Heilbrigðisskýrslur - 02.12.1972, Page 33
A sl. 7 árum, þ.e. frá 1966 til og með 1972, hafa
látist alls 4 konur I landinu af barnsförum, eða u.þ.b. 1 kona
a-nnað hvert ár að meðaltali.
I skýrslum héraðslækna til landlæknis er oft lýst nánar bæði
aðgerðum við fæðingar og tildrögum að dauða kvenna, er létust
af barnsförum. Ennfremur eru til sjúkraskrár kvenna, er létust
á sjúkrahúsum sl. 3-4 áratugi. Af þeim konum, er létust af
barnsförum siðan 1930, hafa alls 15 látist á Pæðingadeild Land-
spitalans. Sérstök úrvinnsla á pessum gögnum fer nú fram og
verður birt á öðrum vettvangi síðar.
II, 7. PROUN MÐIhGAbTOPNANA.
i'yrsta íæðingadeild landsins á sjúkrahúsi var I Landspítal-
anum, sem tók til starfa í árslok 1930. Allt fram til pess tíma
fæddu flestar konur í heimahúsum, oftast á heimili konunnar, en
stundum á heimili kunningja eða ættingja, eftir aðstæðum, eða
heima hjá ljósmóður, þegar bágar ástæður voru á heimili konunnar.
Stöku sinnum fæddu konur einnig á þeim sjúkrahúsum, sem fyrir voru
I landinu, en nálega eingöngu þegar sérstakra aðgerða var þörf eða
um sérstaka sjúkdóma var að ræða. Fram til ársins 1930 fóru af
á-ðurnefndum ástæðum flestallar fæðingar landsins fram í heima-
húsum.
A fjórða áratug þessarar aldar fer sífellt fjölgandi þeim
konum, sem fæða utan heimilis, í Fæðingadeild Landspitalans, fæð-
ingáheimilum l^ósmæðra í Reykjavík og nágrenni og sjúkrahúsum lands-
ins, sem í æ ríkara mæli hafa tekið að sér að annast sængurkonur.
Ivær ástæður má einkum nefna fyrir því, hve heimafæðingum hefur
fækkað ört siðastliðna 3-4 áratugi. Veigamiklar breytingar hafa
°nðið á skipan heimilishalds i landinu. Fólki hefur fækkað á heim-
ilum, fjölskyldur dreifst við vöxt þéttbýlissvæða, heimilishjálp
hefur orðið æ torfengnari, bæði handa konum I sængurlegu sem við
önnur heimilisstörf.
I öðru lagi hefur það öryggi, sem það veitir konum að fæða á stofn-
unum, átt mikinn þátt I þessum straumhvörfum.
A fæðingastofnum nýtur konan sérhæfðrar hjálpar, bæði við fæðing-
una og í sængurlegu.