Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 32

Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 32
Línurit 4 Árið 1972 dð engin kona af barnsförum hér á landi. Eins og áður er getið, hverfur barnsfararsótt sem dánarorsök að mestu eftir árabilið 1941-1950, sem þalcka má tilkomu sýklaeyðandi lyfja. Eækkun dánartilfella mæðra af öðrum ástæðum má fyrst og fremst þakka síbatnandi mæðraeftirliti í landinu sl. 30 ár, bygg- ingu Eæðingadeildar Landspítalans, sem tekið hefur á móti öllum þorra kvenna til fæðinga víðsvegar að af landinu, þegar um aukna áhættu var að ræða, auk þeirrar þróunar, að konur í öðrum lands- hlutum hafa yfirleitt fætt á sjúkrahúsum, þar sem aðstaða var til fæðingaraðgerða og annarar meðferðar, ef út af bar. Loks má nefna bætta heilsugæslu almennt, betri samgöngur, sem hafa skapað sífellt betri möguleika fyrir ljósmæður og lækna i dreifbýlinu á að senda konur inn á fæðingastofnanir, þegar afbrigði koma 1 ljós. Linurit 4. Mæðradauði á Islandi 1911-1974 og hlutfallstölur mæðradauða, Pjöldi /00 SO 60 4o 20 o 30

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.