Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Blaðsíða 28
II, 6. FÆBINGAR A ISLMDI 1881 - 1972.
Mæðradauði.
( 1881 - 1972 )
Eins og getið er um 1 Mannfjöldaskýrslum Hagstofunnar 1911-
1915, hafa hér á landi ekki verið til neinar skýrslur um dánar-
orsakir fram að árinu 1911 nema skýrslur um Yoýeifleg mannslát
(slys og sjálfsmorð), sem prestar hafa gert um leið og aðrar
mannf j öldaskýrslur.
I skýrslum Guðmundar Björnssonar landlæknis fyrir árið 19o5-1910
getur hann oft þessara vandkvæða og hvetur eindregið til, að komið
verði á lagaskyldu um ritun dánarvottorða, því að engin leið sé
að átta sig á dánarorsökum hér á landi, nema slíkt verði sett í
lög. I framhaldi af þessum ábendingum þáverandi landlæknis var
undirbúinn lagabálkur um dánarskýrslur og voru þau lög samþykkt
á Alþingi árið 1911 (lög nr. 30 ll.júlí). Þar er svo fyrir mælt,
að prestur megi ekki jarðsetja lík neins manns, sem dáið hefur í
kauptúni, þar sem er læknissetur, fyrr en hann hefur fengið dánar-
vottorð hans frá lækni. Þá er prestur jarðsetur lík manns, sem
dáið hefur annars staðar, skal hann rita £ kirkjubökina dánarmein
hins látna eftir þeim skýrslum, sem hann getur bestar fengið.
Lögin um dánarskýrslur gengu ekki í gildi fyrr en síðari
hluta 1911, og var því ekki ætlast til þess, að þau kæmu til fram-
kvæmda fyrr en á síðari hluta ársins 1911, en víðast hvar á land-
inu hafa prestar samt gefið skýrslu fyrir allt árið með tilgreindum
dánarmeinum. Því má telja, að nokkuð öruggar dánarskýrslur séu
til í landinu allt frá þvl ári.
Þessi skipan um ritun dánarvottorða og notkun prestaskýrslna hélst
óbreytt í lögum, þar til árið 1950, en þá var með lögum nr. 42/1950
(en þau tóku gildi l.jan.1951) ákveðið að rita skyldi dánarvottorð
fyrir hvern mann, er dæi hér á landi, nema lík fyndist ekki.
Hafa samkvæmt þessu verið gefin út dánarvottorð um öll mannslát
síðan I ársbyrjun 1951, nema um voveiflegan dauðdaga hafi verið að
ræða og lík ekki fundist.
26