Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Síða 29
Tafla 4.
Skráninp: dánarmeina.
1» Dánarvottorð..........................
2. Prestaskýrslur með ath.semdum lækna..
3• Prestaskýrslur eingöngu...............
1911-1915
32%
16%
52%
1946-1950
77%
11%
12%
Samtals
100%
100%
Pram til ársins 1951 voru dánarvottorð lækna rituð í fleiri
°g fleiri tilvikum, eins og fram kemur í töflu 4, sem sýnir upp-
haf og endi þess tímabils, er eldri lög voru í gildi.
Aður en lögin um ritun dánarvottorða tóku gildi árið 1911,
er vart um aðrar heimildir að ræða um dánarorsakir og >ar á meðal
raæðradauða, en frásagnir af mannslátum, sem héraðslæknar geta um
i skýrslu sinni til landlæknis.
Þessar skýrslur eru misnákvæmar og vantar úr sumum héruðum.
Þ<5tt hér séu taldar fram allar þær konur, sem létust af barnsförum
eða meðgöngusjúkdómum, sem getið er 1 heilbrigðisskýrslum, mun
nokkuð vantalið af fyrrnefndum ástæðum. Verða tölur um mæðradauða
frá 1881 - 1911 því að skoðast með fyrirvara og eru ekki nothæfar
■til samanburðar eða tölfræðilegrar úrvinnslu.
1 töflu 5 er getið fjölda þeirra mæðra, sem skýrslur geta um, að
látist hafi af barnsförum eða meðgöngusjúkdómum árin 1881 - 1904.
Fyrir 10 ára tímabilið 1881 - 1890 er getið í flestum skýrslum
héraðslækna um dánarorsakir í sambandi við fæðingar og einnig á
næsta 10 ára tímabili, en á tímabilinu 19ol-191o er í skýrslum
aðeins getið um mæðradauða áranna 19ol-19o4. I Heilbrigðisskýrslum
19o5-19o6 er getið um, hverjar dóu úr barnsfararsótt, en ekki annars
^æðradauða, og loks er fyrir árið 1907-191o ekki getið neins mæðra-
áauða.
27