfisvænan hátt. Ef fólk er hvort sem er að hjóla, hvers vegna ekki að búa til smá raf- magn í leiðinni? n Hjólreiðavirkjun starri@frettabladid.is Samorka, samtök orku- og veitu- fyrirtækja á Íslandi, heldur úti hlaðvarpsþáttunum Lífæðar lands- ins en fyrsti þátturinn fór í loftið í ágúst. Í Lífæðum landsins er fjallað um orku- og veitumál frá hinum ýmsu hliðum enda af nógu að taka að sögn Lovísu Árnadóttur, upplýs- ingafulltrúa Samorku og umsjón- armanns hlaðvarpsins. „Þarna má finna blöndu af skemmtilegum fróðleik og umfjöllun um þau viðfangsefni sem orku- og veitu- fyrirtæki fást við á hverjum degi. Hlaðvarpið gefur einnig kost á því að kynnast fólkinu sem vinnur í geiranum, sem er upp til hópa kraftmikið og vinnur að mikil- vægum verkefnum.“ Í fyrstu þáttunum var fjallað um það hvernig íslenska hita- veitan varð til og um mikla grósku í orkutengdri nýsköpun á Norður- landi. Stefnt er að því að hafa nýjan þátt mánaðarlega. „Í næstu þáttum verða fráveitumálin til umfjöllunar, við ætlum að fjalla um hvort nægt heitt vatn sé til í landinu til að mæta eftir- spurninni sem eykst í sífellu og boðið verður upp á fróðleik um vindorku.“ Hægt er að hlusta á hlaðvarpið á öllum helstu hlaðvarpsveitum, Spotify, Apple Music og Google Podcast en einnig á samorka.is. n Hlaðvarp um orku- og veitumál HUGUM AÐ HITAVEITUNNI ER ALLTAF NÓG TIL? Samorka býður til morgunfundar um málefni hitaveitna, stöðu jarðhitaauðlindarinnar og forðamála. Boðið verður upp á morgunhressingu frá 8:30. Fram koma: Hera Grímsdóttir, Veitur Framkvæmdastýra Rannsókna og þróunar hjá OR Sigurður Þór Haraldsson, Selfossveitur Veitustjóri Hjalti Steinn Gunnarsson, Norðurorka Fagstjóri hitaveitu Marta Rós Karlsdóttir, Orkustofnun Sviðsstjóri sjálfbærrar orkunýtingar Almar Barja, Samorka Fagsviðsstjóri Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Allir eru velkomnir á fundinn og aðgangur er ókeypis. Fundinum verður einnig streymt. Skráning er á samorka.is Fimmtudaginn 17. nóvember Kl. 9:00–10:30 Kaldalóni, Hörpu 16 kynningarblað 17. nóvember 2022 FIMMTUDAGURHREIN ORK A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.